24 stundir


24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 37

24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 37
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 37 Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Við finnum fyrir mikilli aðsókn þegar nær dregur jólum og okk- ur finnst nú þegar vera aukning frá því sem var í fyrra,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. „Okkur finnst komum öryrkja hafa fjölgað en eins koma að- allega til okkar einstæðir for- eldrar, eldri borgarar og ein- stæðir karlmenn. Þetta er þverskurðurinn af þjóðinni má segja. Hingað kemur fólk einna helst til þess að fá mataraðstoð en svo er einnig heilmikið af föt- um hérna sem fólk hefur tæki- færi til að máta og fá án endur- gjalds þannig að það er ýmislegt að gerast.“ Þarf meira af vörum „Undirbúningurinn byrjar hjá okkur í september. Það þarf að huga að svo mörgu þegar svona stóru verkefni er sinnt, þannig að við byrjum snemma. Það þarf meira af vörum og meiri mat en venjulega og því þarf að horfa til fleiri aðila eftir styrkjum.“ Að sögn Ragnhildar eru marg- ir tilbúnir að rétta hjálparhönd um jólin. „Margt fólk sýnir vel- vild og er gjöfult fyrir jól. Fólk er greinilega að hugsa um að láta gott af sér leiða á þessum tíma.“ Aðstæður margra bágar „Það þarf að benda stjórn- völdum á að standa við stóru orðin, það er full þörf á því að skoða aðstæður þessa fólks sem hingað kemur. Þær eru sums staðar mjög bágar og oft er erfitt að horfa upp á þetta.“ Hjá Mæðrastyrksnefnd er opið alla miðvikudaga og er matur af- greiddur frá 14 til 17. „Hér eru líka ýmsar smávörur sem fólk og fyrirtæki hafa sent til okkar. Hin eiginlega jólaúthlutun hefst svo þann 18. desember og stendur til 20. desember, en út- hlutunin fer fram í Sætúni 8. Þar verðum við með úthlutun á matvælum fyrir jólin ásamt Hjálparstarfi kirkjunnar en ann- ars erum við venjulega með út- hlutun á miðvikudögum.“ Úthlutun matvæla Fjöldi leitar til Mæðrastyrks- nefndar fyrir hver jól. Stjórnvöld þurfa að standa við stóru orðin Aukin aðsókn um jólin Það eru margir sem eiga um sárt að binda um jólin og ekki geta allir gert vel við sig í mat og drykk. Mæðrastyrksnefnd reynir að aðstoða þá sem helst þurfa á hjálp að halda. ➤ Úthlutun Mæðrastyrks-nefndar á mat, fatnaði og öðrum vörum fer fram á mið- vikudögum í Hátúni 12 á milli 14 og 17. ➤ Jólaúthlutun hefst þann 18.desember og stendur til 20. desember í Sætúni 8. MÆÐRASTYRKSNEFND 24stundir/Eyþór Íslendingar halda fast í jólahefð- irnar. Á sumum heimilum getur komið upp ákveðin togstreita þeg- ar jólin eru haldin saman í fyrsta skiptið. Fólk sem hefur sambúð hefur jafnvel alist upp við ólíkar hefðir og hvorugur vill undan láta. Gefið eftir Til þess að jólahátíðin leysist ekki upp í leiðindi vegna þess að fólk getur ekki komið sér saman um hvaða hefðir skulu hafðar í hávegum er langbesta ráðið að skapa sér sínar eigin. Borðið eitt- hvað á aðfangadag sem hvorugur er vanur að snæða eða þá að ann- ar gefi eftir og fái að ráða forrétti og eftirrétti. Sumir hafa vanist því að skreyta tréð á Þorláksmessu á meðan aðrir vilja vera tímanlega og gera það fyrr í desember. Þá er um að gera að fara milliveginn og komast að samkomulagi um ann- an dag. Með tímanum skapast nýjar jólahefðir sem báðir aðilar koma til með að móta. Eins má taka upp þær hefðir sem eru báð- um sérstaklega kærar og er um að gera að gefa eftir og kynnast sið- um og venjum annarra. Togstreita í jólaundirbúningnum Að halda of fast í hefðir  KRINGLUNNI 8-12, 103 REYKJAVÍK - SÍMI 553 2002 LAUGAVEGI 4, 101 REYKJAVÍK - SÍMI 552 2030 www.lush.is fyrir alla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.