Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 20

Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 20
20 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fundurinn hófst með því, að dregið var niður í ljósum. Dauf skíma var í herberginu, og þegar augu manna höfðu vanist henni, mátti greina allt, sem gerðist. Í byrjun sungu gestir ang- urvært sálmalag. Síðan fór miðillinn að taka andköf og komast í leiðslu. Hún hafði orð á því, að krafturinn væri að þessu sinni nokkuð sundur-laus. En í þessu ástandi hálfsvefnsins rétti miðillinn fram aðra hönd og sagði um leið mjög lágt: „Halldór?“ Miðillinn fékk ekkert svar. Þá heyrðist aftur og hærra í henni: „Halldór Kiljan?“ Skáldið svaraði: „Já.“ Lára sagði: „Þér eruð gæddir lækninga- krafti, og þér eigið að nota hann og lækna með- bræður yðar með handaálagningum.“ Það heyrðist dræmt í Kiljan: „Ha, ha.“ Síðan sagði hann, svo að vel mátti heyra: „Ég held ég láti nú þær kúnstir eftir vini mínum Jóni lækni.“ Miðillinn sagði: „Nei, Halldór. Þér skuluð ganga um meðal mannanna og lækna með- bræður yðar. Jón Norland getur skrifað.“ Kiljan brást ókvæða við þessum orðum og sagði hátt: „Ég vil brjóta fundinn upp. Hér verð ég ekki lengur.“ Hann reis á fætur. Engar for- tölur dugðu. Hann gekk út. Þeim, sem eftir sátu, fannst eins og krafturinn í Láru miðli hefði minnkað við útgöngu Kiljans. Kiljan skilur við Ingibjörgu Heimsstyrjöldin síðari skall á í september- byrjun 1939 og voru fyrstu ár stríðsins, frá 1939 til 1943, Kiljan um margt erfið. Þau Halldór Kiljan Laxness og Ingibjörg Einarsdóttir höfðu búið í frjálslegu hjónabandi frá vorinu 1930. En það hlaut að hafa sín áhrif á Ingibjörgu, hversu lítt Kiljan sinnti heimili sínu. Allan fjórða áratug dvaldist hann lang- dvölum erlendis ár hvert, stundum án hennar, og þegar hann var á Íslandi, var hann iðulega einn úti á landi. Þann stutta tíma, sem hann var í Reykjavík hverju sinni, var hann ófá kvöld hjá Erlendi í Unuhúsi eða öðrum vinum sínum. Hann sýndi börnum sínum, Maríu og Einari, vingjarnlegt tómlæti. Þegar komið var fram á árið 1939, hafði losn- að um hjónaband Kiljans. Ingibjörg hafði fellt hug til annars manns, sem fyrr segir, Bjarna Bjarnasonar læknis, sem kvæntur var Regínu Þórðardóttur leikkonu og var áhugamaður um leiklist og söng. Kiljan hafði á hinn bóginn kynnst Auði Sveinsdóttur vel á Laugarvatni síðsumars. […] Að vísu var samband Ingibjarg- ar við Bjarna lækni að þessu sinni stutt, því að hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafn- ar í desember 1939 og kom síðan heim með Petsamo-ferðinni í miðjum október 1940. En skilnaður þeirra Ingibjargar og Kiljans var óumflýjanlegur. Kiljan hafði elskað Ingibjörgu og átti erfitt með að fyrirgefa henni. Hann var hins vegar kaldhæðinn um kvennamál sín eins og annað. Skömmu eftir skilnaðinn á hann að hafa setið að spjalli við Magnús Ásgeirsson, skáld og ljóðaþýðanda. Talið barst að kvennamálum. „Er ekki veika kynið sterkara, vegna þess hve sterka kynið er veikt fyrir veika kyninu?“ spurði Magnús. „Nei, það er ekki vandinn. Hann er að við gerum allt of miklar kröfur til kvenna,“ svaraði Kiljan. „Við viljum að þær séu fínar frúr þegar vinir okkar koma í heimsókn, eldabuskur í eld- húsinu og skækjur í rúminu. En konurnar snúa þessu öllu við. Þær eru eldabuskur í rúminu, fínar frúr í eldhúsinu og skækjur þegar vinir okkar koma í heimsókn!“ Vorið 1940 leið að því, að Kiljan flyttist af Laufásvegi 25. Góðkunningi hans, Þórður Sig- tryggsson, sat með honum og Þórbergi Þórð- arsyni að kvöldi mánudagsins 1. apríl 1940 hjá Erlendi í Unuhúsi. Þórður tók upp þykkjuna fyrir Kiljan. Hann sagði síðar: Menn mega ekki halda, að ég sé að gera lítið úr Ingu. Kvensa, sem tekur læknisbyttu fram yf- ir stórskáld, á skilið að verða ódauðleg í bók- menntasögunni. Þegar ég á sínum tíma spurði Erlend Guðmundsson um bókmenntalega menn- ingu þessarar tvífættu kvenkynsveru, sagði hann mér, að hún hefði lesið eina eða tvær bækur eftir Hamsun. En Erlendur var svo kurteis mað- ur, að hann gat jafnvel látið sem hann væri hrif- inn af sveitapíum, sem söfnuðu postulínshund- um. Þetta er napurlegur og eflaust óréttmætur dómur um unga og lífsglaða konu, sem hafði sýnt Kiljan ást og umhyggju og fórnað miklu fyrir hann, þótt leiðir skildu. Erlendur selur Unuhús sumarið 1941 Skilnaðurinn við Ingibjörgu var ekki eina mótlætið sem Kiljan mætti á þessum tíma, því ekki blés byrlega í fjármálunum. Fyrstu ár stríðsins var fjárhagur Kiljans mjög þröngur. Hann naut ekki lengur skálda- styrks, sem áður hafði numið meðalárslaunum, Heimsljós hafði ekki selst eins vel og fyrri rit hans, og eftir skilnaðinn við Ingibjörgu hafði hann orðið að flytjast úr ókeypis húsnæði hjá tengdaföður sínum og leigja sér íbúð. Vegna stríðsins varð einnig miklu erfiðara að færa tekjur frá útlöndum inn í landið. Kiljan tók þessi misseri að sér þýðingar af illri nauðsyn fremur en áhuga. Tekjuhrap skáldsins sést best á útsvari hans, sem var í þá tíð greitt af tekjum næsta árs á undan. Árið 1939 höfðu Laxness-hjónin greitt 770 krónur í útsvar og 1940 460 krónur, en Kiljan greiddi einn 50 krónur í útsvar 1941 og 100 krónur 1942. Miðvikudagskvöldið 26. mars 1941 skrapp Kiljan í kvöldkaffi til Kristins E. Andréssonar og Þóru. Hann færði þeim ískyggilegar fréttir. Bæjarsjóður ætlaði að krefjast þess, að hann yrði gerður gjaldþrota vegna vangoldinna op- inberra gjalda. Hann hefði neitað að greiða öll slík gjöld, frá því að skáldastyrkur til hans hafði verið lækkaður og hann afsalað sér honum 1940. Vinir Kiljans höfðu þungar áhyggjur af fjárhag hans. Benedikt Stefánsson heimsótti þau Kristin og Þóru eitt kvöldið í mars til að ræða við þau um söfnun handa Kiljan. En þeg- ar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Sumarið 1941 auglýsti Erlendur Guðmunds- son Unuhús til sölu. Hann þurfti að bjarga „vin sínum undan óþægilegu gjaldþroti“, eins og Kiljan orðaði það síðar. Sá vinur gat varla verið annar en Halldór Kiljan Laxness, þótt hljótt færi. Ragnar í Smára keypti húsið af Erlendi á 45 þúsund krónur, sem var óvenju hátt verð, en leyfði honum að búa þar áfram. Eftir ritdeilur Kiljans og Benjamíns Eiríkssonar Ritdeilur settu þá ekki síður svip sinn á þennan tíma, m.a. við Benjamín Eiríksson um bókina Out of the Night eftir Richard Krebs sem fékk heitið Úr álögum í hérlendri þýðingu. Benjamín Eiríksson virðist hafa haft rétt fyrir sér um það, að Kiljan hefði ekki lesið sjálfa bókina, aðeins heyrt um hana, hugsanlega eftir fréttirnar af henni í Alþýðublaðinu og Morgun- blaðinu. Til dæmis nefndi Kiljan norskan kommúnista og lækni, sem Krebs sagði frá, Finn Halvorsen og óskapaðist yfir, að hann væri hvergi að finna í norsku læknatali, en í bók Krebs hét hann Arne Halvorsen. Hann var kunnur norskur læknir og kommúnisti. Talsvert var að vísu um ýkjur í bók