24 stundir - 12.01.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Flutningur stofnana, fólks og mála-
flokka á milli ráðuneyta á ekki að
hafa áhrif á þjónustu ráðuneytanna
við almenning, að sögn Grétu Ing-
þórsdóttur, aðstoðarmanns for-
sætisráðherra. Skrifstofumenn
ráðuneytanna eru nú á þönum með
kassa og möppur milli ráðuneytis-
bygginga og sums staðar eru iðn-
aðarmenn að störfum við að breyta
skrifstofum fyrir nýja íbúa.
„Þetta hefur verið vel kynnt fyrir
starfsmönnum svo ef fólk leitar
óvart á rangan stað ætti því að vera
leiðbeint áfram. Einnig er hægt að
leita upplýsinga um stjórnkerfið á
www.island.is,“ segir Gréta.
Ekki fengust upplýsingar um
kostnað við breytingarnar en í upp-
hafi var gert ráð fyrir að þær kost-
uðu 20 milljónir. Heildarkostnaður
verður líklega hærri því að verið er
að breyta Skúlagötu 4 fyrir land-
búnaðarráðuneytið. Ekki var gert
ráð fyrir breytingum á húsnæði í
frumvarpinu.
Flutningar komnir mislangt
Almennt gengur vel að flytja að
sögn starfsmanna stjórnarráðsins
en breytingarnar eru ólíkar að um-
fangi og taka mislangan tíma.
Flutningi Tryggingastofnunar og
málefna aldraðra frá heilbrigðis-
ráðuneyti til félags- og trygginga-
málaráðuneytis er að mestu lokið,
en viðskiptaráðuneytið, sem flytur
frá iðnaðarráðuneytinu í Arnar-
hvoli yfir á Sölvhólsgötu 8, mun
ekki flytja fyrr en í lok mánaðarins.
„Starfsmenn viðskiptaráðuneyt-
isins eru að undirbúa flutning en
eru ekki byrjaðir að pakka,“ segir
Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður
viðskiptaráðherra.
Sameiningu landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneyta lýkur ekki
formlega fyrr en í haust þegar breyt-
ingar á Sjávarútvegshúsinu, vænt-
anlegu húsnæði ráðuneytisins,
verða yfirstaðnar.
Þurfa að venjast nýjum móral
„Við þurfum auðvitað að kynnast
nýjum starfsfélögum, nýrri vinnu-
staðamenningu og öðrum vinnu-
ferlum en þetta er allt hið besta mál
enda verður starfsfólk stjórnarráðs-
ins að vera sveigjanlegt,“ segir Stef-
anía Traustadóttir, sérfræðingur í
samgönguráðuneytinu.
Þjónustan skerðist
ekki við breytingar
Flutningur málaflokka, stofnana og ráðuneyta er mislangt kominn Starfsfólk er vel
upplýst um starfssvið ráðuneytanna, segir aðstoðarmaður forsætisráðherra
➤ Lög um tilfærslu verkefnainnan stjórnarráðsins tóku
gildi þann 1. janúar. Undir-
búningsvinna hófst eftir
stjórnarskiptin.
➤ Þeim sem vilja fræðast umstjórnarráðið er bent á upp-
lýsingagáttina www.island.is.
BREYTT STJÓRNARRÁÐ
TILFÆRINGAR MÁLAFLOKKA Á MILLI RÁÐUNEYTA
Heilbrigðismála-
ráðuneyti
Utanríkis-
ráðuneyti
Viðskipta-
ráðuneyti
Dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti
Umhverfismála-
ráðuneyti
Félags- og trygginga-
málaráðuneyti
Samgöngumála-
ráðuneyti
Iðnaðar-
ráðuneyti
Menntamála-
ráðuneyti
Sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneyti
Tr
y
g
g
in
g
a
s
to
fn
u
n
M
á
le
fn
i
a
ld
ra
ð
ra
K
e
fl
a
v
ík
u
rfl
u
g
v
ö
ll
u
r
N
ý
s
k
ö
p
u
n
a
rs
jó
ð
u
r
a
tv
in
n
u
lí
fs
in
s
E
in
k
a
le
y
fa
s
to
fa
M
a
tv
æ
li
L
a
n
d
g
ræ
ð
s
la
o
g
s
k
ó
g
ræ
k
t
Menntastofnanir
landbúnaðarins
Málefni fasteigna- og
fyrirtækjasala
Sv
ei
ta
rs
tjó
rn
ar
m
ál Ferðam
ál
Flutningur Sveitarstjórn-
arskrifstofan kemur sér fyrir í
samgönguráðuneytinu.
Umhverfissvið Reykjavík-
urborgar er flutt á Höfðatorg
en þangað munu fleiri svið
borgarinnar flytja seinna.
Lokað var á umhverfissviði í
gær þar sem starfsmenn komu
sér fyrir á nýjum stað en svið-
ið verður opnað aftur eftir
helgi. þkþ
Umhverfissvið er flutt
Komið upp í
Borgartún
Í dag verða starfsmenn og ráð-
herrar iðnaðar- og við-
skiptaráðuneyta saman í ár-
legu hófi ráðuneytanna í
seinasta sinn. „Þetta er eins
konar kveðjuhóf og eflaust
falla einhver tár,“ segir Einar
Karl Haraldsson, aðstoð-
armaður iðnaðarráðherra. þkþ
Samstarfsmenn kvaddir
Tár falla í
Arnarhvoli
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is