24 stundir - 27.11.2007, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Börnum ber aðstoð okkar fyrst og
fremst,“ segir Lydía.
„Við vinnum að því að frelsa
vinnuþrælkuð börn úr skulda-
ánauð á Indlandi, útvegum mun-
aðarlausum börnum í Úganda
öruggt húsaskjól með aðgangi að
hreinu vatni, húsbúnað, húsdýr
eins og geitur og hænur fyrir fjöl-
skylduna, moskítónet og skóladót.
Þetta geta Íslendingar nú keypt fyrir
börn fyrir lítinn pening hjá Hjálp-
arstarfi kirkjunnar. Og gjafirnar
hafa afgerandi áhrif á líf þessara
barna,“ leggur Lydía áherslu á.
Lydía segir Hjálparstarfi kirkj-
unnar hafa ákveðið að skipta gjöf-
unum í nokkra flokka; börn, ung-
menni, húsdýr og jarðrækt og vatn
og heilsa. Aðspurð segir Lydía
vissulega að ef keypt sé geit þá fái
einhver geit. „Þó leyfum við okkur
stundum að skipta út gjöfum innan
hvers flokks ef mikið er keypt af
einu en ekkert af öðru en annars er
það meginreglan að gefir þú geit þá
skilar hún sér og gleður gjöfin fjöl-
skyldur ákaflega. Geitin er lang-
vinsælasta gjöfin. Að eignast geit
felur í sér ákveðna framtíð fyrir fá-
tæka fjölskyldu.
Geitur, kýr og hænur gefa mjólk,
kjöt, skinn eða egg – og svo af-
kvæmi. Það gerir afkomuna trygg-
ari en með uppskerunni einni sam-
an.“
Athygli vekur að meðal gjafanna
leynist ein sem kostar 5000 krónur
og ber heitið: Að frelsa barn úr
skuldaánauð.
„Þessar 5000 krónur sem það
kostar að frelsa barn úr skulda-
ánauð eru táknræn upphæð,“ segir
Lydía og útskýrir nánar:
„Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
vinnum með samtökum er kallast
Social Action Movement. Samtökin
hafa uppi á börnum sem vinna í
verksmiðjum í þrælkunarvinnu
upp í skuld sem foreldrar barnanna
hafa unnið til hjá verksmiðju-
eigendum sem sjá sér hag í að veita
okurlán með háum vöxtum.
Foreldrar barnanna hafa þá tekið
lán, sem hefur farið í læknisaðstoð
eða mat og vextirnir af þessum lán-
um eru svo háir að þeir megna ekki
að borga af þeim. Verksmiðju-
eigendurnir taka þá vinnu
barnanna upp í lánið. Börnin eiga
að vinna af þessa skuld. Þau eru
sumsé í skuldaánauð. Yfirleitt er
skuldin í kringum 2000 íslenskar
krónur.
Málið er hins vegar ekki einfalt
og auðleyst því það tekur um ár að
frelsa hvert barn,“ nefnir Lydía.
„Ekki er nóg að greiða skuldina
upp því það þarf að tryggja að
barnið lendi ekki aftur í skulda-
ánauð eða þrælkun. Markmiðið er
að endurhæfa barnið til náms. Því
er eftirfylgnin mikil í þessu verk-
efni. Þó er raunkostnaður við að
frelsa eitt barn aðeins 5000 íslensk-
ar krónur.“
Jólagjafirnar í ár eru til þeirra sem þurfa
Saumavélar, skóladót
og moskítónet
➤ Geit kostar 2.500 krónur. Geiter bústólpi og tryggir betur
fæðuöryggi og fjölbreytni í
mataræði.
➤ Saumavél kostar 8.000 krón-ur. Stoppað og stagað og
peningarnir rúlla inn. Sauma-
vél er atvinnutæki ungrar fá-
tækrar stúlku.
➤ Brunnur kostar 150.000 krón-ur. Brunnur er sannkallaður
heilsubrunnur og dugar í ára-
tugi.
GJÖF SEM GEFURHænur, brunnur,
moskítónet, saumavél
eða heilt hús fyrir mun-
aðarlaus börn. Þetta eru
jólagjafirnar í ár og þær
geta allir keypt fyrir lítinn
pening, segir Lydía Geirs-
dóttir hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar.
Atvinnutækifæri fá-
tækrar stúlku
Saumavél kostar
8.000 krónur.
Á jólunum er alveg nauðsynlegt
að hafa eitthvað sætt til að gæða
sér á við bókalestur. Hér eru þrjár
gómsætar uppskriftir.
Karamellutoppar
1 dl ljóst síróp
1 dl sykur
1 dl rjómi
4 dl kornflögur
1 dl kókosmjöl
Síróp, sykur og rjómi eru sett í
pott og allt soðið saman við vægan
hita í 10 til 15 mínútur. Hærið
stöðugt svo blandan verði eins og
sósa. Kókosmjöli og kornflögum er
svo blandað saman við. Búið til
toppa með skeið og setjið á smjör-
pappír eða á vel smurða plötu.
Kókoskúlur
100 g smjör
1 dl sykur
3 dl haframjöl
2 msk. kakó
½ tsk. vanilludropar
2 msk. kalt kaffi
Setjið allt saman í skál, blandið
saman og rúllið í litlar kúlur. Veltið
síðan kúlunum upp úr perlusykri
eða kókos. Setjið kúlurnar í ísskáp í
stutta stund.
Hnetusmjörssmákökur
1 1/3 bolli hveiti
1 tsk. natron
½ tsk. salt
½ bolli púðursykur
½ bolli smjörlíki
½ bolli hnetusmjör
1 egg
2 msk. mjólk
1 tsk. vanilludropar
Hrærið saman öllu sem á að fara
í deigið. Búið til kúlur úr því og
veltið þeim upp úr sykri. Bakið
kökurnar í 10 til 12 mínútur við
200°C. Um leið og þið takið kök-
urnar úr ofninum stingið þá hálf-
um súkkulaðibitum í þær.
Dísætar jólauppskriftir
Gott í gogginn á jólunum
Plast- og trémódel
í miklu úrvali
??
jólagjafir
HLÝJAR
Fyrsta flokks gæði
og frábær verð
Dúnsængur
og koddar
í miklu úrvali
Bellora since 1883 Milano
Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004
LA TRAVIATA
GIUSEPPE VERDI
Frumsýning 8. febrúar 2008
GJAFAKORT
á eina ástsælustu óperu allra tíma
www.opera.is – Miðasala 511 4200
Jólagjöf sem jafn gaman er
að gefa og þiggja: