24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 52

24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þó Magnús gangi nokkuð frjáls um íslenskar götur er hann venju- lega enn þann dag í dag eltur á röndum af aðdáendum á mótum erlendis. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Þær eru fáar íþróttagreinarnar sem reyna jafn mikið á líkamann og kraftlyftingar og aflraunir en í hvoru tveggja hefur Magnús Ver sérhæft sig um hartnær 30 ára skeið. Það má því furðu sæta að karlinn sé enn að æfa sig reglulega og enn undarlegra að hann tekur annað slagið þátt í erfiðum mót- um. Magnús viðurkennir fyrstur manna að langur en farsæll ferill hafi tekið sinn toll. „Ég finn það gjörla að líkaminn er ekki jafn sterkur og áður fyrr og ferðirnar til læknis vegna eymsla ýmiss konar eru algengari, en að hætta að lyfta eða æfa hvarflar ekki að mér.“ Áhuginn er reyndar svo mikill að þrátt fyrir að finna fyrir tölu- verðum verkjum eftir að hafa tekið „aðeins of“ hart á því í bekkpressu fyrir skömmu ætlar Magnús ótrauður að taka þátt í mjög sterku bekkpressumóti sem fram fer í Húsdýragarðinum laugardaginn 19. janúar. Ekki aðeins ætlar hann að taka þátt heldur skipuleggur Magnús það líka. Mót eftir mót Skipulagning aflraunamóta er einmitt orðin stór þáttur í starfi Magnúsar þessi dægrin. Vart er haldið slíkt mót hér innanlands án þess að hann komi þar nærri og hann er reglulega fenginn í slík verkefni erlendis líka. „Hér heima er áhuginn á aflrauna- og kraftlyft- ingamótum svipaður ár frá ári. Það skýrist kannski af því að langt er síðan íslenskur keppandi vakti raunverulega athygli erlendis. Allt slíkt eykur áhuga hér heima til muna. Hins vegar gæti það farið að breytast því mér sýnist tveir kappar lofa góðu í framtíðinni, þeir Bene- dikt Magnússon og Stefán Sölvi Pétursson. Vinsæll erlendis Erlendis eru aflraunakeppnir orðnar gríðarlega vinsælar og í raun orðnar alvöru íþrótt ólíkt því sem var þegar Magnús Ver og Jón Páll Sigmarsson fóru mikinn í keppnum á borð við Sterkasta mann heims sem báðir unnu fjór- um sinnum í röð. Þrátt fyrir stór- aukna þátttöku og fjölda móta standa met Íslendinganna tveggja enn þann dag í dag. „Landslagið þarna úti hefur þó breyst mikið og keppnirnar jafn misjafnar og þær eru margar. Ég er mikið fenginn í kynningarstörf og umsýslu vegna móta erlendis, bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu, og var nú síðast orðinn spyrill fyrir sjónvarpsstöð sem var skemmtileg tilbreytni.“ Forn frægð Þó Magnús gangi nokkuð frjáls um íslenskar götur er hann venju- lega eltur á röndum af aðdáendum á mótum erlendis enn þann dag í dag. „Ég veit nú ekki hvernig á að skilgreina það en vissulega vita margir hver ég er og það er gaman að því. Annað slagið er líka hóað í mig fyrir auglýsingar og slíkt og talsverður munur á þessu hér heima og úti.“ Hætti seint … eða aldrei Magnús segist aðspurður ekki sjá eftir neinu í lífshlaupi sínu hingað til. Vissulega séu langvar- andi meiðsli eða eymsli slæm en að öðru leyti sé hann sáttur. „Ég er góður bara almennt, enginn millj- ónamæringur, en hef vel fyrir salt- inu í grautinn og líkar vel það sem ég geri og hef næg verkefni. Hvað varðar að hætta er það ekki á döf- inni og mér líður sjaldan eða aldrei eins vel og þegar ég er að æfa í ræktinni. Meðan sú tilfinning er til staðar sé ég enga ástæðu til að hugsa meira um það.“ Stoltur Magnús Ver Magnússon er enn þann dag í dag einn þekktasti Íslendingurinn. Ennþá hefur enginn bætt met hans og Jóns Páls Sigmarssonar í aflraunakeppni. Gæti ekki hætt þó ég glaður vildi  Magnúsi Ver Magnússyni líður hvergi betur en í æfingasalnum pumpandi járn og lóð þó hann sé að verða 45 ára gamall og líkaminn farinn að segja til sín Aldur, fyrri störf og brot- hættur líkami koma ekki í veg fyrir að fjórfaldur sterkasti maður heims, Magnús Ver Magnússon, æfi enn þann dag í dag nokkuð stíft og segist vart komast gegnum daginn án þess að lyfta lóðum eða reyna á sig með einhverjum hætti. Hann viðurkennir eftir ítrekaðar spurningar að einn góðan veðurdag komi sennilega að því að skór hans fari á hillu í síð- asta sinn en hann hlakkar ekki til þess tíma. Nóg eftir enn Magnús er ónýtur maður ef hann pumpar ekki reglulega ➤ Magnús Ver Magnússonfæddist 23. apríl 1963 og er frá Seyðisfirði. ➤ Hann er í sambúð með ÁstuGuðmundsdóttur og á með henni tvær dætur auk einnar fósturdóttur. BETRI HELMINGURINN Næsti þjálfari BayernMünchen verður eng-inn annar en Jur- gen Klins- mann. Mun hann taka við af Ottmar Hitzfeld 1. júlí en Klinsmann er enginn nýliði í þjálfarabrans- anum. Hann leiddi Þýskaland til þriðja sætis á HM 2006 auk þess að ná miklum frama sem leikmaður með Stuttgart, Inter Milan og Tottenham. Gökhan Inler er hvorkiþjált nafn né þekkt enþað breyttist, allavega utan Ítalíu, í gær þegar Svisslending- urinn var val- inn besti nýlið- inn í ítalska fótboltanum. Er sá titill oftar en ekki byrj- unin á glæstum ferli. Vart tvær vikur liðnar afnýju ári áður en RealMadrid tapar leik. 2-1 tap gegn Mal- lorca er hið þriðja undir stjórn Bernd Schuster á leik- tíðinni enda var Þjóðverjinn ósáttur mjög. Leiðinlegt að þetta var fyrsti leikur Jerzy Dudek milli stang- anna hjá Real en þrátt fyrir að honum verði seint kennt um mörkin tvö eru fjölmiðlar á bandi Real ekkert á því að gefa honum frí frá skítkasti. Telja þeir víst að Casillas hefði staðið vaktina betur. Eltingaleikur AvramGrant, þjálfara Chelsea,við Nicolas Anelka hef- ur valdið því að Claudio Piz- arro er kominn í fýlu. Hefur karlinum verið lofað meira spiliríi en til- koma Anelka setur strik í reikninginn. SKEYTIN INN Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.