24 stundir


24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 62

24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir „Ég frétti að FL Group ætlaði ekki að láta deigan síga, þrátt fyr- ir umhleypinga á markaði vegna óróa, hækkandi fjármagnskostn- aðar og lausafjárþurrðar. Félagið hefur víst fjárfest í gríðarstórum turni í París, höfuðborg Frakk- lands, og nefnt hann FL- turninn.“ Ívar Páll Jónsson nosejob.blog.is „Eymundsson í Kringlunni selur kvikmynd sem utan á hulstrinu er sögð vera „ögrandi, skemmti- leg og beinskeytt mynd“. Kvikmyndin sem um ræðir var sýnd á Bíódögum Græna ljóssins síðla sumars og er bönnuð börn- um yngri en 18 ára.“ Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir kolbeins.blog.is „Það hringdi í mig maður, kurteis en þó í skotþungu skapi. Hann hafði verið að horfa á myndina um Óbeislaða fegurð. Í einu at- riði myndarinnar sést þegar ég er að stela nokkrum trjágreinum í húsgarði í Hnífsdal nálægt félags- heimilinu. Þetta er auðvitað al- rangt, húsið er í einkaeign.“ Matthildur Helgadóttir matthildurh.blog.is BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Eftir lokun vefsíðunnar torrent.is, þar sem netverjar gátu nálgast af- þreyingarefni til niðurhals, hafa þrjár aðrar slíkar vefsíður sprottið upp. Ómar Daði Sigurðsson er skrifaður fyrir síðunni dci.is, en hann segist ekki ætla að halda rekstri hennar áfram. Hræðist ekki SMÁÍS „Það er ekki vegna þess að við séum eitthvað hræddir við SMÁÍS heldur vegna þess að vesenið er bara svo mikið í kringum þetta. Við ætlum að gefa lénið og þá munum við ekki lengur stjórna síðunni. Hvenær þetta gerist veit ég ekki með vissu,“ sagði Ómar og bætti við: „Mér finnst líka SMÁÍS ganga of langt í þessu máli öllu. Þeir hefðu betur gengið að samninga- borðinu því þá horfði málið öðru- vísi við. Ef notendur borguðu til dæmis 1000 krónur á mánuði gegn ótakmörkuðu niðurhali þá myndi það skila sér í ágætis tekjum. En við erum líka með lögfræðinga og teljum okkur standa réttum megin við lögin.“ Ómar segir að mistök torrent.is hafi verið að rukka notendur sér- staklega fyrir greiðari aðgang. Þannig sé það ekki hjá honum. Ómar kannast ekki við að með at- hæfinu sé hann að hafa fé af lista- mönnum. „Ég get ekki gengist við því.“ SMÁÍS gefst ekki upp Í gær voru rúmlega 12.000 not- endur á dci.is og hafði fjöldinn meira en tvöfaldast frá því fyrir helgi. Snæbjörn Steingrímsson hjá SMÁÍS sagðist vita af vefsíðunum og þær væru næstar í röðinni. „Þessar síður verða líka teknar fyrir. Það er einhver misskilningur í gangi hjá þessum mönnum um að þetta sé löglegt. Þeir bulla um að hér gildi íslensk lög en ekki bandarísk og þá er hálfur sigur unninn hjá okkur, því ég tek undir þessi orð þeirra. Hér gilda einmitt íslensk lög!“ segir Snæbjörn. Hann segir að aðgerðaleysi lög- gæslumanna megi ekki túlka þannig að ekki séu til nein lög um viðkom- andi mál. „En sökum aðgerðaleysis höfum við þurft að höfða einkamál sem er mjög kostnaðarsamt fyrir okkur. Og vinnum við málið þá er ekki þar með sagt að vandamálið hverfi á einni nóttu. Við þurfum og munum fara á eftir einstaka not- endum, sem hafa hlaðið upp efni en ekki niður, því þeir bera ábyrgð á öllu niðurhali annarra.“ Málið verður tekið fyrir þann 12. desember. Niðurhal á netinu nýtur mikilla vinsælda Hart barist um höfundarréttinn Lokun torrent.is virðist hafa lítið að segja í bar- áttunni gegn ólöglegu niðurhali því þrjár aðrar slíkar síður hafa sprottið upp í kjölfarið. SMÁÍS ætlar að skoða málið. 