Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 49 MINNINGAR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Legsteinar Englasteinar www.englasteinar.is ✝ Borghild KatrineJoensen fæddist á Viðareiði í Færeyj- um 8. ágúst 1919. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 20. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Katrína Soffía Joensen húsmóðir, f. 21. febrúar 1879, d. 1965, og Johannes Joensen bóndi, f. 7. júlí 1882, d. 1962. Þau bjuggu allan sinn búskap á Viðareiði. Systkini Borghild voru Birta, f. 1907, bjó í Færeyjum, lát- in, Henry, f. 1910, bjó í Danmörku, látinn, Jens, f. 1911, bjó á Íslandi, látinn, Aksel, f. 1913, bjó í Dan- mörku, látinn, Sigrid, f. 1915, býr í Danmörku, og Hanna, f. 1923, bjó í Færeyjum og Danmörku, látin. Borghild giftist 13. apríl 1947 Birni Jónssyni skólastjóra frá Stöðvarfirði, f. 15. júní, 1911, d. 9. Rut Einarsdóttur, börn þeirra eru María Nína og Aron Atli, c) Ívar Örn, d) Björn Óli, unnusta Ingi- björg Ösp Sigurjónsdóttir og e) Hildur Inga Rós. 3) Jón, sölustjóri, f. 13. júlí 1955, kvæntur Maureen Björnsson, dóttir þeirra er Ann- ika. 4) Ásgerður Erla, þroska- þjálfi, f. 7. október 1957, gift Kurt Larsen. Börn þeirra eru: a) Daniel, b) Michael og c) Katja. Borghild ólst upp á Viðareiði og gekk í barnaskóla þar. Um tvítugt fór hún í vist til Þórshafnar og var þar í þrjú ár. Þá hóf hún nám við hjúkrunarskólann í Klakksvík og útskrifaðist þaðan árið 1945. Þá lá leið hennar til Íslands. Hún starf- aði á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði þar til hún giftist Birni sem var kennari þar. Þau bjuggu nokkur ár í Baldurshaga á Seyðisfirði en fluttust 1953 til Reykjavíkur og þaðan til Víkur í Mýrdal þar sem þau bjuggu lengst af, hún sem hús- móðir og hann sem skólastjóri. Þegar börnin uxu úr grasi fór Borghild á sumrin til hjúkrunar- starfa á Landspítalanum í Reykja- vík. Einnig vann hún við hjúkrun- arstörf í Danmörku í nokkur ár. Útför Borghild var gerð frá Fossvogskapellu 24. nóvember og fór fram í kyrrþey að ósk hennar. desember 1979. For- eldrar hans voru hjón- in Jónína Þorbjörg Erlendsdóttir hús- móðir, f. 24. júní 1882, d. 1967, og Jón Björnsson hrepp- stjóri, f. 12. janúar 1870, d. 1949. Þau bjuggu á Kirkjubóli í Stöðvarfirði. Borghild og Björn eignuðust fjögur börn en þau eru: 1) Anna, kennari, f. 26. desember 1947, gift Þóri N. Kjartans- syni framkvæmda- stjóra, f. 2. desember 1943. Börn þeirra eru: a) Björn Leifur, unn- usta Hjördís Óladóttir, sonur hennar er Ólafur Hrafn, b) Jónína Sólborg, dóttir hennar er Anna Elísabet og c) Hjördís Ásta. 2) Nína, hjúkrunarfræðingur, f. 4. júní 1949, var gift Guðmundi Gíslasyni bókara. Börn þeirra eru: a) Ingvar Mar, f. og d. 1972, b) Gunnar Freyr, kvæntur Helmu Þá er amma dáin. Eitthvað sem maður veit að á eftir að gerast en lokar svolítið augunum fyrir. Það verður tómlegt um jólin að hafa hana ekki með okkur. En svona er lífið. Við erum bara ánægð með að hún lifði löngu og innihaldsríku lífi. Við erum líka hálfpartinn fegin að hún þurfti ekki að lifa lengi með þessum erfiðu veikindum. Við eigum alltaf minningarnar. T.d. þegar hún var að reyna að kenna okkur færeysku sem gekk ekkert allt of vel þó ekki væri við hana að sakast þar. Það var alveg ótrúlegt að horfa á manneskju sem hafði aldrei lært stakt orð í ensku bara rúlla því upp eins og ekkert væri á efri árum. Hún ákvað einn daginn að það gengi ekki að kunna enga ensku þar sem hún ætti barnabarn í Ástralíu. Svo fór hún að læra af sjálfsdáðum svo að segja hjálparlaust og gat bara bjargað sér mjög vel þegar á þurfti að halda. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og heyra frið- sælt tifið í klukkunni á veggnum í stofunni. Hún sýndi alltaf svo mik- inn áhuga á því sem við vorum að gera. Það var gott að finna hvað hún bar okkar hag fyrir brjósti. Hvatti okkur t.d. áfram í að fara í skóla. Amma vissi nefnilega hvað menntun skiptir miklu máli. Hún var sjálf hjúkrunarkona og vann við það bæði í Danmörku og hér heima. Henni þótti alveg sérlega gaman að ferðast og hikaði ekki við að sitja í flugvél til Ástralíu í eina 30 klukku- tíma og heimsækja pýramída Egyptalands þó hún væri orðin vel við aldur. Hjartað í henni ömmu var svo sannarlega á réttum stað og alltaf var hún boðin og búin að hjálpa okk- ur í hverju sem var í lífsins ólgusjó. Guð veri með þér þangað sem þú ert komin og við hlökkum til að hitta þig aftur þegar okkar tími kemur. Þín barnabörn Björn, Sólborg og Hjördís. Elsku amma mín. Daginn áður en þú veiktist kom ég til þín í heimsókn og þú virtist svo hress, við vorum í miklum umræðum um bækur og fórum yfir gamlar minningar. Ég vona að þér líði samt betur þar sem þú ert núna heldur en síðustu dag- ana í jarðlífinu. Amma mín var yndisleg kona, var alltaf stolt af barnabörnunum sínum og lét það óspart í ljós þegar við komum í heimsókn. Hún kenndi mér margt gott og gilt, t.d. tveggja- mannavist sem maður varð að kunna ef maður vildi spila við hana. Það var gaman að vera í kringum hana þegar ég var barn því hún dansaði, söng og þreyttist aldrei á því að sýna manni glerdúkkurnar eða steinasafnið í gamla hornskápn- um í stofunni. Það var alltaf hlýlegt og heimilislegt í íbúðinni hennar og það var svo róandi að koma til henn- ar og sitja í stofunni að spjalla og hlusta á stóru veggklukkuna tifa. Nú þegar hún er farin á ég margar góðar minningar að hlýja mér við í desembermyrkrinu og jólasnjónum. Megi Guðs englar geyma þig, elsku amma. Þín Hjördís Ásta. Amma mín var mjög dugleg kona og á ég henni margt að þakka. Hún var mjög dugleg að fara í göngu- ferðir. Hún hafði líka unun af að ferðast og gerði sér meðal annars lítið fyrir og fór þrisvar sinnum alla leið til Ástralíu til þess heimsækja son sinn og fjölskyldu hans. Var hún þá 70–80 ára og ferðaðist ein í tvö skipti. Hún fór líka oft til Danmerk- ur til dóttur sinnar og fjölskyldu hennar og fleiri landa. Ég man þegar hún var að passa mig, þá spiluðum við tveggja manna vist og hún vann oftast í nóló, en henni fannst skemmtilegast að spila nóló. Við sungum mikið saman og elskuðum það. Henni fannst mjög gaman að syngja með fjölskyldunni og talaði oft um hvað Jónína langamma hefði sungið vel. Svo var amma í sjálfsnámi í ensku og gekk það ljómandi vel, hún var svo klár hún amma. Svo kenndi hún mér andlitsæfingar, þegar ég var í heim- sókn hjá henni eða hún hjá mér. En nú er amma farin yfir móðuna miklu og líður vel þar. Hennar er sárt saknað, en hún verður í huga okkar allra, sem þótti vænt um hana. Amma var líka mjög trúuð og hafði lesið Biblíuna að minnsta kosti þrisvar sinnum spjaldanna á milli. Amma takk fyrir allar samveru- stundirnar og söngstundirnar sem við áttum saman. Þegar dauðinn sækir að verða margir sorgmæddir. Þegar einhver nákominn deyr fyllist maður sökn- uði, en um leið þakklæti. Þannig er nú lífsins saga. Ívar Örn. BORGHILD KATRINE JOENSEN ✝ Ellen Klausenfæddist á Eski- firði 17. júní 1914. Hún lést 30. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Herdís Jónat- ansdóttir frá Þúfum í Óslandshlíð í Skaga- firði og Ingolf Rögn- vald Klausen, norsk- ur að ætt, sem bjuggu á Eskifirði allan sinn búskap. Þar bjuggu einnig bræður Ing- olfs, Fredrik og Torger. Ellen var elst níu systkina. Hún gekk í barna- skóla frá 10 til 14 ára, og var það allur hennar lærdómur. Hinn 24. ágúst 1938 giftist Ellen Sigurþóri Jónssyni frá Eskifjarð- arseli. Hann var sonur Eiriku Guð- rúnar Þorkelsdóttur og Jóns Kjartanssonar. Ellen og Sigurþór eignuðust soninn Agnar sem er kvæntur Guðnýju Árnadóttur. Árið 1940 fóru hjónin til Vest- mannaeyja, Sigurþór á vertíð, en Ellen sem vinnukona hjá út- gerðarmanninum Hjörleifi Sveinssyni og Þóru konu hans, en þar voru þau skamma stund og sneru aftur til Eski- fjarðar og bjuggu þar æ síðan. Þá tóku þau og ættleiddu Agnesi sem þau gerðu að dóttur sinni. Ellen söng um mörg ár í kirkju- kórnum á Eskifirði og starfaði einnig mikið í Kvenfélaginu Hringnum. Sigurþór lést árið 1998. Þá fluttist Ellen á Hulduhlíð, dval- arheimili aldraðra. Útför Ellenar fór fram frá Eski- fjarðarkirkju 9. október. Ellen, eða Ella Klausen, eins og hún var alltaf nefnd, var ein af ferm- ingarsystkinum mínum sem voru fermd í Eskifjarðarkirkju á hvíta- sunnu 1928. Við vorum alls 13, en nú er ég ein eftir af þessum hópi. Ella átti mörg systkini. Hún átti alltaf heima á Eskifirði og hélt tryggð við fæðingarstað sinn. Ég aftur á móti yfirgaf Eskifjörð 1942 og því urðu ekki samskipti okkar Ellu eftir það mjög náin en þó viss- um við alltaf hvort af öðru og ekki kom ég svo „heim“ að ég hitti hana ekki og þá rifjuðum við upp gömlu dagana og barnaskólaveruna og ferminguna í gömlu kirkjunni okk- ar, minntumst okkar ágætu kenn- ara, Jóns Valdemarssonar og Arn- finns, sem gáfu okkur svo mikið til framtíðarinnar, þessa fjóra vetur sem við nutum leiðbeiningar þeirra. Þeim áttum við svo margt að þakka, því ekki var um aðra skólagöngu að ræða en hjá þeim. Barnastúkunni Bjarkarrós nr. 65 vorum við tengd, enda alltaf gaman og gott að vera í þeim félagsskap undir stjórn Jóns. Hann brýndi fyrir okkur hvernig við gætum öðlast góða framtíð og við mundum svo oft orðtæki hans: Ljótt orðbragð er eins og forarblettur á hvítum silkikjól. Og eins þegar hann benti okkur á hamingjuleiðina. Hún var að varast óhollar nautnir og virða guð og góða siði. Hann sagði líka að við gætum ráðið okkar far- sæld ef við hefðum heiðarleikann og það að það skipti ekki máli hvað aðr- ir gerðu okkur heldur hvað við gerð- um öðrum. Þetta mundum við og rifjuðum upp. Við gerðum ekki miklar kröfur til lífsins og nægju- semi og dugnaður var okkar mesti aðall. Það kom sér vel þegar krepp- an dundi yfir í uppvexti okkar. Þessa er gaman að minnast nú þegar leiðir skiljast í bili. Ella varð hamingjusöm í sínu lífi. Eignaðist góðan lífsförunaut og börn. Ég vil með þessum línum þakka Ellu fyrir vináttu æskuáranna og biðja henni allrar blessunar á fram- tíðarveginum, sem við trúðum að biði okkar. Blessuð sé minning hennar. Árni Helgason, Stykkishólmi. ELLEN KLAUSEN Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.