24 stundir


24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 40

24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Gleði og hátíðleg eftivænting fylgir því að virða fyrir sér fagra og listilega skreytta konfektmola sem bornir eru fram með sterkum og sterkilmandi kaffisopa eftir vel- heppnaða sælkeramáltíð. Molana skal borða sparlega og bera fram eins og um gull sé að ræða. Hér á eftir kemur einföld upp- skrift úr smiðju Hafliða Ragn- arssonar, bakara- og konfektmeist- ara í Mosfellsbakaríi í Mosfellsbæ. Fylltar súkkulaðiskálar 2,5 desilítrar rjómi 15 stjörnuanísar 330 grömm súkkulaði 60 grömm smjör súkkulaðiskálar ljóst súkkulaði í spónum Rjóminn er látinn sjóða í potti og anísinn hafður með í suðunni. Súkkulaðið er sett í skál og rjómanum hellt í gegnum sigtið til þess að sigta anísinn frá. Síðan er því sem eftir er af rjómanum hellt í gegnum sigtið í skálina en hrært þar til blandan er orðin að fullu jöfn. Smjörinu er bætt í. Það á að vera við stofuhita og er því hrært saman við annað í skálinni jafnótt og það bráðnar. Súkkulaðiskálarnar er til dæmis hægt að kaupa í betri bakaríum. Þeim er raðað upp á smjörpappír. Súkkulaðimassinn er settur í sprautupoka með sléttri túðu. Massinn má ekki vera of heitur því þá getur verkið endað illa og hann brætt skálarnar. Massanum er sprautað sem fyllingu í hverja skál þannig að hann fylli þær. Ljóst súkkulaði er skorið í spæni og þeim sáldrað ofan á fyllinguna í súkkulaðiskálunum til skrauts og líka til þess að gefa bragð. Fagurlega skreyttir Konfektmolar sem skal borða sparlega í skál á jólatíð 24 stundir/Arnaldur Úr smiðju Hafliða Ragnarssonar Ljúfmetismolar sem bráðna í munni Íslendingar hafa löngum sótt mataruppskriftir til Danmerkur enda er matarsmekkur þjóðanna líkur. Þá fóru margar íslenskar húsmæður á húsmæðraskóla í Danaveldi á árum áður og komu þaðan með ýmsar kræsingar sem fengið hafa sess í íslenskri matar- gerð. Meðal þess eru svínaham- borgarhryggur og rifjasteik með puru, ýmsir eftirréttir og tertur. Danir elda góðan mat og danska rifjasteikin þeirra er mjög vinsæl á aðventunni og um jólin. Til að rifjasteikin heppnist þarf að gæta að eldamennskunni. En hér kemur góð uppskrift frá frændum okkar, Dönum. Uppskriftin er miðuð við sex. Dönsk rifjasteik  1 ½ kg svínahryggur  3 tsk. gróft salt  5 dl vatn  2 msk. ferskt rósmarín eða 1-2 tsk. þurrkað 1. Skerið rendur þvers í puruna með beittum hnífi. Skerið niður að kjöti með um það bil ½ cm milli- bili. 2. Stráið grófu salti í sárið. 3. Leggið svínahrygginn á grind á bökunarplötu. Hellið sjóðandi vatni yfir og setjið rósmarín í vatn- ið til að fá gott bragð af sósunni. Það má nota fleiri kryddjurtir, t.d. steinselju, timjan, basil eða eitt- hvert annað gott krydd. Stingið svínahryggnum inn í 200°C heitan ofn og látið hann steikjast í um það bil 1 ½ klukku- stund eða eftir stærð hans. Gott er að nota kjöthitamæli og þegar hann sýnir 70°C er kjötið tilbúið. Ef puran er ekki nægilega stökk má auka hitann upp í 250°C eða setja undir grillið í smástund. 4. Látið kjötið hvíla í 15-20 mín- útur áður en það er skorið. Þá eykst hitinn í kjötinu upp í 75°C og það verður safaríkt og gott. 5. Berið kjötið fram með soðn- um eða sykurbrúnuðum kart- öflum, sveppum, steiktum eplabát- um, rauðkáli og soðsósu. ATH! Oft er hægt að biðja kjöt- kaupmanninn að skera út puruna og gera hrygginn tilbúinn til eld- unar og það er um að gera að nýta sér það. Dönsk rifjasteik er uppáhald margra Ljúffengt á jólaborðið Dönsk rifjasteik Margar húsmæður elda slíka steik á aðventunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.