Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 68

Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 68
Morgunblaðið/Júlíus Mikið tjón varð í verslun Nóatúns sem rekin er í JL-húsinu. MIKIÐ tjón varð í verslun Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut í elds- voða í fyrrinótt, bæði vegna elds og reyks sem barst um alla búðina. Eldurinn virðist hafa kviknað í kjöt- vinnslu og eldhúsi inn af kjötborði verslunarinnar. Allar vörur eru ónýtar og óljóst hvenær verslunin verður opnuð á nýjan leik. Reykur barst á skrifstofur á efri hæðum en tjón af hans völdum var ekki talið mikið. Verslunin var mannlaus þeg- ar eldurinn kviknaði. Ekki opnað næstu daga Tilkynnt var um brunann um klukkan 00:40, samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins. Í þann mund sem slökkvilið kom á vettvang sprakk rúða í versluninni og lagði þykkan reyk þaðan út. Innandyra skíðlog- aði en það tók slökkvilið þó skamm- an tíma að ráða niðurlögum eldsins. Það tók síðan um tvær klukku- stundir til viðbótar að reykræsta húsið og þurrka upp vatn af gólfum. Tæknideild lögreglunnar í Reykja- vík rannsakar eldsupptök. Sigurður Gunnar Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærmorgun að miklar skemmdir hefðu orðið á innréttingum og húsnæðinu sjálfu auk þess sem hann taldi að allar vörur væru ónýtar. „Það er ljóst að hér verður ekki opnað næstu daga en þetta er svo stutt komið að við vitum ekki enn hvenær það getur orðið. Við erum bara að átta okkur á aðstæðum,“ sagði hann. Myndlistaskólinn í Reykjavík er á annarri hæð hússins, fyrir ofan verslun Nóatúns. Sólveig Aðal- steinsdóttir, deildarstjóri í skólan- um, sagði að sót lægi þar yfir innan- dyra og það yrði að hreinsa en að öðru leyti virtist sem litlar skemmd- ir hefðu orðið. Það yrði þó kannað betur, m.a. hvort gólf hefðu skemmst vegna hita. Kennsla féll niður í gær, laugardag, en Sólveig vonaðist til að starfsemi yrði með eðlilegum hætti á mánudag. Hún sagði skemmdir annars staðar í húsinu vera minni. Fjöldi fyrirtækja og félagasam- taka er með aðsetur í JL-húsinu. Þykkan reyk lagði um verslun Nóatúns við Hringbraut í eldsvoða Allar vörur ónýtar eftir brunann MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Heilsukoddar Heilsunnar vegna ÓLAFUR Haukur Símonarson, leikrita- skáld, rithöfundur og lagasmiður, hefur ásamt fjölskyldu sinni flust til Danmerkur þar sem hann sinnir ritstörfum sínum á Friðriksbergi í kóngsins Kaupmannahöfn. Flutningurinn kom þó ekki til af góðu, því meginástæðan er sú að Ólafur Haukur á rúmlega tvítuga dóttur, sem er fötluð. Hún er flogaveik og með fleiri sjúkdóma, sem hafa hamlað henni í skólagöngu og fleiru. Eftir að hafa nuddað henni í gegnum skóla- kerfið, eins og Ólafur orðar það, segir hann einfaldlega hafa verið komið að því að finna henni einhvern stað. Á Íslandi hafi ekkert blasað við, enginn skóli í raun, engin at- vinna og ekkert sambýli, sem hún gat farið inn á. „Við fundum lýðháskóla hér í Danmörku, sem hefur sérhæft sig í því að taka við fötl- uðum og langveikum ungmennum af öllu tagi. Fjórðungur nemendanna er mjög mik- ið fatlaður og velflestir þeirra eru með hjálparmenn með sér á skólanum.“ Ólafur Haukur fluttur til Danmerkur Ekkert blasti við dótturinni ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR greiðir lánveitendum sínum um 41 milljarð króna umfram venjubundn- ar afborganir, vexti og verðbætur, að mestu á síð- ustu mánuðum þessa árs og í upphafi næsta árs. Þessar uppgreiðslur eru að stærstum hluta til komnar vegna uppgreiðslna í húsbréfakerfinu vegna lækkunar vaxta og aukinnar samkeppni um íbúðalán, en einnig er um að ræða uppsafn- aðar uppgreiðslur í húsbréfakerfinu frá síðasta áratug. Þetta kemur meðal annars fram í mánaðar- skýrslu Íbúðalánasjóðs til Kauphallarinnar. Samkvæmt því greiðir Íbúðalánasjóður umfram venjubundnar greiðslur til lánveitenda sinna 10,2 milljarða í húsbréfum í desember, 9,5 milljarða í janúar þar til viðbótar og aðra 9,2 milljarða í febr- úar. Að auki greiðir Íbúðalánasjóður ríkissjóði 4,3 milljarða króna í desember, um fjóra millj- arða til viðbótar í upphafi ársins 2005 og tæpa fjóra milljarða til viðbótar um mitt næsta ár. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringar- sviðs Íbúðalánasjóðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að með þessum aðgerðum væri verið að stilla húsbréfakerfið af og jafna fjárstreymið í því. Þarna væri ekki bara um uppgreiðslur að undanförnu að ræða heldur uppgreiðslur í hús- bréfakerfinu allt frá árinu 1993. Sigurður sagði að uppgreiðslur í húsbréfakerf- inu að undanförnu vegna vaxtalækkana og auk- innar samkeppni á markaðnum væru ekki gefnar upp sérstaklega. Hluta af uppgreiðslunum væri einnig ráðstafað með öðrum hætti. Til dæmis væri sumu ráðstafað aftur í útlán og það aftur minnkaði þörf sjóðsins fyrir að afla sér lánsfjár á markaði. 24–25 milljarðar í íbúðabréfum Fram kom að Íbúðalánasjóður hefur aflað sér um 24–25 milljarða króna í lánsfé með útboðum íbúðabréfa frá því nýja íbúðalánakerfið tók gildi um mitt þetta ár. Hluta fjárins hefur verið aflað erlendis með lokuðum útboðum þar og hluta hef- ur verið aflað með útboðum hér innanlands. Þar af hefur níu milljarða króna verið aflað með út- boðum hér innanlands á þessum síðasta fjórðungi ársins og var ávöxtunarkrafan í síðasta útboðinu á árinu 3,55%. Vaxtaálag Íbúðalánasjóðs er 0,6% og því eru vextir íbúðalána nú 4,15%. Umframgreiðslur Íbúða- lánasjóðs 41 milljarður FUGLAFLENSAN gæti orðið að faraldri um allan heim en innflú- ensufaraldrar eru í dag ein helsta heilbrigðisógn mannkyns, að sögn dr. Lee Jong-wook, forstjóra WHO. Ómögulegt er að segja til um með vissu hvort og hvenær það myndi gerast. Enn sem komið er smitast flensan aðeins frá fuglum til manna en ekki manna á milli. Mun stökkbreytast „En á endanum mun veiran stökkbreytast,“ sagði dr. Lee í samtali við Morgunblaðið. Hann var staddur hér á landi í tilefni fundar framkvæmdastjórnar WHO. „Þegar það gerist, að veir- an fer að smitast á milli fólks, þá verður faraldur.“ Hann segir eitt vandamálið í þessu samhengi það að lyfjafyrir- tæki eru ekki tilbúin að framleiða lyf sem ekki er fullvíst að þurfi að nota, þ.e. sé enginn öruggur kaup- andi að þeim. Nú þegar íhugi ríkis- stjórnir nokkurra landa að kaupa bóluefni til vonar og vara. Dr. Lee minnti á að fuglaflensu- veiruna er ekki aðeins að finna í kjúklingum heldur einnig í far- fuglum og þeir væru því „eins og nokkurs konar sprengjur sem gætu borið veiruna til allra heims- horna“. Dr. Lee segir að reynsla af við- miðunarreglum, sem WHO gaf út er bráðalungnabólga, HABL, braust út á sínum tíma, hafi reynst vel við að halda útbreiðslu sjúk- dómsins í skefjum. Þær fólu m.a. í sér takmörkun á ferðalögum milli landa. Óvíst er hvort þyrfti að grípa til svipaðra reglna ef innflú- ensufaraldur á borð við fugla- flensu brytist út. Fuglaflensan gæti orðið að faraldri  Á endanum/6 HAGNAÐUR af tónleikum sem haldnir voru til styrktar Félagi krabbameinssjúkra barna í Hallgrímskirkju nemur 4.748.882 krónum, sem er í samræmi við upphafleg markmið tónleikanna. Alls voru listamönnum tón- leikanna, sem voru þrennir, greiddar ríflega 6,2 milljónir fyrir framlag þeirra. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Kynningu ehf. sem stóð fyrir tónleikunum. Tekjur vegna seldra aðgöngumiða námu tæplega átta milljónum króna en heildartekjur námu alls ríflega 13,1 milljón króna. Heildarkostn- aður nam tæplega 8,5 milljónum króna. Styrktartónleikarnir voru þrennir talsins og komu þar fram fjórir einsöngvarar auk 23 tónlistarmanna og yfir 160 kórfélaga. Kostnaður vegna hljóðkerfis og upptöku vegna fyrirhugaðrar útgáfu efnisins á geisla- diski nam tæplega 1,5 milljónum króna, húsaleiga var ríflega hálf milljón króna og annar kostnaður varð 250 þúsund krónur. Skipuleggjandi tónleikanna, Kynning ehf. og Ólafur M. Magnússon, gáfu alla vinnu sína við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. „Allir þeir sem komu fram á tónleikunum gáfu stóran hluta af vinnu sinnu og gáfu Fé- lagi krabbameinssjúkra barna að auki út- gáfurétt á öllum tónlistarflutningi allra tón- leikanna,“ segir í tilkynningunni. Þar er harmað að umræða um þóknanir til listamanna hafi orðið jafn fyrirferðarmikil og raun ber vitni. Ólafur M. Magnússon tónleikahaldari seg- ist ekki eiga von á því að breyta fyrirkomu- lagi tónleikanna að ári, þrátt fyrir umræðuna sem verið hefur í þjóðfélaginu. „Ég harma það ef einhver misskilningur hefur verið með það hvernig uppbyggingin á tónleikahaldinu var, ég ber ábyrgð á því. Það var ekki vísvit- andi gert heldur mannleg mistök.“ Uppgjör vegna styrktar- tónleika í Hallgrímskirkju Tæplega 5 milljóna króna hagnaður Listamönnum greiddar rúmar 6,2 milljónir  Mikilvægt/10 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.