Krebs, eins og þegar var bent á í blöðum vestan hafs, og hann fegraði tvímælalaust eigin hlut. En rit- ið veitir samt greinargott yfirlit yfir vinnu- brögð erindreka Kominterns í Norðurálfunni á fjórða áratug. Þær upplýsingar Krebs, sem vöktu mesta at- hygli á Íslandi, að kommúnistar á skipum Eim- skipafélagsins flyttu leyniskjöl á milli Íslands og Norðurálfunnar, voru réttar. Sá, sem sá að- allega um sendingarnar, var Jón Aðalsteinn Sveinsson vélstjóri, sannfærður kommúnisti og frændi Kristins E. Andréssonar. „Hann var einstaklega fórnfús félagi, sem aldrei brást trúnaði flokksforystunnar,“ sagði einn sam- herji hans. Kiljan var raunar kunnugur þessum sendiboða Kominterns. Til dæmis sátu þeir Kiljan og Þórbergur að spjalli með Jóni Að- alsteini heima hjá Kristni E. Andréssyni föstu- dagskvöldið 29. maí 1943. Með tékkneska sendiherranum Nemecek í sumarferð 1947 Þau Kiljan og Auður heimsóttu Tékkóslóv- akíu um miðjan júlí 1946 og fengu höfðinglegar móttökur og ári síðar kom sendiherra Tékka í Danmörku hingað til lands og ferðaðist um með skáldinu. Þegar þeir óku eftir Langadal á leiðinni suð- ur, fór Kiljan með margar vísur um dalinn. „Þegar vinur minn fór með íslensk ljóð eða þeg- ar hann réðst á fordóma, hjátrú, mistök og hina hlálegu skipan mála í mannlífinu, urðu augu hans fjarræn,“ sagði Nemecek. „Þá horfði hann að vísu á veginn fyrir framan okkur, en fylgdist ekki vel með honum. Við fórum þess vegna stundum of hratt yfir lækina, svo að vatnið spýttist upp fyrir aftan okkur.“ Þeir áðu hjá prestshjónunum á Æsustöðum, séra Gunnari Árnasyni og Sigríði Stefánsdótt- ur. Gunnar var skólabróðir Kiljans og bróðir Dýrleifar Árnadóttur. Hann var áhugamaður um sögu og bókmenntir. Sigríður kona hans var ekki síður vel gefin, fámál, en ákveðin í skoðunum. Hún var systir séra Eiríks Stefáns- sonar. Kiljan talaði íslensku við þau Gunnar og Sigríði, en Nemecek reyndi að fylgjast með. Hann skildi orð og orð á stangli og gerði sér grein fyrir, að þau væru að tala um eilífðarmál- in. Prestsfrúin var í fyrstu fámál, en gerðist smám saman skrafhreifnari, og roði færðist í kinnar hennar. Kiljan sagði Nemecek síðar, hvað þau hefðu verið að tala um. Sigríður húsfreyja kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu, að mennirnir hefðu enga sál. Það væri ekki til neitt guðlegt í mönnunum, að- eins aðlögun þeirra að því skipulagi, sem þeir ælust upp við. „Trúið þér því, að til sé einhver sál?“ spurði hún skáldið. Kiljan glotti, talaði hægt með hendur í vösum og horfði upp í loftið. Hann sagðist trúa því, að hestar hefðu sál. Þeir kynnu að elska af öllu hjarta. Þessi fjórfætti Íslendingur erjaði jörð- ina án herra síns. Kiljan kvaðst ekki þekkja mannfólkið eins vel og hestana. Prestsfrúin hló þá biturlega við. „Er til gott og illt? Hvað er gott og illt?“ spurði Sigríður. „Ég veit það ekki,“ svaraði Kiljan, „en í vit- und okkar búa lög sem hafa líka verið skráð allt frá því Grágás var fest í letur á miðöldum. Ég veit ekki hvað er gott og hvað ilt. En ég segi að gott kaffi sé frá guði og vont kaffi frá djöflinum. Sumir gera þetta fræga en jafnframt ódýra góðgæti óhandbært, þeir henda í fólk illu möl- uðum og brenndum kaffibaunum. Annars veit ég ekki hvað er ilt.“ Kiljan brosti, benti á prest- inn og sagði: „Á hinn bóginn höfum við hér guð- fræðing!