Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GAM-ANON-SAMTÖKIN eru sjálfbær samtök eiginkvenna, eig- inmanna, ættingja og náinna vina spilafíkla. Gam-Anon-samtökin urðu til í New York árið 1960 þeg- ar fjórar eiginkonur spilafíkla komu sam- an til að ræða sam- eiginlegt vandamál sitt. Fulltrúum frá Al-Anon-samtökunum var boðið á fundinn til að ræða hvernig sá hópur tekur á því að búa með alkóhólista og niðurstaðan varð að sömu meginregl- unum mætti beita við það að búa með spila- fíkli. Árið 1961 voru margir Gam-Anon- hópar stofnaðir í Los Angeles og síðan hafa samtökin vaxið stöðugt um allan heim. Gam-Anon á Íslandi Gam-Anon-samtökin eru lítt þekkt á Íslandi, aðeins hafa verið stofn- aðar tvær deildir. Þegar samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð var Gam-Anon-deild stofn- uð í kjölfarið. Markmið Gam- Anon-stefnunnar er að aðstoða einstaklinga sem tengjast spilafíkli við að finna hjálp með því að breyta eigin lífsháttum. Að búa með virkum spilafíkli eða tengjast honum veldur þjáningum sem eru sér á parti. Fyrir flesta er það skelfileg reynsla: álagið á fjöl- skylduna verður óþolandi og heim- ilislífið er þrungið beiskju, von- brigðum og gremju. Það hafa margir aðstandendur spilafíkla haft samband við okkur hjá Sam- tökum áhugafólks um spilafíkn og lýst þeim hörmungum sem þeir eru að ganga í gegnum. En vanda- málið er að það eru mjög fáir sem þora að mæta á Gam-Anon-fund. Spilafíkn er fjölskyldu-, fé- lagslegur og andlegur sjúkdómur sem fylgir mikil skömm og felu- leikur. „Af hverju þurfum við Gam- Anon?“ Og svarið er: „Fjölskyldur spilafíkla hafa komist að raun um að það er skelfileg reynsla að búa við spilafíkn. Hver og einn okkar hefur átt við sama vanda að etja og þú. Í Gam-Anon læra aðstand- endur spilafíkla að ná tökum á vandamálinu með því að fylgja andlegum meginreglum sem hóp- ur.“ Til að framfylgja markmiðum sínum reyna Gam-Anon- samtökin að finna lausnir á algengustu vandamálum félaga sinna. Margir að- standendur þurfa hjálp við að skilgreina hlutverk sitt sem maki, ættingi eða vin- ur spilafíkils. Margir aðstandendur spila- fíkils velta því fyrir sér hvernig þeir geti sem best hjálpað maka, ættingja eða vini sem er í GA-samtökunum (Gamblers Anonymous) eða ekki. Hér eru 15 ráð fyrir nýliða sem tileinka sér og fara í Gam-Anon- samtökin:  Viðurkenndu þá staðreynd að spilafíkn er sjúkdómur og lærðu að lifa með henni.  Að spyrja eða yfirheyra spila- fíkilinn er ekki til neins. Þú hefur ekkert vald yfir þessum að- stæðum. Ef hann vill leyna ein- hverju er ekki hægt að þvinga fram sannleikann. Því skyldirðu þá reyna?  Að nöldra við maka, ættingja eða vini vegna peninga sem hann hefur tapað eða tala um hvað hefði getað orðið, hefði hann ekki stundað fjárhættuspil, er skaðlegt fyrir bata hans og þinn eigin bata.  Fortíðinni verður ekki breytt og þú færð ekki sálarfrið nema þú sættir þig við hana beiskjulaust.  Spilafíkillinn, ekki maki, ætt- ingi eða vinur hans, á að bera ábyrgð á því að fara til lán- ardrottna og greiða skuldir sínar. Taktu ekki þá ábyrgð frá honum.  Reynslan hefur kennt okkur að það sé ekki heillavænlegt að fá lánað fé eða skrifa upp á skulda- viðurkenningar, hvorki meðan maki stundar fjárhættuspil eða þegar hann gengur í GA-samtökin.  Það er ekki mælt með því að maki spilafíkils fari sérstaklega í vinnu til að greiða spilaskuldir.  Skynsemin segir okkur að spilafíkill sé sjaldnast fær um að sjá um fjármál fjölskyldunnar. Kannski breytist það þegar hon- um miðar áfram á bataveginum.  Ráddu vinum og ættingjum frá því að lána spilafíklinum pen- inga.  GA-samtökin og batastefna þeirra er fyrir spilafíkla. Aðstand- endur ættu ekki að blanda sér í það.  