24 stundir - 27.11.2007, Side 1

24 stundir - 27.11.2007, Side 1
24stundirþriðjudagur27. nóvember 2007227. tölublað 3. árgangur Úr kjötborðiKjötfars 421 kr. kílóið Þriðjudagstilboð Opið alla daga frá kl. 10-20 Á Kjalarnesi er líklega æv- intýralegasta jólaverslun landsins. Það er Hjördís Giss- urardóttir sem þar rekur verslun með jólavörur í ægifögru umhverfi. Jól í englaumhverfi JÓLIN»18 Fíkniefnavandinn og glæpaum- hverfi það sem Íslendingar hafa nú kynnst er Þráni Bertelssyni efniviður í nýrri bók, glæpasögunni Englum dauðans, sem mörgum þykir hrottaleg. Hrottalegir glæpir KOLLA»49 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Verð á farsímaþjónustu hérlendis hefur lækkað um 23,5 prósent frá því í nóvember 2003. Á sama tíma hefur verðið lækkað um tæplega 60 prósent að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Mest hefur lækkunin orðið á þessu ári en þar áður hafði verð fyrir farsímaþjónustu á Íslandi lækkað um níu prósent á þriggja ára tímabili. Farsímanotkun dýrust á Íslandi Í nóvember 2003 var farsíma- þjónusta dýrari bæði í Noregi og Svíþjóð en hún var á Íslandi. Í Finnlandi kostaði hún nánast það sama en í Danmörku var hún að- eins ódýrari, samkvæmt útreikn- ingum Teligen, sem er virt alþjóð- legt ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjarskiptaþjónustu. Í dag er farsímaþjónusta um 38 prósentum dýrari á Íslandi en hún er að meðaltali í hinum norrænu ríkjunum. Ef miðað er við Dan- mörku kemur í ljós að farsíma- þjónusta er meira en helmingi dýr- ari hérlendis en í Danmörku. Íslenskir neytendur borga mest „Þessar tölur sýna að íslenskir neytendur borga meira en sam- bærilegir neytendur annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar. Hann segir stofn- unina telja að minni samkeppni ríki á fjarskiptamarkaði vegna þess hversu fá fyrirtæki bjóði upp á slíka þjónustu á Íslandi. Stofnunin hafi þó gripið til ákveðinna aðgerða til að reyna að laga þessar aðstæður. Erlendir keppinautar á leiðinni „Við höfum verið duglegir við að gefa tíðniheimildir fyrir far- símakerfi,“ segir Hrafnkell. Hann bendir á að fljótlega komi Nova inn á markaðinn með þriðju kynslóðar farsímaþjónustu. Tvö erlend fyrir- tæki, Icecell og Omnitel, séu að byggja upp GSM-net þessa dagana og muni væntanlega hefja þjón- ustu. „Þá höfum við birt og fengið staðfestan úrskurð okkar um far- símamarkaðinn sem hefur gert markaðsaðilum kleift að kaupa þjónustu núverandi markaðsaðila í heildsölu og selja hana í smásölu. Það hefur ekki verið flötur á því þar til þessi ákvörðun var tekin og staðfest,“ segir Hrafnkell. Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi  Verð á farsímaþjónustu lækkar mun hægar á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum  Helmingi dýrari en í Danmörku  Fákeppni um að kenna, segir Hrafnkell V. Gíslason ➤ Frá nóvember í fyrra og fram íágúst lækkaði verð hér um 16%. Áður hafði verð lækkað um 9% á þremur árum. ➤ Á sama tíma lækkaði verð um56 prósent annars staðar á Norðurlöndum. VERÐ FARSÍMAÞJÓNUSTU ÁRLEGUR KOSTNAÐUR Í EVRUM FINNLAND NOREGUR DANMÖRK SVÍÞJÓÐ ÍSLAND Nóv. 2003 Nóv. 2004 Nóv. 2005 Nóv. 2006 Nóv. 2007 421,41 423,41 322,84 321,38 299,74 152,95 169,83 246,67 173,64 120,03 Heimild: Teligen * Kaupmáttarleiðréttur útreikningur á hvern viðskiptavin * Ódýrasta meðalnotkun, hvort sem um er að ræða eftirágreiddar áskriftir eða fyrirframgreidd kort. Móðir sem þurfti að bíða í þrjá tíma eftir að sjá barnið sitt í fyrsta sinn á Landspítala segir áfallið mikið. Hún gráti þegar hún hugsi um biðina. Fékk ekki að sjá nýfætt barnið strax »2 Hagkaup skipta ekki við þá sem eru með börn í vinnu, að sögn inn- kaupastjóra. Í fötum Hennes & Mauritz er bómull sem ung börn hafa tínt. Hagkaup með strangt eftirlit »16 Ingrid Marie Rivera, sigurveg- ara Ungfrú Púertó Ríkó- keppninnar, tókst að halda höfði og standa brosandi meðan á keppninni stóð, þrátt fyrir að einhver úðaði pip- arúða á kjólinn hennar og í förðunarvörur hennar. Eftir að hafa komið sér af sviðinu þurfti Rivera að rífa af sér kjólinn og setja íspoka á allan líkamann vegna sviðans. Margir voru andvígir þátttöku Rivera þar sem hún hafði áður sigrað í keppninni Ungfrú Karíbahaf. aí Kjóllinn allur í piparúða 2 3 3 2 1 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 123,50 ÚRVALSVÍSITALA 6.841,55 SALA % USD 63,10 -0,33 GBP 130,45 0,26 DKK 12,57 -0,08 JPY 0,58 -0,73 EUR 93,71 -0,09 -0,12 1,2 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 14 Verulegur munur á Létt og laggott NEYTENDAVAKTIN Eldsneytisverð er í sögulegu há- marki og dísilolía er orðin töluvert dýrari en bensín. Frekari hækkanir eru líklegri en að verð lækki á næstunni. Dísildropinn aldrei dýrari »6 Ekkert eftirlit er með kafbátum við Ísland eftir að bandarískar eftirlits- flugvélar fóru frá Keflavík 2004. Rússneskir kafbátar sjást nú á ný við Noreg. Kafbátar við Ísland án eftirlits »4

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.