24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 49

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 49
Þráinn Bertelsson. „Ef við breyttum eiturlyfjavand- anum í eiturlyfjadjöful sem kæmi einu sinni á ári til Ís- lands og heimtaði af okkur hundrað ungmenni þá yrði okkur brugðið.“ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is „Ég vildi leggja mikið upp úr skemmtanagildinu til þess að geta sjálfur komist í gegnum bókina. Það hafa ekki allir gam- an af sömu hlutunum en ég hef svo almennan smekk fyrir því hvað er skemmtilegt að það sem skemmtir mér skemmtir mjög mörgum öðrum. Ég get ekki skrifað bók án þess að setja inn í hana eitthvað sem skemmtir mér,“ segir Þráinn Bertelsson um hina viðburðaríku og spennandi sakamálasögu sína Engla dauð- ans. „Mér fannst erfitt að skrifa þessa bók. Hún er ákveðið upp- gjör því ég hef kynnst fíkn frá mörgum hliðum, verandi fíkill sjálfur og fólk í kringum mig hefur lent illa í fíkn. Mér fannst ég verða að skrifa um þetta vandamál. En það má heldur ekki gleymast að jafnvel þótt maður sé sorgmæddur og sé að upplifa erfiða hluti þá gerist eitt- hvað skemmtilegt á hverjum degi. Maður heyrir skemmtilega setningu og sér eitthvað fallegt. Þannig að lífið er aldrei bara svart mjög lengi. Það finnast allt- af litbrigði.“ Breytingar á leifturhraða Einhverjir myndu kannski segja að þetta væri of reyfarakennd bók fyrir Íslendinga. „Ábyggilega. Þegar eitthvað gerist loksins á Íslandi þá gerist það mjög hratt og á reyfara- kenndan hátt. Á öldinni sem leið reyndi ég að skrifa reyfara. Ég skrifaði hann undir dulnefni. Hann heitir Tungumál fuglanna og fjallar um blaðamenn og póli- tík og pólitíska glæpi. En þá var ekki jarðvegur fyrir reyfara því glæpirnir í þjóðfélaginu voru svo saklausir. Það voru barsmíðar í fylliríi, innbrot í fylliríi - minni- háttar fyllirísógæfa. Svo breyttist allt leifturhratt. Á þessu nýbyrj- aða árþúsundi stöndum við uppi með glæpastarfsemi sem er full- komlega sambærileg við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Fólki kann að finnast bókin reyfarakennd en svona er þetta.“ Enginn gerir neitt Viltu breyta einhverju með þessari bók? „Ég vil deila mínum upplif- unum og vangaveltum með öðr- um og fá fólk til að hugsa um eiturlyfjavandann. Við erum á móti eiturlyfjum en enginn gerir neitt. Þetta kostar mannfórnir. Ef við breyttum eiturlyfjavandanum í eiturlyfjadjöful sem kæmi einu sinni á ári til Íslands og heimtaði af okkur hundrað ungmenni þá yrði okkur brugðið þegar við ættum að smala þessum ung- mennum saman og velja þau. En af því við veljum ekki ungmenn- in heldur gerir djöfullinn það sjálfur, og velur þau ekki í einum hóp á einu augnabliki heldur hér og þar í myrkri þegar við sofum, þá látum við honum haldast þetta uppi.“ Umfjöllunin um þessa bók hef- ur verið á þá leið að hún sé hrottaleg, en það er húmor í henni. „Íslendingar hafa lengi ruglað saman alvörugefni og gáfum. En auðvitað er það þannig að það eru gáfur og kímnigáfa sem fara saman. Hér á landi þykir ekki við hæfi að fjalla um alvarleg efni nema með gífurlega þungbúinni og í raun kjánalegri alvöru. Mannleg heimska er mjög al- varlegur hlutur en hún er líka sprenghlægileg.“ Þráinn Bertelsson með nýja glæpasögu Heimsókn eiturlyfjadjöfulsins ➤ Þráinn Bertelsson hefur gertfjölmargar kvikmyndir, þar á meðal Jón Odd og Jón Bjarna og Nýtt líf. ➤ Fyrsta skáldsaga hans,Sunnudagur, kom út árið 1970. ➤ Hann skrifar vinsæla pistlafyrir Fréttablaðið meðfram öðrum ritstörfum sem eru hans aðalstarf. MAÐURINNEnglar dauðans er glæpa- saga eftir Þráin Bertels- son þar sem hann fjallar um eiturlyfjavandann. Hann segir bókin vera ákveðið uppgjör. 24stundir/Ásdís 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 49 MENNINGARMOLINN Storm lægir Bókaforlagið Útkall hefur sent frá sér bókina Útkall - þyrluna strax eftir Óttar Sveinsson. Langerfiðasta útkall sem þaul- reynd áhöfn TF-LÍF hefur lent í var rétt sunnan við Sand- gerði fyrir síðustu jól, þegar sjö aðframkomnum Dönum af varðskipinu Triton var bjargað með ævintýralegum hætti úr allt að átta metra háum öldum – á við þriggja hæða hús. Í þessari bók lýsir áhöfn TF-LÍF og Danirnir sjálfir í fyrsta skipti opin- berlega því sem gerðist. Nýtt útkall Útkall sendir frá sér fjórar Doddabækur eftir Enid Bly- ton: Hjól handa Eyrna- stórum, Skoppihætta í Leikfangalandi og Stormur í Leikfangalandi. Einnig er komin glæsileg Dodda-púsluspilabók, Doddi og hjólaskautarnir (ein saga og sex púsl). Þýðandi Doddabókanna er Guðni Kolbeinsson. Einnig er kominn út DVD- diskur með átta Doddaþáttum með íslensku tali. Doddi snýr aftur AFMÆLI Í DAG Jimi Hendrix poppgoð, 1941 Bruce Lee leikari, 1940 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Það skelfilega við að vera ríkur er að þurfa að hafa samskipti við annað ríkt fólk. Logan Pearsall Smith Á þessum degi árið 1703 lægði storm sem hafði geisað á Englandi í um tvær vikur. Tölur um látna eru á reiki en nefndar eru tölur á bilinu 10.000 - 30.000 manns. Lægri talan er þó sennilega nær lagi. Mesti mannskaðinn varð þegar 300 herskip týndust á hafi úti með 8000 skipsverjum. Á landi tókust dýr á loft, tré rifnuðu frá rótum og áin Thames flæddi yfir bakka sína. Rúmlega 5000 hús í nágrenni árinnar eyðilögð- ust. Rithöfundurinn Daniel Defoe varð vitni að hörm- ungunum. Hann var gjaldþrota og hafði nýlega verið sleppt úr fangelsi sem hann sat í vegna skrifa um kirkj- unnar menn, sem yfirvöld kölluðu „æsingaskrif“. Óveðrið varð Defoe uppspretta innblásturs og hann skrifaði um það sína fyrstu bók, The Storm, sem kom út árið eftir. Hann öðlaðist síðar mikla frægð fyrir skáldsögu sína Robinson Crusoe. Sigurboginn - Laugaveg 80 - Sími 561 1330 - www.sigurboginn.is M IK Ið Ú R VA L AF P EY SU M PR JÓ N AK JÓ LA R N IR K O M N IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.