Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heróínfíklar kallast þeirsem ánetjast hinumjög svo ávandabind-andi efni heróíni, –einn úr þeirra hópi er
Freyr Njarðarson, sem nýlega hef-
ur gefið út bók um líf sitt í fjötrum
þessarar fíknar. Bókin Eftirmál er
samstarf Freys og föður hans
Njarðar P. Njarðvík, þetta er önnur
bókin sem þeir feðgar gefa út um
vímuefnanotkun Freys, hin fyrri
kom út fyrir mörgum árum og heitir
Ekkert mál.
Freyr er nú í viðhaldsmeðferð hjá
SÁÁ. Freyr tekur á móti mér á
heimili sínu þar sem við fáum okkur
kaffibolla saman. Samtal okkar
hefst á afar hversdagslegum nótum
– ég spyr Frey hvar og hvenær
hann sé fæddur.
„Í Reykjavík – á Þorláksmessu
1961. Þá bjuggu foreldrar mínir í
Eskihlíðinni.
Ætli fyrsta endurminningin sé
ekki tengd strætisvagnastöð fyrir
utan húsið,“ segir hann.
„Þegar fólkið gekk framhjá komu
skuggar á gluggann, – ég var
hræddur við þá. Var það ekki upp-
haf rebbanna?“ segir hann og snýr
máli sínu að föður sínum, sem situr
álengdar og hlustar á samtalið.
„Á flugvellinum voru vindpokar á
staurum sem sýna vindátt. Þeir voru
rifnir og drulluskítugir, ég kallaði þá
rebba og var hræddur við þá. Sömu-
leiðis var ég mjög hræddur við
borholuskúra sem úr kom mikil gufa
og ég kallaði rebbakofa. Ég sótti í
þetta, vildi láta keyra mig til að sjá
bæði pokana og skúrana.“
Þrátt fyrir þessar fyrstu minning-
ar kveðst Freyr ekki hafa verið
hræðslugjarnari sem barn en al-
mennt gerist.
Hafði aldrei séð blekpenna fyrr
Til Svíþjóðar flutti Freyr með for-
eldrum sínum þegar hann var fimm
ára.
„Ég byrjaði mína skólagöngu þar.
Ég var fluglæs þegar ég kom í skól-
ann og gekk vel í náminu, þurfti lítið
fyrir því að hafa. Níu ára gamall
eignaðist ég tvær systur í einu. Það
voru viðbrigði, en fyrst og fremst
var ég ánægður með þau umskipti.
Öðru máli gegndi með flutninginn til
Íslands ári síðar. Hann var „sjokk“
– eða það finnst mér nú þegar ég
hugsa til baka. Það var eins og að
fara aftur í tímann í tímavél, ég kom
úr mjög nútímalegum sænskum
skóla, þar sem enska var kennd í sjö
ára bekk, í umhverfi þar sem enn
var verið að setja á fólk berkla-
plástra og gefa lýsispillur, – hús-
gögnin voru lítil og óþægileg og við
vorum látin nota blekpenna, – þá
hafði ég ekki séð áður. Mér gekk illa
að skrifa íslenskuna – hvað þá með
blekpenna. Foreldrar mínir voru þó
ekki lengi að kippa íslenskukunnátt-
unni í lag,“ segir hann og brosir til
föður síns.
Ekki kveðst Freyr hafa verið
neitt einmana í Melaskólanum.
„Eftir á að hyggja voru það
kannski mistök að slíta tengsl við þá
krakka sem með mér voru í Mela-
skólanum. Ég fór ekki í Hagaskóla
eins og þau flest, ég fór í Valhúsa-
skóla, sem þá var alveg nýr. Ég var í
fyrsta árgangi sem tók samræmd
próf og gekk vel, þau orð lét minn
gamli skólastjóri í það minnsta falla
þegar ég þurfti seinna að fá próf-
skírteinið mitt hjá honum.“
Tók fyrstu hasspípuna 13 ára
Eftir grunnskólanám tók Freyr
sér stutt hlé frá námi.
„Eftir áramótin fór ég svo í
Menntaskólann við Hamrahlíð en
þar náði ég aldrei fótfestu og datt út
úr námi – enda var þetta vesen allt
byrjað þá.“
Hvenær fórstu að taka vímuefni?
segi ég.
„Elskan mín, ég var þrettán ára.
Fyrir utan Iðnó var mér rétt hass-
pípa og ég tók við. Mér þótti þetta
spennandi, hafði lesið um ótrúlega
reynslu fólks af vímuefnum, –
hvernig það fór upp á þak á húsum
og hélt sig geta flogið, heyrði liti og
sá tónlist og þar fram eftir götunum
– eintóm vitleysa. Þegar ég prófaði
þetta fannst mér þetta ekki neitt
neitt.
Ruglið í þessu var að vilja endi-
lega komast í vímu. Hluti af þessu
var líka að vilja fylgja tískusveiflu.
Alkóhólismi og heróínismi
sami sjúkdómurinn
En ekkert af þessu var þó ástæða
þess að ég ánetjaðist vímuefnum.
Ég er einfaldlega fæddur alkóhól-
isti, þetta er í genunum. Þetta er al-
gengur sjúkdómur sem er andlegur,
félagslegur og líkamlegur og hefur
ekkert með uppeldi eða félagsmótun
að gera. Alkóhólismi og heróínismi
eru einn og sami sjúkdómurinn.
Ég skynjaði ekki vímuefnaneysl-
una sem vandamál fyrr en farið var
að rífa utan af mér afneitunina. Þá
var ég búinn að berjast við þetta
vandamál í fjölmörg ár.
Ég segi ekki að ég hafi verið
hvattur til að drekka áfengi en það
var enginn sem sagði mér að ég
væri alkóhólisti, væri með sjúkdóm
og ég þyrfti að fara á fundi hjá AA-
samtökunum.
Kynni mín af þeim samtökum hóf-
ust hjá SÁÁ árið 1985, þegar ég fór í
mína fyrstu alvöru meðferð, þar var
mér sagt að ég væri með sjúkdóm
og ætti að forðast alla vímugjafa.“
Vel settur á „horni dauðans“
– Í fyrri bókinni kemur fram að
þú varst um tíma í Danmörku, hvað
rak þig þangað?
„Ævintýraþrá. Annars hugsa ég
lítið um fortíðina – lifi fyrir daginn í
dag. Um þetta snýst sú vinna sem
ég er að vinna; ef ég einbeiti mér
ekki hundrað prósent að henni þá
get ég eins tekið næstu vél til Amst-
erdam eða farið út í Fossvogskirkju-
garð og grafið holuna sjálfur.“
– Upplifðir þú mikið niðurlæging-
artímabil í Kaupmannahöfn?
„Nei, mér fannst þetta ekki vera
nein niðurlæging – neysla er bara
neysla.“
– Hvernig fékkstu peninga fyrir
vímuefnum?
„Með því að selja þau öðrum. Ég
hef ekki komið til Kaupmannahafn-
ar síðan 1983 og veit ekki hvernig
landslagið í undirheimunum er nú,
en þegar ég var þar bjó ég á „horni
dauðans“, Dødens hjørne, þar leið
mér eins og Karíusi sem fluttur er
upp í efri tanngarð. Ég gat ekki ver-
ið betur settur til að stunda þessi
viðskipti. Það var ekki fyrr en
nokkrum árum seinna sem ég fann
að þetta var orðið að gargandi
vandamáli.
Ég var fyrst í blandaðri neyslu en
svo þróaðist þetta tiltölulega fljót-
lega út í heróínneyslu. Mér fannst í
raun ekkert varið í nein af þessum
efnum fyrr en ég kynntist heróíni.
Þá varð sjúkdómurinn ánægður – þá
grasseraði hann.“
Barðist við heróínfíknina
dag hvern
– En hvers vegna var þessi þörf
fyrir vímu?
„Ég veit það ekki, ég fékk ekki
slæmt uppeldi eða gekk illa í skóla –
þetta er sjúkdómur og ég var manna
síðastur til að skynja að þetta væri
vandamál. Enn í dag upplifi ég af og
til að þetta sé ekki vandamál – það
er eðli sjúkdómsins, að telja manni
trú um að hann sé ekki til.“
Freyr og stúlka sem hann var
með þá fóru saman frá Kaupmanna-
höfn til Íslands.
„Ég var keyrður beint af flugvell-
inum í afvötnun á deild tíu, þetta var
ekki meðferð í þeim skilningi, ég fór
út eftir tíu daga, það var ekkert að
gerast þarna.
Nokkru eftir þetta fór ég að læra
að vera þjónn á Grillinu á Hótel
Sögu, það var strangur skóli og mik-
ill agi. Ég var við þetta nám í eitt ár
en hætti þá og opnaði nokkru síðar
veitingastað. Ég drakk áfengi en tók
ekki önnur vímuefni – lífið var stöð-
ug barátta við heróínfíknina hvern
dag og það endaði með því að ég fór
til Amsterdam.
Það er ekki fyrr en núna, í þessari
viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ, að ég
upplifi í fyrsta skipti að ég kunni að
eiga afturkvæmt til venjulegs lífs.
Mér hefur ekki tekist að verða
vinnufær fyrr, ýmist vegna neyslu
eða baráttu við fíknina.“
Fíkn og fíkill misnotuð orð
– Hvernig sækir fíknin að fólki?
„Það er eins og ég myndi taka þig
og fleygja þér niður af hundruðustu
hæð og þú ættir að beita vængj-
unum til að stoppa þig í loftinu.
Fíkn og fíkill eru mjög misnotuð
orð. Maður getur beinlínis orðið
Ég var að deyja
Morgunblaðið/Kristinn
Reynsla heróínfíkils er
inntak bókarinnar
Eftirmál eftir feðgana
Frey Njarðarson og
Njörð Njarðvík. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi við
Frey um líf hans og líð-
an. Hann er nú í við-
haldsmeðferð hjá SÁÁ.
’Mér líður ekki þannig að ég sé hólpinn. Mað-ur er svo vanmáttugur gagnvart sjúkdómnum.
Sigurinn er fólginn í baráttunni, ég þarf að
vanda hvert skref og ég er dauðhræddur. Ég
sé fyrir mér fall við næsta horn. Ég reyni bara
að halda þessu í skefjum dag frá degi.‘