Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í eftirfarandi kafla segir frá síð- ustu örlagaþrungnu dögunum í for- ingjabyrginu í Berlín. Ég leik við börn Goebbels,les fyrir þau ævintýri, ferí pantleiki með þeim ogreyni að halda þeim fráöllum þessum hræðileg- um hlutum. Móðir þeirra hefur ekki lengur bolmagn til að tala við þau. Á næturnar sofa þau vært í rúmunum sínum sex, á meðan biðin heldur áfram í byrginu og ógæfan færist stöðugt nær. 28. apríl kemur síðasta stóra áfallið fyrir Hitler. Hann er enn ekki búinn að ákveða hvað á að gera við Hermann Fegelein, en þá færir blaðamaðurinn Heinz Lorenz honum hörmuleg tíðindi: Sam- kvæmt Reutersfrétt er Heinrich Himmler, yfirmaður stormsveit- anna, búinn að taka upp samninga- viðræður við bandamenn, fyrir milligöngu Bernadotte greifa. Ég man ekki hvar ég var þegar Hitler bárust þessi tíðindi. Hann hefur sjálfsagt bölvað og ragnað í síðasta sinn, en þegar ég sá hann aftur var hann orðinn jafn rólegur og áður. Eva Braun var aftur á móti tárvot, því mágur hennar hafði verið dæmdur til dauða. Hann hafði verið skotinn eins og hundur í garði utanríkisráðuneytisins, undir trjám sem stóðu í blóma, skammt frá fallegu bronsstyttunni. Hún hafði reynt að skýra út fyrir Hitler hversu mannlegt það hefði verið af Fegelein, að hann skyldi vilja gera það fyrir konuna sína og börnin að byrja nýtt líf. En Hitler var óhagg- anlegur. Nú sá hann ekkert annað en blekkingar og svik. Hinn trygg- lyndi Heinrich sem hann hafði litið á sem tryggðatröll, mitt í öllum veikleikum og svikum, hafði nú líka brugðist honum. Allt í einu fengu gerðir Fegeleins allt annað yfir- bragð: Hann var orðinn þátttak- andi í samsæri. Hitler hafði skelfi- legar hugmyndir um fyrirætlanir Himmlers. Var hann kannski að undirbúa banatilræði við hann? Ætlaði hann að koma honum lifandi í hendur óvinarins? Nú var hann ekki aðeins tortrygginn gagnvart öllum sem voru hjá honum og tengdust Himmler, heldur líka gagnvart eitrinu sem Himmler hafði látið hann fá. Dr. Stumpfeg- ger, sem hírðist í byrginu, fölur og fár, varð nú enn fátalaðri en áður. Tortryggni Hitlers beindist nú líka að honum. Eitur Himmlers var ósvikið! Þess vegna var Haase prófessor sóttur yfir í skurðstofubyrgið undir nýju kanslarahöllinni. Við sáum að Foringinn talaði við hann, lét hann fá eitt af eiturhylkjunum og gekk síðan með honum yfir í litla for- dyrið fyrir framan salernið, þar sem Blondí var með hvolpana sína. Læknirinn beygði sig yfir hundinn, sterksætur möndluilmur barst að vitum okkar, og síðan hreyfði Blondí sig ekki framar. Hitler kom aftur til baka. Andlitið á honum minnti á hans eigin dauðagrímu. Hann gekk orðalaust inn í her- bergið sitt og lokaði á eftir sér. Eitur Himmlers var ósvikið! Hanna Reitsch og Greim hers- höfðingi bjuggu sig undir að fljúga til baka. […] Eftir langt samtal við Hitler yfirgáfu þau byrgið. Við konurnar flúðum með börnin og hundana inn í herbergi Evu Braun. Nú vofði ákvörðunin yfir. Taugar okkar voru spenntar til hins ýtrasta. Eva sagði við frú Christian og mig: „Ég skal veðja að þið eigið eftir að gráta í kvöld.“ Við horfðum á hana skelfingu lostnar: „Er komið að því?“ Nei, út af öðru, við ættum eftir að verða djúpt snortnar, hún gæti hinsvegar ekki ljóstrað upp hvers vegna. Beðið eftir lokaákvörðun Hitlers Ég man ekki lengur hvernig við eyddum öllum þessum mörgu klukkustundum, þetta var eins og ljótur draumur. Ég man ekki leng- ur eftir neinum samtölum, eða ein- stökum atvikum. Það var svo sem ekkert lengur um að tala. Nú talaði bara þessi skelfilegi gauragangur, sem stafaði frá sprengjunum, hand- sprengjunum, fótgönguliðinu og skriðdrekunum. Innan skamms yrðu Rússarnir komnir á Pots- við höfum enn verið fær um að borða og drekka, sofa og tala. Við gerðum þetta allt saman vélrænt og því er alveg stolið úr minninu hjá mér. Goebbels hélt langar ræður um undirferli félaga sinna. – Hann var alveg sérstaklega hneykslaður á framferði Görings. „Þessi maður var aldrei nasisti,“ fullyrti hann. „Hann baðaði sig í ljómanum frá Foringjanum, en hann var aldrei nasisti eða hugsjónamaður. Það er honum að kenna að þýski flugher- inn brást, við eigum það honum að þakka að við skulum sitja hér og þurfa að tapa stríðinu.