24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 29

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 29 KYNNING Verslunin Spilavinir er stór- skemmtileg verslun sem var opnuð í október á Langholtsvegi. Spilavinir er sérverslun með spil, þrautir og púsluspil. Að sögn Svanhildar Evu Stefánsdóttur verslunarstjóra hafa viðtökurnar verið mjög góðar og margir við- skiptavinir litið inn. „Fólk er mjög ánægt með að það sé kom- in sérverslun með spil sem legg- ur líka mikla áherslu á fjöl- skylduspil, fyrir börn og fullorðna. Fólk kemur því og þakkar okkur sérstaklega fyrir að opna búðina. Við erum með spil frá fyrsta spilaaldri og upp úr, spil sem eingöngu eru fyrir full- orðna og spil sem passa mjög vel fyrir börn. Eins erum við með spil sem börn hafa gaman af að spila við hvort annað og spil sem fullorðnir hafa gaman af að spila við börnin. Auk þess erum við með mikið úrval af púslu- spilum og þrautum,“ segir Svan- hildur sem býður upp á mjög góða þjónustu. „Ég kann flest spilin og kenni því fólki að spila á spilið sem það fjárfestir í. Oft tekur langan tíma að lesa sig í gegnum leiðbeiningar og þá get- ur verið gott að einhver kenni manni helstu atriðin og maður fái tilfinningu fyrir spilinu á 5- 10 mínútum og þá er auðveldara að lesa sig í gegnum leiðbeining- arnar. Það er einmitt það sem krakkar gera dálítið af, koma hingað eftir skólann og prufa ný spil. Þannig kynnast börnin líka nýjum spilum en auk þess hef ég líka verið að kenna fullorðnum á stór borðspil og spilastokkaspil, á borð við rommý og veiði- mann.“ Spilavinir er ný sérverslun með spil og púsluspil Kennir fólki að spila Spilavinir „Fólk er mjög ánægt með að það sé komin sérverslun með spil sem leggur líka mikla áherslu á fjölskylduspil, fyrir börn og fullorðna.“ Það er alltaf gaman að hafa fal- legt í kringum sig og framundan er sá mánuður sem heimili eru sérstaklega mikið skreytt. Það tíðkast líka að hafa fallega skreyt- ingu á jólaborðinu og jafnvel á hverjum einasta diski. Hér má sjá einstaklega skemmtilega hug- mynd þar sem lítið jólatré er sett á hvern einasta disk. Jólatréð er mjög einfalt að gerð og það eina sem þarf í raun er að verða sér úti um efniviðinn. Til að byrja með þarf nokkra góða viðarbúta, sem eru hvorki of þykkir né of þunnir. Svo má verða sér úti um greni í flestum blómabúðum og skera það niður. Þá er borað lítið gat í viðinn og grenigrein sett þar ofan í. Vitanlega má ekki gleyma stjörnunni fallegu svo jólatréð sé fullkomnað. Þetta jólatré má líka nota til að geyma sætaskipan og setja lítinn miða með nafni fyrir framan hvert tré. Auðveld borð- skreyting Þótt margir Íslendingar virðist kvarta yfir því að verslanir skreyti of snemma fyrir jól virðist það vera sífellt algengara að þeir geri það sama sjálfir. Á þessu ári mátti til að mynda sjá skreytingar við heimili í byrjun nóvember. Þótt sumum finnist það fásinna þá er það staðreynd að ljós þessi létta skapið í skammdeginu og kæta hjartað. Það á ekki síst við um börnin sem bíða eftir jólunum allt árið um kring, þótt biðin virðist heldur lengjast en hitt þeg- ar nær dregur jólum. Jólaskreyt- ingar snúast nefnilega ekki bara um að telja niður dagana fram að jólum heldur líka um að létta bið- ina, gera umhverfi okkar fallegt og gleðjast hvert með öðru. Þar sem fyrsti í aðventu nálgast er ekki langt í að skreytingar verði komnar við hvert einasta hús og í hvern einasta glugga og þá er ekki langt að bíða jólanna. Skreytt of snemma? LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.