24 stundir - 27.11.2007, Side 22

24 stundir - 27.11.2007, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Kandís? Mandarínur, rauð jóla- epli, piparkökur eða lestur góðra bóka? Hvað blæs landanum jóla- andanum í brjóst? „Ég fer í jólaskap þegar mamma gefur mér hafragraut með súkku- laðidufti stráðu yfir,“ segir rithöf- undurinn Óttar Martin Norð- fjörð. „Þetta myndi hún gera á aðfangadag um eittleytið. Jólaand- inn kemur yfir mig meðan ég borða hafragrautinn og horfi á fréttasamantektir í sjónvarpinu svolítið illa leikinn eftir gær- kvöldið.“ Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar- prestur í Garðaprestakalli, segir fyrsta sunnudag í aðventu heilaga stund hjá sér og dýrmæta. „Það er svo gaman að sjá andlit barnanna ljóma þegar kveikt er á fyrsta að- ventukertinu í kirkjunni. Þá vita þau að jólin nálgast. Og svo er gott að koma heim og safnast saman með sinni eigin fjöl- skyldu við aðventukransinn. Ekkert er hátíðlegra í mínum huga en þegar jólin eru sungin inn með hátíðartóni séra Bjarna Þor- steinssonar frá Siglufirði á að- fangadegi. Tónið er að vísu samið fyrir hetjutenóra og getur vafist fyrir konu eins og mér með alt- rödd. Ég geri mikið til að æfa mig á aðventunni svo að ég geti sungið á móti kórnum á aðfangadags- kvöld.“ Óskar Árni Óskarsson rithöf- undur segir einfaldleikann marg- slunginn. „Kyrrðin kallar fram jólaandann. Ekki er verra að hafa ábreiðuna, snjóinn yfir öllu. Stormur úti. Kalt úti og hlýtt inni. Bók á borði og í höndum.“ Viðmælendur voru sammála um að annars væri það margt fleira sem blési þeim jólaandanum í brjóst. Þetta höfðu aðrir viðmæl- endur helst að segja: Jólaandinn fundinn: 1. Verslaðu snemma í jólatíð- inni. Ekkert kæfir jólaandann meira en barningur um bílastæði og þolinmæðislistin sú að þröngva sér í gegnum manntorfur í stór- mörkuðum. 2. Óskaðu þeim er þú hittir á förnum vegi gleðilegra jóla. 3. Losaðu þig við klinkið í bauka góðgerðasamtaka. 4. Gerðu eitthvað af stakri góð- mennsku. Passaðu fyrir hárreyttu, útspýttu hundsskinnin, vin- ahjónin þín, sem eiga 4 óþekk börn og komast aldrei út saman. 5. Bjóddu þig fram í sjálfboða- starf. Gefðu sparifötin síðan í fyrra til Hjálpræðishersins. 6. Spilaðu falleg jólalög. 7. Horfðu á uppáhalds- jólamyndina þína með börnunum. 8. Fylltu skál af mandarínum og kveiktu á reykelsi. 9. Ekki eyða um efni fram. 10. Skrifaðu jólakort til allra sem þú þekkir. Hafragrautur móður Óttars Færir honum jólaanda kærleiks og friðar. Mandarínur, skraut eða kandísmolar? Rétti jólaandinn Jólin eiga að vera tími friðar og kærleika. Rétti jólaandinn týnist hins vegar oftar en ekki í öll- um hamaganginum í des- ember og þá má finna ótal skrögga, kaupóða, ölóða og neikvæða Ís- lendinga sem hafa villst frá tilfinningum einlægni og einfaldrar gleði. Hvernig er rétti jólaand- inn fundinn? 24stundir/Sverrir Hátíðartón séra Bjarna Fyllir brjóstið af kærleika og gleði. 24stundir/Einar Falur Jólaandinn er í kyrrðinni Óskar vill taka sér bók í hönd. 24stundir/Sverrir „Fjöldi jólapakka innanlands í fyrra var um 100 þúsund talsins og við búumst við svipaðri tölu í ár,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandspósti. „Fjöldi jólapakka út í heim var um 12 þúsund talsins og voru þeir að meðalþyngd um 3 kg. Um 70% af magninu hefur verið til Norður- landanna og annarra landa innan Evrópu. Á þessum tíma er mikil stemn- ing hjá Póstinum en við bætum um þriðjungi við starfsmanna- fjöldann fyrir jólin. Mjög skemmtilegur annatími fram- undan og uppáhaldstími ársins hjá mörgum starfsmönnum.“ Ágústa segir einnig töluvert af bréfum berast jólasveininum sem sumir trúa að búi hér á landi frekar en á norðurpólnum. „Bréf sem koma alls staðar úr heiminum og eru stíluð á jólasveininn eru áfram- send norður í Dimmuborgir í Mý- vatnssveit þar sem jólasveinninn situr við skriftir og svarar öllum bréfum og sendir til baka.“ Síðustu öruggu skiladagarnir 4. des. Jólapakkar til landa utan Evrópu 7. des. Jólakort til landa utan Evrópu 12. des. Jólapakkar til Evrópu 14. des. Jólakort til Evrópu 18. des. TNT til landa utan Evr- ópu 19. des. TNT til Evrópu 19. des. jólapakkar innanlands 20. des. jólakort innanlands Jólasveinninn svarar bréfum í Dimmuborgum 100.000 pakkar í póstinum Íslenskt handverk Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum eymundsson.is Allskonar jólagjafi r Útvarpsönd Gerir baðferðina skemmtilegri. Töskur Gerðar til að ferðast. Margar stærðir og gerðir. Pennar Vandaðir og glæsilegir. Yndisleg saga um sannan anda jólanna Júlíus Júlíusson (www.julli.is) eftir Júlíus Júlíusson

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.