24 stundir - 27.11.2007, Page 52

24 stundir - 27.11.2007, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Forysta HSÍ hefur af þessu nokkrar áhyggjurog menn þar íhugað þá stöðu sem upp gæti komið fyrr en síðar að efstu deildir karla og kvenna verði eingöngu skipaðar félögum af stór-Reykjavíkursvæðinu. Staðan er ekkert sérstaklega björt fyrir landsbyggðarlið í hand- boltanum í dag hvort sem litið er til karla- eða kvennadeildar. Sigur- laus botnliðin í hvorum flokki fyrir sig í dag, ÍBV og Akureyri, eiga það sameiginlegt að vera utan af landi. Forysta Handknattleikssam- bands Íslands hefur af þessu nokkrar áhyggjur og menn þar íhugað þá stöðu sem gæti komið upp fyrr en síðar að efstu deildir karla og kvenna verði eingöngu skipaðar liðum frá Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Einar Þorvarðarson fram- kvæmdastjóri segir þessa þróun af- ar dapra en vonast til að úr rætist. „Þarna er um að ræða ÍBV og Ak- ureyri. Hjá Vestmannaeyingunum er allt íþróttastarf erfitt, sam- göngur daprar og þeir missa marga leikmenn upp á land hvert ár. Fyrir norðan hefur sameining KA og Þórs ekki tekist alveg sem skyldi hverju sem um er að kenna en ég vona að um tímabundin vand- kvæði sé að ræða og það lið skipi sér aftur á bekk með bestu liðum fljótlega.“ albert@24stundir.is Landsbyggðarfélög eiga undir högg að sækja Einsleit flóra í handbolta Enski miðillinn News ofthe World sem fer seint ímetabækur fyrir hundr- að prósent áreiðanlegt efni telur sig hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho muni leysa Rafa Benítez af sem þjálfari Liverpool í sumar. Eini flugu- fóturinn fyrir sögunni er að Rafa er súr og svekktur og bandarískir eigendur liðsins fúlir með lætin í Spánverjanum eftir að þeir drógu í land með peningaupphæðirnar sem karl- inn átti að fá til leikmanna- kaupa. Eggert Magnússyni varðekkert ágengt fyrir höndWest Ham United en forseti Leyton Orient rúllaði upp samn- ingum með annarri hendi. Leyton Orient mun fá enska Ólympíu- leikvanginn afhentan undir starfsemi sína eftir að leikunum 2012 í London lýkur en stað- urinn var eftirsóttur mjög af stærri félögum enda fasteigna- og lóðaverð í höfuðborginni með eindæmum hátt og því mikið vatn á myllu þriðju deildar liðsins. David Beckham ætlaráfram að leika listirsínar fyrir enska landsliðið í framtíðinni að eigin sögn. Tel- ur hann sig hafa ýmislegt fram að færa þó leikir hans með LA Galaxy í vetur gefi lítið tilefni til að ætla slíkt. Fabio Capello verður næstistjóri Englands ef markamá fregnir frá Ítalíu. Hefur enska knattspyrnu- sambandið þegar boðið honum fjögurra ára samning. Hinn 36 ára gamli Pete Sam- pras, sem telst til elstu manna í tennisheimum, gerði sér lítið fyrir og sigraði hinn ósigrandi Roger Federer í sýningarleik í Asíu um helgina. Sampras hefur ekki spilað sem atvinnumaður í fjögur ár en hefur í sig og á og vel það með sýningarleikjum á borð við þennan sem færa honum tvö hundruð milljónir í aðra hönd og Guð má vita hvað í hina. Aldnir hafa orðið Fernando Alonso hefur fundið sannan drykkjufélaga í Kól- umbíumanninum Juan Pablo Montoya en báðir hafa hrökklast frá McLaren Merce- des-liðinu í Formúlu 1 eftir einelti og leiðindi að sögn Montoya. Sendir hann Spán- verjanum skilningsfullar sam- úðaróskir en Montoya reynir sem kunnugt er fyrir sér í bandaríska Nascar-kappakstr- inum. Niður með McLaren Gamalt bros tók sig upp um helgina hjá hinum fráskilda og þrautleiðinlega Colin Montgomerie sem jafnan situr einn á jólahlaðborðum at- vinnukylfinga. Vann hann heimsbikarinn í golfi ásamt Marc Warren félaga sínum fyrir hönd Skotlands eftir bráðabana við Bandaríkja- menn sem leitt höfðu mestallt mótið. Über alles Íþróttabandalag Reykjanes- bæjar kom, sá og sigraði á Ís- landsmótinu í 25 metra laug sem haldið var um helgina. Tók lið þeirra alls 47 verðlaun á mótinu, þar af 20 gull, og skildi önnur lið eftir í kjalsog- inu. Sundfélagið Ægir kom næst þeim með „aðeins“ 23 verðlaun. Bakkafullt SKEYTIN INN Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það er líklega engin tilviljun að best sóttu blakmót landsins eru öld- ungamót sem haldin eru nokkuð reglulega en tvö mót standa þar upp úr hvað þátttakendafjölda varðar; árlegt Öldungamót Blak- sambandsins og Haustmót KA á Akureyri en það mót fór fram um helgina. Fjöldinn helgast að líkindum af því að blakíþróttin var vinsælli hér áður en nú virðist raunin en einnig af þeirri staðreynd að blak er með góðu móti hægt að stunda vel fram eftir aldri. Sem fyrr var kvenfólkið fjöl- mennara á mótinu og komu ellefu kvennalið alls staðar að af landinu auk átta karlaliða. Tæplega 200 manns komu nálægt mótinu með einum eða öðrum hætti. Ekki var neinn sigurvegari krýndur á mótinu enda er það ekki hefðin heldur er gamanið í fyrir- rúmi og mótið kórónað með veisluhöldum á laugardagskvöldið. Öldungamótin í blakinu jafnan vinsælustu mót vetrarins Blakað með bros á vör Aldur afstæður Fólk á ýmsum aldri tók þátt og fórnaði sér hikstalítið fyrir lið sín HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.