Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 1
Morgunblaðið/Ómar FORSALA aðgöngumiða á leikritið Híbýli vindanna hefur verið mjög góð, en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 7. janúar nk. Þegar hafa tæplega 4.000 mið- ar selst og er uppselt á frumsýningu en enn er hægt að fá eitthvað af miðum á fyrstu sýningar og forsýningu 6. janúar. „Það gengur mjög vel að selja á þessa sýningu, fólk virðist bíða spennt eftir henni,“ segir Guðrún Stefánsdóttir, miða- sölustjóri í Borgarleikhúsinu. Hún þakkar góða forsölu áhuga fólks á bókum Böðv- ars Guðmundssonar, Híbýlum vindanna og Lífsins tré, en leikritið byggist á bók- unum. Hún segir einvalalið vinna að sýn- ingunni og það spilli eflaust ekki fyrir áhuga fólks á henni. Híbýli vindanna Hafa selt um 4.000 miða í forsölu Tímaritið og Atvinna í dag Í takt við tímann? Því svara hvert með sínum hætti: Stuðmenn STOFNAÐ 1913 339. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ævintýri Jagúars Hello Somebody! Frábrugðin því sem sveitin hefur áður gert | 65 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 PLAYSTATION II leikjatölvur eru upp- seldar á landinu og á umboðsaðili ekki von á að fá fleiri tölvur til landsins fyrir jól. Sumar verslanir hyggjast þó reyna að flytja sjálfar inn eitthvert magn af tölv- unum og bjóða til sölu fyrir jól. Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvu- leikja hjá Skífunni – sem er umboðsaðili Playstation II á Íslandi, segir að síðustu vélarnar á landinu hafi selst í þessari viku, og alls hafi selst um 2.000 tölvur í nóv- ember og desember. Hann segir að sama ástand sé víðast hvar í heiminum, en ný gerð af Playstation II kom á markað í nóv- ember og hefur framleiðandinn ekki við að framleiða tölvurnar, slík sé eftir- spurnin. Að sögn eins af viðmælendum Morgun- blaðsins eru dæmi um að Playstation II tölvur seljist á fjórföldu markaðsverði á uppboðsvefnum Ebay, sem sé lýsandi fyrir áhuga fólks á að kaupa vélarnar. Leikjatölvur uppseldar BERNARD Kerik, fyrrverandi lög- reglustjóri í New York, verður ekki næsti heimavarnaráðherra Banda- ríkjanna eins og tilkynnt hafði verið. Hann hefur ritað George W. Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann greinir frá því að hann hafi komist að raun um við eftirgrennsl- anir sínar að barnfóstra, sem starf- aði um tíma hjá honum, var ólögleg- ur innflytjandi í Bandaríkjunum. Ekki er nema vika liðin síðan Bush tilkynnti um skipan Keriks. Þykir ljóst að erfiðlega hefði gengið fyrir hann að hljóta staðfestingu Banda- ríkjaþings, einkum í ljósi þess að bandaríska innflytjendastofnunin er á forræði heimavarnaráðuneytisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem barnfóstrumál valda nýjum ráð- herraefnum erfiðleikum. Þau urðu einnig Zoe Baird, sem Bill Clinton vildi á sínum tíma skipa dómsmála- ráðherra, að falli og sömuleiðis Lindu Chavez, sem Bush vildi skipa atvinnumálaráðherra 2001. Fóstrumál urðu Kerik að falli Washington. AP. Reuters Bush tilkynnti í síðustu viku að hann hefði tilnefnt Bernard Kerik sem heimavarnaráðherra. EFTIRLITSSTOFNUN Evrópusambandsins á sviði fjarskiptamála hyggst rannsaka verðlagn- ingu farsímafyrirtækja í aðildarríkjum ESB á al- þjóðlegum reikisamningum, þ.e. notkunarsamn- ingum við erlend farsímafyrirtæki sem þá veita aðgang að sínu farsímakerfi. Markmið rannsókn- arinnar er að greina og lækka alþjóðlegt reiki- verð en það þykir afar mismunandi eftir löndum. Fulltrúar European Regulators Group (ERG) greindu frá rannsókninni á föstudag en ERG er samstarfsvettvangur allra fjarskiptaeftirlits- stofnana í Evrópu; einnig landanna fjögurra sem aðild eiga að EFTA, þ.e. Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein. Hefur öllum evrópskum far- símafyrirtækjum nú verið sendur spurningalisti þar sem þau eru innt svara um verðlagningu sína. Lét Viviane Reding, sem hefur með fjarskipta- mál að gera í framkvæmdastjórn ESB, hafa eftir sér á föstudag að hún þekkti það af eigin raun hversu dýrt það getur verið að nota farsímann í útlöndum. „Hvort sem við erum að ferðast í tengslum við viðskipti eða okkur til ánægju þá hafa mörg okkar lent í því að fá óþægilega háan símreikning þegar heim er komið,“ sagði hún. Gert er ráð fyrir því að ERG skili af sér bráða- birgðaniðurstöðum í maí á næsta ári og er ekki talið útilokað að framkvæmdastjórn ESB setji þak á verð reikisímtala í framhaldinu. Gott fyrir íslenska neytendur Tilskipanir ESB á sviði fjarskiptamála gilda á Íslandi og nær rannsókn ERG til Íslands, sem fyrr segir. Fengu fulltrúar Og Vodafone og Sím- ans umræddan spurningalista afhentan á föstu- dag, að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell sagði listann þess eðlis að oft væri farið fram á mjög viðskiptalega viðkvæmar upp- lýsingar. „En ég held að ég sé ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum þegar ég segi að íslensku fjarskiptafyrirtækin tóku þessum lista fagnandi.“ Sagði Hrafnkell að verð vegna reikisamninga væri tiltölulega viðunandi hér á landi en Íslend- ingar sem notuðu síma sína erlendis lentu stund- um illa í því, enda þá um að ræða reikisamninga sem gerðir hefðu verið við farsímafyrirtæki í við- komandi ríki. Sagði hann að íslensku farsímafyr- irtækin teldu sig finna fyrir því að Íslendingar settu hinn mikla kostnað vegna notkunar farsím- ans erlendis oft fyrir sig. Almenn lækkun yrði því ekki bara góð fyrir íslenska neytendur, heldur myndi hún hugsanlega valda aukinni notkun þeirra á farsímanum erlendis sem þýddi aukin viðskipti fyrir íslensku farsímafyrirtækin. Telur notkun farsíma í útlöndum of dýra Evrópusambandið rannsakar alþjóðlega reikisamninga FILIPPSEYSK kona heldur á barni sínu við sjávarsíðuna í þorpinu Real í Quezon-héraði í gær en fellibylur hafði leikið byggð á þessu svæði mjög grátt. Næstum 1.800 manns eru talin hafa farist eða er saknað af völd- um veðurofsa sem gengið hefur yfir Filippseyjar síðustu dagana. Reuters Veður sem engu eirði ♦♦♦ DÓMSTÓLL á Sikiley dæmdi í gær náinn samstarfsmann Silvios Berlu- sconis, forsætisráðherra Ítalíu, til níu ára fangelsisvistar fyrir tengsl hans við ítölsku mafíuna. Dómstóll- inn úrskurðaði einnig að maðurinn, Marcello Dell’Utri, gæti aldrei framar gegnt opinberu starfi. Dell’Utri, sem á sæti í efri deild ítalska þingsins fyrir flokk Berlu- sconis, Forza Italia, hyggst áfrýja dómnum. Dómurinn féll aðeins degi eftir að Berlusconi sjálfur var sýknaður af ákæru um að hafa mútað dómara fyrir 20 árum. Var sök dæmd fyrnd í öðru mútumáli á hendur honum. Dell’Utri var sakaður um að hafa verið „sendiherra“ mafíunnar gagn- vart viðskiptaöflunum í Mílanó frá því á áttunda áratugnum og til 1995. „Dómurinn gegn Marcello Dell’Utri jafngildir siðferðislegri fordæmingu á Silvio Berlusconi,“ sagði Francesco Cossiga, fyrrver- andi forseti Ítalíu. Dæmdur fyrir tengsl við mafíuna Róm. AFP. Ráðgjafi Berlusconis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.