“ – Nú kom allt í einu í ljós að báðir þessir voldugu menn höfðu staðið í harð- vítugri baráttu og samkeppni hvor við annan. Frú Goebbels tók sömu- leiðis undir ásakanir manns síns í garð ríkismarskálksins. Á þessari stundu var okkur orðið sama um allt. Við höfðum gefist upp á að bíða. Tíminn silaðist hægt áfram, uppi yfir höfðum okkar kraumaði og sauð í nornakatlinum. Við sátum, töluðum, reyktum og tórðum. Það er þreytandi. Spenna síðustu daga minnkar. Nú finn ég einungis fyrir innri tómleika. Ein- hvers staðar rekst ég á herbedda og sofna í klukkutíma. Það hlýtur að vera mið nótt, þegar ég vakna aftur. Pólitísk erfðaskrá Á ganginum fyrir utan og í her- bergjum Foringjans er mikill um- gangur þjóna og aðstoðarmanna sem koma og fara. Ég þvæ mér og skipti um föt, það er kominn tími til að drekka te með Foringjanum. Við drekkum enn te með honum. Og alltaf er dauðinn sem ósýni- legur gestur til staðar. En þegar ég opna dyrnar að vinnuherbergi Hitlers mætir mér að þessu sinni óvenjuleg mynd. Foringinn gengur á móti mér, réttir mér höndina og spyr: „Gátuð þér hvílt yður svolítið, barn?“ Þegar ég jánka undrandi, bætir hann við: „Ég myndi gjarnan vilja lesa yður dálítið fyrir á eftir.“ Ég var löngu búin að gleyma því að þessi þreytta og veiklulega rödd hafði átt það til að lesa mér fyrir með svo miklum látum að ég átti fullt í fangi með að fylgja lestrinum eftir. Hvað var svo sem eftir til að skrifa? Ég horfi framhjá Hitler og sé að það er búið að leggja á borð fyrir veislu. Í dag er sem sagt lagt á borð fyrir átta manns og freyði- vínsglas við hvern disk. Fljótlega mæta gestirnir, Goebbelshjónin, Axmann, frú Christian, ungfrú Manziarly, auk hershöfðingjanna Burgdorfs og Krebs. Ég er spennt að fá að vita, af hvaða tilefni Hitler hefur kallað alla saman. Ætlar hann að halda kveðjuhóf? Þá kallar hann á mig: „Kannski getum við bara skrifað núna strax, – komið þér,“ segir hann og gengur út úr Bókarkafli | Árið 1942, þegar Traudl Junge var tuttugu og tveggja ára, bauðst henni starf á skrifstofu Foringjans í Berlín. Stuttu síðar gerði Adolf Hitler hana að einkaritara sínum en því starfi gegndi hún allt til endaloka Þriðja ríkisins. Hún var síðasta eftirlifandi vitnið úr nánasta umhverfi Foringjans. Stuttu eftir stríðslok skráði hún minningar sínar úr vistinni hjá Hitler. Nýgift: Einkaritarinn Traudl og þjónninn Hans Junge, með svaramönnum sínum, þeim Otto Günsche (til vinstri) og Erick Kempka (til hægri), 19. júní 1943. Adolf Hitler ræðir við þjón sinn, Hans Junge, upp úr 1940. damplatz, hugsanlega eftir fáeinar klukkustundir og þá var örstutt í að þeir ryddust inn til okkar. Það var ekkert um að vera í byrginu. Leiðtogar þjóðarinnar sátu með hendur í skauti og biðu þess að Hitler tæki lokaákvörðun sína. Jafnvel Bormann sem var alltaf fullur af ákafa, og Goebbels sem aldrei féll verk úr hendi, voru ekk- ert lengur að gera. Axmann, Hew- el, Voss, þjónarnir og aðstoðar- mennirnir, aðstoðarþjónarnir og starfsfólkið, allir biðu eftir niður- stöðu. Það átti enginn von á sigri lengur. Allir vildu bara sleppa út úr þessu byrgi. Mér finnst næstum ólíklegt að Traudl þegar hún starfaði á skrifstofu Foringjans í Berlín 1942. Síðasta skjal Þriðja ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.