24 stundir - 27.11.2007, Síða 2

24 stundir - 27.11.2007, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 8 Ankara 12 Barcelona 17 Berlín 3 Chicago 4 Dublin 11 Frankfurt 2 Glasgow 8 Halifax 12 Hamborg 3 Helsinki 0 Kaupmannahöfn 4 London 9 Madrid 16 Mílanó 14 Montreal 2 München 1 New York 6 Nuuk -5 Orlando 18 Osló 2 Palma 21 París 10 Prag 1 Stokkhólmur 0 Þórshöfn 4 Kólnandi veður á landinu. Dálítil rigning eða slydda og hitinn aðeins 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands í dag, en bjartviðri og vægt frost fyrir norðan og austan. VEÐRIÐ Í DAG 2 3 3 2 1 Kólnandi veður Suðaustan og austan 10-15 m/s, rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 7 stig S- og V- lands. Hægari vindur annars staðar, þurrt að mestu og frost á bilinu 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. VEÐRIÐ Í DAG 3 4 0 2 -2 Rigning og slydda „Femínistar hafa gagnrýnt Silfur Egils frá upphafi fyrir að vera karlaþáttur og í karlastíl,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir femínisti sem hafnaði boði Egils Helgasonar um að taka þátt í umræðum í þætti hans, Silfri Egils, síðast- liðinn sunnudag í mótmælaskyni við stjórn og efnistök þáttarins. Samkvæmt heimildum 24 stunda höfnuðu fjórar aðrar konur boði hans um að koma í þáttinn. „Egill hefur hingað til ekki haft fyrir því að hafa samband við femínista nema þegar um- ræðan snýst um klám og þess háttar málefni en það væri ærin ástæða til að tala um fleiri mál,“ segir Katrín. Ómakleg gagnrýni Egill Helgason segir aðeins þrjár konur bein- línis hafa hafnað því að koma í þáttinn en nokkrar aðrar hafi ekki komist af öðrum ástæð- um. Hann segist hlusta á alla gagnrýni sem hann fær á þáttinn en hann telji gagnrýni femínista ekki réttmæta. „Það var tuttugu mínútna um- ræða um jafnréttismál í þættinum í gær sem fór fram á milli tveggja kvenna á meðan karlarnir sátu hjá og þögðu og kvörtuðu eiginlega yfir því eftir þáttinn að hafa ekki komist að,“ segir Egill og bætir við: „Ég held að það sé enginn þáttur þar sem er talað meira um jafnréttismál.“ Uppfyllir ekki kröfur um gæði Katrín gagnrýnir einnig að umræður í þætt- inum einkennist af upphrópunarstíl. „Þannig fær enginn tíma til þess að útskýra mál sitt,“ segir hún. Katrín segist hafa verið mjög svekkt þegar þátturinn var fluttur yfir á RÚV. „Ég er á þeirri skoðun að RÚV eigi að bjóða upp á vandaða og hlutlausa stjórnmálaumræðu þar sem raddir og málefni beggja kynja fá tíma og pláss en þessi þáttur mun seint uppfylla þær kröfur,“ segir hún. elias@24stundir.is Silfur Egils, umræðuþáttur Egils Helgasonar á RÚV, er umdeildur á meðal femínista Sniðganga Silfrið í mótmælaskyni Katrín Anna Guðmundsdóttir Sniðgengur Silfur Egils. „Við erum að gera þetta vegna þess að erlendir starfsmenn hafa oft orð- ið fyrir ónotalegum viðbrögðum ef þeir kunna lítið eða ekkert í ís- lensku,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ), um barmmerki fyrir starfsfólk verslana sem ætlað er að sporna við for- dómum. Merkin verða kynnt með formlegum hætti í Alþjóðahúsi á miðvikudaginn. Ásamt SVÞ eru það Efling, ASÍ, VR og Alþjóðahús sem standa að verkefninu. „Þetta er tilraun til þess að minna fólk á að sýna umburðarlyndi og bregðast frekar jákvætt við heldur en að vera með hnútukast. Þetta ágæta starfsfólk er auðvitað að gera sitt besta,“ segir Sigurður. