24 stundir - 27.11.2007, Síða 30

24 stundir - 27.11.2007, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Hildi Hermóðsdóttur, fram- kvæmdastjóra bókaútgáfunnar Sölku, finnst ómissandi að skera laufabrauð fyrir jólin enda ólst hún upp við það. „Reyndar svindla ég aðeins og kaupi kök- urnar tilbúnar enda hef ég hrein- lega ekki tíma til að baka þótt ég hafi gert það áður fyrr. Satt að segja finn ég engan mun á keypt- um laufabrauðum og heimabök- uðum, sérstaklega ekki ef þær eru keyptar frá góðu bakarí,“ segir Hildur sem er þegar búin að skera út laufabrauðin í ár. „Þetta er alveg ómissandi hefð. Ég reyni alltaf að gera þetta frek- ar snemma og til dæmis skárum við út laufabrauðin fyrir tæplega tveimur vikum. Það kemur tölu- verð fitubræla þegar laufabrauðið er steikt en það er ágætt að vera laus við hana snemma því maður vill þrífa vel fyrir jólin og losna við steikingarfýluna.“ Það er ekki bara Hildur sem sker út laufabrauðin heldur hitt- ist öll fjölskyldan og gerir það saman. „Það vanda allir sig heil- mikið og leggja töluvert í það. Það er verið að búa til jólastjörn- ur, rendur, jólatré og þessi hefð- bundnu laufabrauðsmynstur. Við skerum reyndar allt út með hníf og notum ekki járn eins og sum- ir gera en það tekur lengri tíma að skera með hníf. Auk þess þarf maður að passa upp á að laufin séu hæfilega breið og hæfilega mikið á ská svo það sé auðvelt að bretta upp á. Við búum alltaf til mikið laufabrauð og núna skár- um við 150 kökur sem skiptust á þrjá staði. Þetta er mjög hátíðleg stemning, við erum huggulega klædd, kveikjum á kertum og hlustum á jólatónlist. Skurðurinn byrjar um hádegið og við erum búin að öllu vel fyrir kvöldmat og þá er alltaf hangikjöt og laufa- brauð í boði, svona smá forskot á jólasæluna.“ Aðspurð segir Hildur að henni finnist laufabrauðið mjög bragð- gott. „Svo hef ég og mín fjöl- skylda þann einkennilega sið að setja síróp á laufabrauðið,“ segir Hildur og hlær þegar blaðamað- ur hváir. „Það eru margir sem hafa aldrei heyrt um þetta en það er mjög gott. Ég borða reyndar ekki síróp með laufa- brauði þegar ég borða hangikjöt- ið. Ég tek alltaf laufabrauðið fram á jólunum og læt það standa á borðstofuborðinu með sírópskrúsinni. Þá er voða gott gott að fá sér bita af laufabrauði með sírópi, bara svona eins og snakk.“ Hildur Hermóðsdóttir sker alltaf út laufabrauð fyrir jólin Laufabrauðið best með sírópi ➤ Laufabrauð var upphaflegabúið til svo allir fengju að smakka brauð á jólunum. ➤ Til að brauðið væri sem hátíð-legast var skorið í það fallegt mynstur. ➤ Víðast hvar á landinu varhætt að búa til laufabrauð á 19. öld en eftir miðja 20. öld komst það aftur í tísku. LAUFABRAUÐHildur Hermóðsdóttir er afkastamikil þegar kemur að því að skera út laufa- brauð en hún skar út 150 kökur í ár ásamt fjöl- skyldu sinni. Laufa- brauðið borðar hún eins og snakk en þó með skvettu af sírópi. Hildur Hermóðsdóttir: „Þetta er mjög hátíðleg stemning, við erum huggulega klædd, kveikjum á kert- um og hlustum á jólatónlist.“ 24stundir/Frikki Jólahátíðin er svo miklu meira en bara þessir þrír helstu hátíðis- dagar því undirbúningur fyrir jólin er ekki síður skemmtilegur. Það er svo notalegt að setjast niður í skammdeginu með fjöl- skylduna sér við hlið, heitt kakó í bolla og nostra við alls kyns föndur og skemmtilegheit. Föndrið er þá í raun ekki aðalskemmtunin heldur samveran sjálf. Það er ýmislegt sem má föndra í sameiningu og það þarf ekki að vera flókið en er mjög skemmtilegt. Einfalt föndur Útsölustaðir: Lyfja, Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Heilsuhornið Akureyri Blómaval, Árbæjarapótek, Laugarnesapótek, Rimaapótek, Lyfjaval, Maður lifandi, Hraunbæjarapótek, Fífa og Sólarsport Ólafsvík. Cítrushúðolían og sturtugelið hefur frískandi áhrif á líkama og sál Verð frá: kr 2260 Hafþyrnishúðmjólkin og sturtusápan jafna rakastig húðarinnar ávaxtailmur sem kætir Verð frá kr. 2115 Í fullkomnu jafnvægi með bað og húðvörum frá Weleda Gjöf sem gleður Verð frá kr. 1330 NOTALEGAR VÖRUR FRÁBÆRAR JÓLAGJAFIR GLÆSIBÆ S: 553 7060 MJÓDDINNI S: 557 1291 www.xena.is Stærðir yfir kálfa: S-M-L-XL-XXL F rá b æ rt ú rv a l a f s k ó m & t ö s k u m Mjóddinni & Glæsibæ Sérverslun með S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! Verð kr. 53.974 Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.