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Bannað? Ekki eru allir á eitt sáttir um torrent-síður. ➤ Torrent þýðir: Stríðurstraumur eða flaumur. ➤ Torrent-síður eru vettvangurnetverja til að nálgast efni og dreifa því til annarra. ➤ Síðurnar sjálfar eru almenntekki ólöglegar, heldur athæf- ið sem þar fer fram, sem varð- ar við höfundarréttarlög. TORRENT-SÍÐUR HEYRST HEFUR … 13 starfsmönnum sem störfuðu við innlenda dag- skrárgerð hjá Skjá einum var sagt upp fyrir helgi. Óttuðust þá einhverjr að spjallþáttur Þorsteins Guðmundssonar, Svalbarði, yrði sleginn af í kjöl- farið, en hann er væntanlegur á dagskrá á næsta ári. Nú heyrist að dagskrárstefna Skjás eins sé ekki breytt og Þorsteinn því ekki í teljandi hættu. Fram- leiðslan verður færð yfir til annars fyrirtækis. afb Rebekka Kolbeinsdóttir og félagar hennar í hljóm- sveitinni The End héldu útgáfuteiti vegna breiðskífu sinnar, Atingere, á Rex á föstudagskvöld. Babb kom í bátinn áður en teitið hófst þegar prófa átti hljóð- kerfið fyrir kvöldið. Veitingastaðurinn La Primavera er á hæðinni fyrir ofan Rex og líkaði kokkinum illa þegar drunur úr bassatrommu bárust upp. Stöðvaði hann hljóðprufurnar og gestir borðuðu í næði. afb Danska sjarmatröllið Kim Larsen kom fram ásamt hljómsveit sinni Kjukken í Vodafonehöllinni á laug- ardagskvöld. Larsen lék á als oddi og grínaðist með reykingabannið á Íslandi. Hann furðaði sig á því að það mætti dæla koltvísýringi í andrúmsloftið, en ekki kveikja sér í sígarettu. Áhorfendur kunnu vel að meta grínið, án þess þó að kveikja sér í rettu málefninu til stuðnings. afb „Ég hef það fyrir víst að Dan Bornstein, sem greinin vísar í, hef- ur aldrei komið til Íslands, hvað þá til Dalvíkur,“ segir Finnur Breki Þórarinsson í tölvupósti til 24 stunda. „Hvernig veit ég það? Ég spurði hann beint; við vinnum báðir hjá Google.“ Frétt 24 stunda um Dan Born- stein vakti mikla athygli þegar hún birtist á miðvikudaginn í síðustu viku. Í fréttinni kom fram að Bornstein, sem starfar sem hug- búnaðarverkfræðingur hjá Google, hefði tekið ástfóstri við Dalvík á ferðalagi sínu um Ísland og nefnt nýjan hugbúnað Google í höfuðið á bænum. 24 stundir töldu sig hafa heimildir fyrir því að Bornstein hefði komið til Dalvíkur síðasta sumar, en þær heimildir voru rangar. Dan Bornstein hefur aldrei komið til Dalvíkur. Sá Dalvík á landakorti Finnur Breki starfar við Wind- ows-hugbúnaðargerð hjá Google. Hann segir að þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Dalvíkur, þá líki Dan vel við bæinn. „Hann játaði að hafa valið nafn- ið en ekki út af því að hann hafi ferðast til Íslands, heldur kíkti hann á landakort af Íslandi eftir að hafa lesið tímaritið McSweeney’s og rak þá augun í Dalvík,“ segir hann. „Eftir að hafa lesið sér til um Dalvík og líkað það sem hann las ákvað hann að nefna verkefnið í höfuðið á Dalvík.“ Ekki náðist í Dan Bornstein við vinnslu fréttarinnar. atli@24stundir.is Sláandi upplýsingar um Dan Bornstein Dan hefur aldrei komið til Dalvíkur Dan Bornstein Talið var að hann hefði ferðast til Dalvíkur, en það reyndist ekki vera rétt. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 4 2 3 8 7 1 6 9 3 9 6 4 5 1 2 7 8 8 1 7 6 9 2 5 3 4 6 2 4 9 3 8 7 5 1 7 8 9 5 1 6 3 4 2 1 3 5 7 2 4 9 8 6 4 5 1 8 7 9 6 2 3 9 7 8 2 6 3 4 1 5 2 6 3 1 4 5 8 9 7 Hann gaf mér vélsög í jólagjöf í fyrra, ég gaf honum gulleyrnalokka. 24FÓLK folk@24stundir.is a Auðvitað. Ekki spurning. Skák og mát! Er Peðið að skáka stóru leikhópunum? Lísa Pálsdóttir er meðlimur leikhópsins Peðsins, sem frumsýnir sitt fyrsta verk, Tröllaperu, á Grand Rokk þann fyrsta desember næstkomandi. Leiðarvísir User Manual Um þig, manninn, konuna eða börnin. Loksins! Stjörnuspekistöðin Síðumúli 29 553 70 75 www.stjornuspeki.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.