24 stundir - 22.01.2008, Síða 8

24 stundir - 22.01.2008, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Einnig er lagt til að yfirdýralæknir fái heimild til að flytja sæði á milli hjarða á ólíkum sauðfjárveikivarn- arsvæðum í meira mæli en nú er gert. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis eru strangar reglu- gerðir um sæðistökuna sjálfa en engar hömlur á flutning sæðisins. Sömu reglur gilda um sauðfé og geitur og má hvorugt flytja lifandi á milli sauðfjárveikivarnarsvæða, nema við sérstakar aðstæður. Hall- dór segir mögulegt að búa til fóst- urvísa og flytja á milli varnarsvæða en það kosti mikið og þyrfti að styðja með opinberu fé. „Ef það á að fjölga geitum í „Alþingi ályktar að fela landbún- aðarráðherra að beita sér fyrir efl- ingu íslenska geitafjárstofnsins,“ segir í þingsályktunartillögu Jóns Björns Hákonarsonar og sjö ann- arra þingmanna sem flutt var á þingi í gær. Íslenski geitafjárstofn- inn er um 400 geitur að stærð og var fluttur til landsins af landnáms- mönnum. Stofninn hefur verið einangraður hér síðan og er því „einstakur í sinni röð fyrir hrein- leika sakir“ eins og segir í tillög- unni. Þar er m.a. lagt til að bændur fái tímabundna hækkun á greiðslu fyrir hverja geit sem færð er til skýrslu og að hafnar verði rann- sóknir á erfðamengi geitarinnar. stofninum þarf að skoða reglur um sæðistöku og auka stuðning við geitabændur,“ segir Jóhanna Þor- valdsdóttir geitabóndi á Háafelli, sem er með 117 geitur á sínu búi. „Ég tel að það sé skynsamlegt að fara yfir þessi mál, fyrst og fremst vegna þess að stofninn er orðinn mjög lítill í landinu og við viljum ekki missa hann niður. Það skiptir miklu að örva atvinnustarfsemina, svo viðkomandi bú geti haft af henni tekjur. Einnig væri hægt að tengja hana við ferðaþjónustu,“ segir Einar K. Guðfinnsson land- búnaðarráðherra. thorakristin@24stundir.is Gæðaskepna Alþingis- menn vilja efla íslenska geitafjárstofninn Það þarf að örva atvinnustarfsemina, segir landbúnaðarráðherra. Vilja bjarga íslensku geitinni Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is „Við erum alveg stórkostlega ánægð með þennan árangur og stolt af íslensku þjóðinni að taka svona vel þátt í þessu,“ segir Lydía Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, eftir vel heppnaða jólagjafabréfavertíð. Hátt í 2000 gjafabréf rötuðu í jólapakka landsmanna þessi jólin. Langvinsælastar voru geiturnar, en meðal annars mun hreint vatn renna úr 20 brunnum sem grafnir verða fyrir íslenskt fé. Geiturnar slógu í gegn Mest sala var á geitagjafabréfun- um, en 640 geitur munu bætast í bústofna í Afríku. Þótt mest hafi selst af ódýrari gjafabréfunum, t.d. fyrir geiturnar, urðu þau dýrari ekki útundan. „Það var til dæmis eitt tilfelli þar sem hjón keyptu sér einn brunn saman í jólagjöf, en níu slíkir seld- ust í heildina,“ segir Lydía. Auk heilu brunnanna, sem kost- uðu 150.000 krónur hver, keypti fjöldi fólks hlutdeild í brunni. Þannig mun Hjálparstarf kirkjunn- ar geta grafið eftir vatni á 20 stöð- um þökk sé gjafmildi Íslendinga. Stóraukning milli ára Mikil aukning var á sölu gjafa- bréfa á milli ára. Segir Lydía gjafa- bréf fyrir um 3 milljónir hafa selst fyrir jólin 2006, en nú hafi veltan nálgast 8 milljónir. Þakkar hún það meðal annars nýrri heimasíðu. „Gjofsemgefur.is hefur opnað þann möguleika að fólk getur gengið frá öllu heima hjá sér og þarf ekki að koma til okkar, heldur getur fengið gjafabréfið sent í tölvupósti. Mér fannst svolítið gaman að sjá að bara á aðfangadag voru 120 gjafabréfspantanir, sem fólk prentaði út heima hjá sér. Þarna gat fólk gengið frá jólainn- kaupunum fram á síðustu stundu. Svo var líka áhugavert að sjá að það var þétt traffík allan daginn til klukkan sex og ekki ein einasta pöntun eftir klukkan sex,“ segir Lydía. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Gjafageitur Geitin er góð búbót og gleður smalann Geitur og vatn í jólapakkana  Stóraukning var á sölu gjafabréfa Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin  640 geitur komu upp úr jólapökkum landsmanna ➤ Langvinsælastar voru geit-urnar, en Hjálparstarfið seldi 640 slíkar. ➤ Næstflestir keyptu hlutdeild íbrunni, eða 323. ➤ 262 leystu barn úr skulda-ánauð þessi jólin. ➤ Fjórar hænur saman í pakkarötuðu undir 243 tré. ➤ 100 börn munu setjast áskólabekk með skóladót frá Íslendingum. SÖLUHÆSTU GJAFABRÉFIN Rúmlega 10 þúsund börn, eða 53 prósent af aldurshópnum 6 til 18 ára sem á lögheimili í Reykjavík, nýttu svokallað frístundakort í fyrra. Upphæð styrksins tvöfaldast í ár og verður 25 þúsund krónur á barn. Áætlanir Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, ÍTR, gera ráð fyrir að fleiri börn nýti styrkinn í ár eða um 70 prósent þeirra sem eru á aldrinum 6 til 18 ára. ibs Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Helmingur nýtti frístundakortið Samfylkingarfélagið í Reykjavík heldur fund um úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem kann að hafa áhrif á skipulag fiskveiða. Fundurinn verður miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:30-22:00 á Hallveigarstíg 1. Húsið verður opnað kl. 20:00. Gestur fundarins er: Helgi Hjörvar alþingismaður. Fundarstjóri: Anna Pála Sverrisdóttir formaður Félags ungra jafnaðarmanna. ÞARF AÐ BREYTA KVÓTAKERFINU? Skráning á www.si.is MENNTADAGUR IÐNAÐARINS 2008 Ráðstefna um námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám Miðvikudaginn 23. janúar frá kl. 9.00 til 12.00 í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal Þekking og mannauður eru vaxandi drifkraftar í starfsemi fyrirtækja. Skólar byggja upp mannauð fyrir atvinnulífið. Þörf er fyrir nútímalegt og aðgengilegt námsefni í iðn- og starfsgreinum. Hvernig er unnt að tryggja stöðugt framboð á því? Veiti sálfræðilega meðferð og ráðgjöf fyrir: • einstaklinga m.a. við kvíða, fælni, óöryggi, sorg, áföllum, kulnun, streitu. • fjölskyldur m.a. við samskiptaerfiðleikum, gildin í fjölskyldunni, framtíðarsýn. • fyrirtæki m.a. fyrirtækja- og starfsviðmót, stjórnun breytinga. Handleiðsla fyrir stjórnendur og fagfólk. Held námskeið og veiti handleiðslu í Life-Navigation um hvernig • takast má við það óvænta í lífinu • vaxa sem einstaklingur og njóta lífsins Sálfræðiþjónusta mín er flutt í Bolholt 4 Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur í fyrirtækja-, vinnu- og klíniskri sálfræði cand psych Tímapantanir í síma 663 8927 eða í netpósti agustina@life-navigation.com

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.