24 stundir - 27.11.2007, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Ég hef verið í þessum bransa í
mörg ár og á undanförnum áratug
hafa átt sér stað verulegar breyt-
ingar á íslenskri barnalöggjöf,“
segir Dögg og nefnir sem dæmi að
við skilnað eða sambúðarslit sé
sameiginleg forsjá meginreglan.
„Hins vegar eru miklar brotalamir
í kerfinu og barnanna og allra
vegna þarf að jafna hlut foreldra og
koma á raunverulegu foreldrajafn-
rétti.“
Auðvelt að tálma umgengni
„Samkvæmt lögunum nú getur
barn eingöngu haft eitt lögheimili
og það foreldri sem hefur barn
skráð hjá sér hefur sterkari stöðu
en hitt. Það foreldri getur auðveld-
lega torveldað umgengni hins for-
eldrisins við barnið. Þá er mik-
ilvægt að bæta úr því að í dag er
ekki heimild fyrir dómara til að
dæma sameiginlega forsjá en slíka
heimild er að finna í löggjöf allra
nágrannaríkja okkar. Með þessari
breytingu, sem ég tel gríðarmik-
ilvæga, er strax hægt að skapa já-
kvæðari aðstæður fyrir barnið sem
deilt er um, að því gefnu að báðir
foreldrar séu hæfir.“
Harðar refsingar í Frakklandi
„Þá er mikilvægt að breyta gam-
aldags viðhorfum er ríkja um börn
og uppeldi í samfélaginu. Traust
tengsl við báða foreldra eru mik-
ilvæg og það sterka mæðraveldi
sem ríkir á Íslandi er ekki endilega
börnunum fyrir bestu. Feður sem
vilja og geta tekið þátt í uppeldi
barna sinna eiga að fá að gera það
án þess að vera hindraðir af mæðr-
um barna sem leggja eign sína á
þau.
Í Frakklandi liggur hörð refsing
við því að tálma umgengni við
barn að ástæðulausu. Foreldri með
forræði, sem hindrar eðlileg tengsl
milli barns síns og hins foreldr-
isins, er hreinlega stungið í fangelsi
brjóti það umgengnisúrskurði.
Stundum held ég að það þurfi
hörð viðurlög, eins og þessi í
Frakklandi, til að sporna við brot-
um sem þessum.“
Álag á sifjadeild um hátíðir
Eyrún Magnúsdóttir, deild-
arstjóri í sifjadeild hjá Sýslumann-
inum í Reykjavík, segir vinnuálag á
deildinni aukast mikið í desember.
„Foreldrar sem fá ekki samvistir
við barn sitt yfir jólin geta leitað til
okkar og fengið úrskurð sem hitt
foreldrið skal hlíta.“
Aðspurð segir Eyrún starfið
vissulega erfitt. „Annars væri ekki
jafnmikils virði að sinna því,“ bæt-
ir hún við. „Gífurlega margir for-
eldrar deila um börn sín og þau
finna fyrir því. Sættir eru mik-
ilvægar til að báðir foreldrar nái
sem fyrst áttum eftir skilnað. Það
er börnunum fyrir bestu að báðir
foreldrar séu í góðu jafnvægi. Vel
heppnuð sáttagjörð er því mik-
ilvæg börnunum.“
Dagsektir og innsetning
„Þegar öll sund eru lokuð leita
foreldrar til okkar um úrræði,“
segir Eyrún. Fyrst er hægt að leggja
fram beiðni um að úrskurðað verði
um umgengni og dæmi eru um að
fólk leggi fram slíkar beiðnir ein-
göngu vegna hátíðanna. Ef úr-
skurðinum er ekki hlítt er fyrsta
úrræði að biðja um að dagsektum
sé beitt. Ef það úrræði dugar ekki
og jafnvel er búið að gera fjárnám
vegna dagsektanna má biðja dóm-
ara um að beita innsetningu. Það
er bein aðfarargerð. Sýslumaður
afhendir barnið með beinni aðfar-
argerð því foreldri sem á að fá um-
gengni við það.“
Verðum að jafna hlut foreldra í uppeldi barna sinna
Illdeilur yfir hátíðarnar
Jól og hátíðir eru sá tími
þegar foreldrar deila
hvað mest um samveru
með börnum sínum.