Það kann að vera ráðlegt að hvetja spilafíkilinn til að fara á fyrstu GA-fundina, en eftir það verður hann að ráða gerðum sín- um sjálfur. Að þvinga spilafíkilinn til að sækja fundi er líklegra til að gera illt en gott.  Spilaskuldir hans hlóðust ekki upp á stuttum tíma svo þú skalt ekki láta hugfallast þótt hann þurfi að endurgreiða þær með litlum afborgunum á löngum tíma. Venjuleg fjölskylduútgjöld verða að hafa forgang.  Batinn er hægfara þróunar- ferill fyrir spilafíkilinn. Veittu honum hvatningu.  Gerðu heiðarleg reikningsskil yfir þína eigin skapgerðarbresti og reyndu að lagfæra þá.  Komdu á Gam-Anon-fundi jafnvel þótt maki þinn eða að- standandi haldi áfram að stunda fjárhættuspil. Stuðningshópsvinna með fagaðilum Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja aðstandendur spilafíkla til að kynna sér Gam-Anon-samtökin. SÁS-samtökin eru með vikulega stuðningshópsvinnu með fag- aðilum sem þekkja vel til spila- fíknar. Það er Gam-Anon-fundur á mánudögum í húsnæði SÁS í Skúlatúni 6, 3. h. klukkan 20:00 og stuðningurinn er á fimmtudögum kl. 18:00. Þú getur haft samband við okkur í síma 897-6628 og feng- ið allar upplýsingar um fundi og stuðninginn. Það er einnig hægt að kynna sér þessi mál og hafa samband við okkur í gegnum vef- síðu SÁS sem er www.spilavandi- .is. Sjálfshjálparsamtök fyrir aðstandendur spilafíkla Júlíus Þór Júlíusson fjallar um Gam-Anon-samtökin ’Spilafíkn er fjöl-skyldu-, félagslegur og andlegur sjúkdómur sem fylgir mikil skömm og feluleikur.‘ Júlíus Þór Júlíusson Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. smáauglýsingar mbl.is Úrslitin í ítalska bolt- anum beint í símann þinn Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Sýnum í dag þetta glæsilega einlyfta steinsteypta einbýlishús. Um er að ræða alls 194 fm hús og er bílskúrinn 52 fm, þ.a. frístandandi tvöfaldur með háum hurðum. Húsið skiptist í 4 góð herbergi með parketi. Vandað baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi og baðkar. Eldhús með kirsuberjainnréttingu og góðum borðkrók. Þvottahús með sérhurð og einnig innangengt. Rúmgóðar stofur, þ.e. aðalstofa með arni og borðstofa. Vandað massíft olíuborið eikar- parket á holi og stofum. Úr stofu er gengið út á timburverandir í suður með skjólveggjum og heitum potti með nuddi. Hátt er til lofts í húsinu og er inn- byggð lýsing í hluta lofta. Í enda bílskúrs er ca 20 fm herbergi með góðum glugga og sérinngangi, hentar vel sem unglingaherbergi. Hellulagt bílaplan og aðkoma einnig með hitalögnum undir ásamt útiljósum. Fullbúin og vönduð eign á góðum stað. Tilboð óskast í eignina. Reynir og Kristín taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 VIÐARÁS 20 - EINBÝLISHÚS Bæjarhraun - Hf. Til leigu/sölu Nýkomið sérlega gott ca 800 fm atvinnuhús- næði, sem skiptist í 550 fm lagerpláss með innkeyrsludyrum og ca 250 fm verslun- ar/skrifstofupláss. Afhending um nk. áramót. Frábær staðsetning og gott auglýsingagildi. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Rúmgóð 4ra herb. (125 fm) íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli með út- sýni til sjávar og fjalla. Eignin skiptist í anddyri m/skápum, eldhús m/borðkrók, baðherbergi m/sturtu og tengi fyrir þvottavél, rúmgóða stofu og borðstofau, stórt hjónaherbergi m/svölum í suður og tvö rúmgóð barnaher- bergi. Glæsilegt útsýni til sjávar og fjalla úr stofu og eldhúsi. Á gólfum er gegnheilt parket, flísar og korkur á svefnherbergjum. Stutt í alla þjónustu. Verð 18,7 millj. Hólmgeir tekur á móti gestum frá kl. 15.00-17.00 í dag. VESTURGATA 73 - ÍBÚÐ 102 OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 12. DESEMBER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.