“ Presturinn talaði hægt og hikandi, benti á konu sína og sagði, að henni væri ekkert gefið um mannkynið, hún væri „misanthrop“. Eftir nokkra stund kvöddu prestshjónin Kiljan og Nemecek. Frúin kvaddi eins og hún hafði heilsað, orðalaust og án þess að brosa. Þeir óku af stað. Eftir nokkra þögn sagði Nemecek: „Madame Bovary úr Langadal?“ Kiljan svaraði: „Eða frúin frá Hafinu!“ Fyrr- nefnda konan er söguhetja Gustave Flauberts í samnefndri skáldsögu, en hin síðarnefnda kem- ur fyrir í leikriti Henriks Ibsens, Ellida Wangel í Fruen fra Havet. Þeir héldu til Reykjavíkur, en þaðan sigldi Nemecek til Kaupmannahafn- ar. Þeir höfðu verið þrjár vikur í ferðinni. Ýmis aðföng Kiljans í Atómstöðinni Það er alkunna að margar skáldsögur Hall- dórs Kiljan Laxness kallast á við verk annarra höfunda og er Atómstöðin enginn undantekn- ing. Kiljan nýtti sér í Atómstöðinni orð og hug- myndir fleiri skálda en Ivans Olbrachts hins tékkneska. Organistinn segir til dæmis í fyrsta samtali sínu við Uglu: „Það er ekki til önnur kynferðileg öfughneigð en einlífi.“ Þetta sækir Kiljan í bók eftir Aldous Huxley, Eyeless in Gaza, sem kom út 1936, þar sem segir: „Chastity — the most unnatural of all the sex- ual perversions“ (Skírlífi — afbrigðilegasta öf- ughneigðin í kynlífi). Feimni lögregluþjónninn segir við Uglu: „Til þess talar maður að leyna hugsun sinni.“ Þetta er ættað frá Voltaire, sem segir á einum stað: „Ils ne se servent de la pensée que pour autor- iser leurs injustices, et n’emploient les paroles que pour déguiser leurs pensées“ (Hugsunina hafa þeir til að afsaka illsku sína og málið til að leyna hugsun sinni). Ungi kommúnistinn, unnusti afgreiðslu- stúlkunnar í brauðsölunni, segir við Uglu, að munur sé á Ráðstjórnarríkjunum og Rússlandi, sem hafi verið ríki keisarans, „hið djöfullega fangelsi þjóðanna.“ Þetta sagði Lenín um Rússaveldi, en upphaflega hafði franskur stjórnarerindreki, Adolphe de Custine, valið ríkinu þessi orð. Organistinn minnist á Dobúa á Dobúey, þeg- ar hann færir rök fyrir þeirri kenningu sinni, að siðferði sé afstætt. Kiljan sótti fróðleik um þá í mannfræðirit eftir Ruth Benedict, sem hann las, á meðan hann samdi bókina. Búi Árland segir við Uglu: „Það er sagt mað- ur fyrirgefi þeim sem maður skilur, en ég held þetta sé rángt; að minsta kosti fyrirgefur mað- ur fyrst og fremst þeim sem maður skilur ekki, einsog börnum.“ Hér er vísað til fransks máls- háttar: „Tout comprendre c’est tout pardonn- er“ (Að skilja allt er að afsaka allt), en rithöf- undurinn Madame de Staël sagði líka eitt sinn: „Tout comprendre rend très indulgent“ (Þeir, sem skilja allt, sætta sig við allt). Jón Krabbe í sendiráði Íslands í Kaupmanna- höfn skrifaði til Þýskalands 1936 að Kiljan væri ekki þátttakandi í neinni stjórnmálahreyfingu. Myndin er í eigu Þjóðminjasafnsins Jónas Jónsson frá Hriflu gagnrýndi Sjálfstætt fólk opinberlega. Kiljan notaði drætti frá Jónasi í Pétri þríhrossi í Heimsljósi og Atómstöðinni. Myndin er í eigu Þjóðminjasafnsins Þegar það misritaðist eitt sinn í Þjóðviljanum að þrír af fremstu rithöfundum þjóðarinnar myndu tala á samkomu, þeir Gunnar Benediktsson og Hallór Kiljan Laxness, var Spegillinn ekki í vafa um hvor rithöfundanna skyldi teljast vera tveggja manna maki. Kiljan 1932–1948 – Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson kemur út hjá Bókafélaginu. Bókin er prýdd fjölda mynda og er 615 bls. Höfundur hefur víða leitað fanga og vísast um heimildir til bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.