„Við þurfum að jafna hlut
foreldra,“ segir Dögg
Pálsdóttir lögmaður, sem
nýlega lagði til breyt-
ingar á barnalögum sem
eru í takt við þróun á
Norðurlöndum.
Börnin eiga að fá frið Til að
njóta jólanna með báðum
foreldrum í ró og sátt.
Um hátíðarnar upphefjast oft
mikil og hörð átök milli skilinna
foreldra um hvar barnið skuli vera
um hátíðarnar og gleymast oft
hagsmunir barnsins í barningnum.
Dr. Urður Njarðvík hjá Barna-
sálfræðistofunni leggur áherslu á
að foreldrar leggi til hliðar deilur
og ágreining um jólin og einbeiti
sér að því að skapa barninu tæki-
færi til að njóta hátíðanna í friði og
ró.
Óvissa veldur kvíða
Það er ákaflega mikilvægt að
skipuleggja jólahaldið og um-
gengni foreldra með góðum fyr-
irvara svo barnið upplifi ekki
óvissu um hvar það eigi að vera
hverju sinni. Mörg börn sýna al-
varleg kvíðaeinkenni vegna deilna
foreldranna um uppeldi þeirra og
búsetu. Börn hafa þörf fyrir stöð-
ugleika. Þetta má koma í veg fyrir
með því að skipuleggja umgengni
foreldranna vel og tímanlega og
virða þann sjálfsagða rétt barnsins
að standa fyrir utan deilur foreldra
sinna.
Foreldrar eru fjölskylda
Samtöl foreldra um þessi mál
ættu ekki að fara fram í viðurvist
barnsins og barnið á ekki að þurfa
að bera skilaboð milli foreldra eða
finna sig knúið til að standa með
öðru foreldrinu í deilum. Þótt for-
eldrar ákveði að skilja halda þeir
áfram að vera fjölskylda barnsins
og barnið á rétt á að elska báða
foreldra sína eins og áður.
Barn á rétt á því að elska báða foreldra sína
Leggið ágreininginn til hliðar!
kryddið. Rúllan er hituð í ofni við
180-200°C þangað til osturinn er
bráðinn. Passið að setja álpappír
undir rúlluna áður en hún fer í
ofninn.
Camembert-réttur
½ matarbrauð
1 stk camembertostur
¼ rjómi
1-2 paprikur, t.d. græn og gul
1 skinkubréf
Takið skorpuna af brauðinu, ríf-
ið það niður og raðið í eldfast mót.
Bræðið ostinn og rjómann saman
og hellið yfir brauðið. Saxið skinku
og papriku niður og látið ofan á.
Bakið réttinn við 200°C í um það
bil 30 mínútur. Gott er að bjóða
upp á rifsberjahlaup með.
Á jólunum þegar allt flæðir í
sykri getur verið gott að fá sér eitt-
hvað ósætt.
Heitt rúllubrauð
1 rúllutertubrauð (fæst frosið)
1 skinkubréf
1 dós grænn aspas (geymið
vökvann)
1 box sveppasmurostur
2-3 msk. súrmjólk
2 msk. majónes
paprikuduft
rifinn ostur
Hitið smurostinn og u.þ.b. 1 dl
af aspassoði saman í potti. Skerið
aspasinn og skinkuna í bita og setj-
ið út í. Smyrjið á brauðið og rúllið
því upp. Hrærið súrmjólkinni og
majónesinu saman og smyrjið á
rúlluna. Setjið rifinn ost yfir og
Fyrir þá sem vilja hvíla sig á sykrinum
Brauðréttir,
alltaf klassískir
Brauðréttir Gott er að brjóta
upp kökuátið um jólin með ljúf-
fengum brauðréttum.