24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Flutningur stofnana, fólks og mála- flokka á milli ráðuneyta á ekki að hafa áhrif á þjónustu ráðuneytanna við almenning, að sögn Grétu Ing- þórsdóttur, aðstoðarmanns for- sætisráðherra. Skrifstofumenn ráðuneytanna eru nú á þönum með kassa og möppur milli ráðuneytis- bygginga og sums staðar eru iðn- aðarmenn að störfum við að breyta skrifstofum fyrir nýja íbúa. „Þetta hefur verið vel kynnt fyrir starfsmönnum svo ef fólk leitar óvart á rangan stað ætti því að vera leiðbeint áfram. Einnig er hægt að leita upplýsinga um stjórnkerfið á www.island.is,“ segir Gréta. Ekki fengust upplýsingar um kostnað við breytingarnar en í upp- hafi var gert ráð fyrir að þær kost- uðu 20 milljónir. Heildarkostnaður verður líklega hærri því að verið er að breyta Skúlagötu 4 fyrir land- búnaðarráðuneytið. Ekki var gert ráð fyrir breytingum á húsnæði í frumvarpinu. Flutningar komnir mislangt Almennt gengur vel að flytja að sögn starfsmanna stjórnarráðsins en breytingarnar eru ólíkar að um- fangi og taka mislangan tíma. Flutningi Tryggingastofnunar og málefna aldraðra frá heilbrigðis- ráðuneyti til félags- og trygginga- málaráðuneytis er að mestu lokið, en viðskiptaráðuneytið, sem flytur frá iðnaðarráðuneytinu í Arnar- hvoli yfir á Sölvhólsgötu 8, mun ekki flytja fyrr en í lok mánaðarins. „Starfsmenn viðskiptaráðuneyt- isins eru að undirbúa flutning en eru ekki byrjaðir að pakka,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyta lýkur ekki formlega fyrr en í haust þegar breyt- ingar á Sjávarútvegshúsinu, vænt- anlegu húsnæði ráðuneytisins, verða yfirstaðnar. Þurfa að venjast nýjum móral „Við þurfum auðvitað að kynnast nýjum starfsfélögum, nýrri vinnu- staðamenningu og öðrum vinnu- ferlum en þetta er allt hið besta mál enda verður starfsfólk stjórnarráðs- ins að vera sveigjanlegt,“ segir Stef- anía Traustadóttir, sérfræðingur í samgönguráðuneytinu. Þjónustan skerðist ekki við breytingar  Flutningur málaflokka, stofnana og ráðuneyta er mislangt kominn  Starfsfólk er vel upplýst um starfssvið ráðuneytanna, segir aðstoðarmaður forsætisráðherra ➤ Lög um tilfærslu verkefnainnan stjórnarráðsins tóku gildi þann 1. janúar. Undir- búningsvinna hófst eftir stjórnarskiptin. ➤ Þeim sem vilja fræðast umstjórnarráðið er bent á upp- lýsingagáttina www.island.is. BREYTT STJÓRNARRÁÐ TILFÆRINGAR MÁLAFLOKKA Á MILLI RÁÐUNEYTA Heilbrigðismála- ráðuneyti Utanríkis- ráðuneyti Viðskipta- ráðuneyti Dóms- og kirkjumála- ráðuneyti Umhverfismála- ráðuneyti Félags- og trygginga- málaráðuneyti Samgöngumála- ráðuneyti Iðnaðar- ráðuneyti Menntamála- ráðuneyti Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneyti Tr y g g in g a s to fn u n M á le fn i a ld ra ð ra K e fl a v ík u rfl u g v ö ll u r N ý s k ö p u n a rs jó ð u r a tv in n u lí fs in s E in k a le y fa s to fa M a tv æ li L a n d g ræ ð s la o g s k ó g ræ k t Menntastofnanir landbúnaðarins Málefni fasteigna- og fyrirtækjasala Sv ei ta rs tjó rn ar m ál Ferðam ál Flutningur Sveitarstjórn- arskrifstofan kemur sér fyrir í samgönguráðuneytinu. Umhverfissvið Reykjavík- urborgar er flutt á Höfðatorg en þangað munu fleiri svið borgarinnar flytja seinna. Lokað var á umhverfissviði í gær þar sem starfsmenn komu sér fyrir á nýjum stað en svið- ið verður opnað aftur eftir helgi. þkþ Umhverfissvið er flutt Komið upp í Borgartún Í dag verða starfsmenn og ráð- herrar iðnaðar- og við- skiptaráðuneyta saman í ár- legu hófi ráðuneytanna í seinasta sinn. „Þetta er eins konar kveðjuhóf og eflaust falla einhver tár,“ segir Einar Karl Haraldsson, aðstoð- armaður iðnaðarráðherra. þkþ Samstarfsmenn kvaddir Tár falla í Arnarhvoli Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.