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að nokkuð beri á neikvæðu viðmóti sumra Íslendinga í garð starfsfólks af erlendum uppruna í verslunum. Sérstaklega hefur borið á þessu í þeim tilfellum þegar starfsmenn tala litla eða enga íslensku. ejg Hvetja til umburðarlyndis Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir vörslu fíkni- efna sem fundust við leit á hon- um í framhaldi af umferðar- óhappi í Hörgárbyggð fyrir um ári. Fullnusta refsingar frestast og fellur hún niður eftir tvö ár, haldi maðurinn almennt skilorð. aí Dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Lagt hefur verið til á Alþingi að gerð verði úttekt á stöðu og rétt- indum líffæragjafa í því skyni að leitast við að koma til móts við launatap og útgjöld sem þeir verða fyrir við líffæragjöf. Siv Friðleifsdóttir og nokkrir þing- menn Framsóknar og VG flytja málið. Löng bið er eftir líffærum og ár- lega deyja margir á biðlistum. Flutningsmenn segja réttindi ís- lenskra líffæragjafa óljós og brýnt að koma til móts við kostnað og launatap sem þeir bera. Hlutfall nýrnagjafa á Íslandi er með því hæsta sem gerist. beva@24stundir.is Úttekt á réttindum líffæragjafa Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Ég vaknaði úr svæfingu klukkan korter fyrir níu og spurði strax um barnið. Þá var mér sagt að ég mætti ekki sjá það fyrr en klukkan tólf. Fyrst hélt ég bara að þau væru að rugla eitthvað,“ segir kona sem þurfti að bíða í þrjá klukkutíma eftir að sjá barnið sitt í fyrsta skipti en hún hafði verið svæfð og barnið tekið með bráðakeisaraskurði. Ástæðan var stofugangur lækna á vökudeild, en meðan á honum stendur mega foreldrar ekki vera hjá börnunum sínum. „Það versta er að ég var seinna uppi á vökudeild meðan á stofu- gangi stóð,“ segir hún og bætir við að allir sem hún bað um að fá að hitta barnið hafi þá haft sömu sögu að segja. Læknir, ljósmóðir og starfsfólk á sængurkvennadeild sögðu henni að hún yrði að bíða. Konan segir að ekki sé hægt að setja svona strangar reglur þegar konur fæði börn á öllum tímum sólarhringsins. „Það hefur ekki ver- ið kona sem hefur eignast barn sem hefur sett þessa reglu.“ Biðin eftir barninu var henni mjög erfið og hún segir ekki eðli- legt að eignast barn og fá ekki að sjá það. „Mér líður bara eins og ég hafi verið svívirt og þetta sé mér að kenna. Ég get ekki ennþá talað um þetta án þess að fara að gráta, þetta er náttúrlega ekki eðlilegt,“ segir konan. Hún bætir við: „Svo varð auðvitað allt yndislegt þegar ég var búin að fá drenginn.“ Mæður fá að sjá börnin Ragnheiði Sigurðardóttur, deild- arstjóra á vökudeild, kemur þessi saga konunnar mjög á óvart. „Það er ævinlega þannig þegar konur fæða á þessum tíma sem lokað er vegna stofugangs, að þá er bara komið með konurnar í rúmunum hingað á vökudeildina.“ Starfsmaður á sængurkvenna- deild sem 24 stundir höfðu sam- band við sagði sömu sögu. Konum væri yfirleitt fylgt á vökudeild um leið og þær væru tilbúnar til þess. Aðrir viðmælendur blaðsins í heil- brigðiskerfinu sögðust hins vegar kannast við svipuð dæmi. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Hélt fyrst þau væru að rugla  Móðir þurfti að bíða í þrjá tíma eftir að fá að sjá barnið sitt í fyrsta sinn  Deildarstjóri vökudeildar segir það ekki reglu Vökudeild Lokuð á meðan stofugangur er. ➤ Árið 2006 fæddust 4.415börn hér á landi, 2.258 dreng- ir og 2.157 stúlkur. ➤ Árið 2006 mældist frjósemin2,07 börn á ævi hverrar konu. ➤ Í flestum löndum Evrópu erfrjósemin minni. BARNSFÆÐINGAR STUTT ● Áskorun Mannréttinda- skrifstofa Íslands stendur fyrir áskorun til stjórnvalda um að- gerðir gegn mansali. Hægt er að skrifa undir á slóðinni: hum- anrights.is/undirskriftir. ● Nýr formaður Sverrir Björn Björnsson hefur tekið við embætti formanns Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. ● Dómur Hlutafélag sem seldi Grand Rokk var dæmt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til að greiða fasteignasölu rúma milljón í bætur en hlutafélagið hafði samið við fasteignasöluna en seldi svo framhjá henni. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Tekjuskattur lögaðila fyrir ár- ið 2006 var 42,7 milljarðar króna sem er nær fjórðungs- aukning frá síðasta ári þegar hann var 34,7 milljarðar. Þetta kemur fram í Vefriti fjár- málaráðuneytisins. Fjár- málaþjónusta og tengd þjón- usta er sú atvinnugrein sem skilar mestu í ríkissjóð eða 18,2 milljörðum króna. ejg Tekjuskattur árið 2006 42,7 milljarðar hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.