24 stundir


24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 4

24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ „HRYÐJUVERKASTRÍÐIГ HVAÐ ER AÐ GERAST Í ÍRAK OG AFGANISTAN? Munu tilraunir Vesturlanda til uppbyggingar í Afganistan skila árangri og tryggja að landið verði aldrei aftur gróðrarstía alþjóðlegra hryðjuverka? Hafa Bandaríkjamenn gert ægileg mistök með framgöngu sinni í Írak? Hvaða áhrif hefur rekstur fangabúðanna í Guantanamo á orðspor Bandaríkjanna? Hvað verður um þau hundruð      blóðbaðið í heimalandi sínu? SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Ekkert eftirlit er lengur með ferð- um kafbáta við Ísland, eftir að P-3 Orion eftirlitsflugvélar Bandaríkj- anna fóru frá Keflavík í febrúar 2004. Norska blaðið Aftenposten greindi frá því í gær að rússneskir kafbátar hefðu á ný sést við Nor- egsstrendur eftir langt hlé. „Rússar hafa fyrst og fremst ver- ið með sína kafbáta í Norður-Ís- hafinu nálægt sinni heimahöfn og æfingum þar. Nú eru þeir komnir út í Norður-Atlantshafið og það sætir tíðindum,“ segir Þórir Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Aftenposten sagði frá því í gær að við eftirlitsflug norska flughers- ins hefði sést til rússneskra kafbáta innan í norskrar lögsögu í Norður- Atlantshafi. Norska blaðið segir norska herinn eingöngu geta sinnt kafbátaeftirliti úr lofti með P-3 Orion kafbátaleitarvélum sínum. Í smíðum eru nýjar freigátur sem geta sinnt kafbátaeftirliti og verða þær tilbúnar eftir rúm þrjú ár. Íslensk stjórnvöld fylgjast með Þórir segir að íslensk stjórnvöld fylgist vel með málinu þó þau sinni ekki beinu eftirliti. „Bandaríski herinn er auðvitað farinn frá Ís- landi. Við fylgjumst vel með, vinnum með það sem við höfum og erum í góðu sambandi við Norðmenn,“ segir hann og bætir við: „Þeir hafa ekki verið inni í ís- lenskri lögsögu mér vitanlega. Við höfum ekki fengið upplýsingar um það.“ Rætt hefur verið um að P-3 Orion eftirlitsflugvélar Norð- manna taki þátt í eftirlitsflugi við Ísland. Það er ekki komið til fram- kvæmda og mun að líkindum tak- markast við eftirlit með yfirborðs- umferð, samkvæmt upplýsingum 24 stunda. Ekkert eftirlit með kafbátum  Rússneskir kafbátar sýna sig aftur við Noreg  Ekkert kafbáta- eftirlitsflug hefur verið við Ísland síðan í febrúar 2004 ➤ Undir lok kalda stríðsins varhvergi líklegra að rekast á sov- éskan kafbát en við Ísland. ➤ 6-7 P-3 Orion kafbátaeftirlits-vélar voru lengi vel á Keflavík- urflugvelli. Undir lokin voru þær fjórar. ➤ Veru Orion-vélanna hér lauk 5.febrúar 2004. KAFBÁTAEFTIRLIT RÚSSARNIR KOMA Svalbarði Noregur Svíþjóð Finnland Rússland Ísland Grænland N o r ð u r - A t l a n t s h a f N o r ð u r - Í s h a f Andøy Keflavíkurflugvöllur Severomorsk Flugstöð norska flughersins Flotastöð rússneska hersins 2900 konur hafa dvalið í Kvennaathvarfinu frá upphafi en athvarfið fagnar 25 ára afmæli þann 6. desember næstkomandi. Af því tilefni stendur athvarfið fyrir ljósmyndasýningunni Kraftakonur og óskar eftir myndum af konum á öllum aldri. „Sýningin verður til- einkuð þeim 2900 konum sem hafa dvalið í athvarfinu frá upphafi, þeim til heiðurs og til að sýna styrk þeirra og krafti virðingu. Við vilj- um líka benda þeim konum sem enn búa við ofbeldi á að til er leið út úr því,“ segir Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Töluvert hefur safnast af myndum og er öllum konum sem vilja taka þátt bent á að senda mynd af sér á netfangið sigt- hrudur@kvennaathvarf.is eða í pósthólf 1486, 121 Reykjavík. aak Sigþrúður Guðmunds- dóttir Framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið óskar eftir myndum Kraftakonur Kvennaathvarfs Hylki sem sögð eru innihalda rautt kóreskt ginseng og eru merkt Royal Korean Ginseng, Premium Quality innihalda hvítt ginsengduft. Þetta hefur þýsk faggilt rannsóknarstofa staðfest með þremur rann- sóknaraðferðum, að því er greint er frá á vef Neytenda- samtakanna. Þau hafa óskað eftir því við Neytendastofu að dreifingaraðila verði bannað að markaðssetja eða merkja vöruna sem rautt ginseng. Meint vörusvik kærð Hvítt ginseng en ekki rautt Einn þeirra sérfræðinga sem Matís auglýsti eftir í vor undir þeim formerkjum að um sér- fræðistörf til eflingar atvinnu- lífs á Vestfjörðum væri að ræða verður staðsettur í Reykjavík. Í viðtali við bb.is segir sérfræðingurinn, Jón Atli Magnússon, það alltaf hafa verið á hreinu. Starfar fyrir Vestfirðinga Staðsettur í Reykjavík Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Að þessu sinni könnuðu Neytendasamtökin verð á Létt & laggott í 400 g umbúðum. Munur á lægsta og hæsta verði er verulegur og er hæsta verð 54,3% hærra en lægsta verð eða 70 kr. Verulegur verðmunur á Létt & laggott Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Verð á Létt & laggott 400 gr. Verslun Verð Verðmunur Kaskó 129 Nettó 131 1,6% Spar Bæjarlind 175 35,7% Samkaup-Strax 186 44,2% 11-11 189 46,5% Mini Market Drafnarfelli 199 54,3%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.