24 stundir - 22.01.2008, Síða 12

24 stundir - 22.01.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi, hafði nauman sigur á Barack Obama í Nevadafylki á sunnudag. Næsta viðureign Obama og Clinton verður 26. janúar, þegar Demó- kratar ganga að kjörborðinu í Suður-Karólínufylki. Obama hefur sakað eiginmann Clinton, Bandaríkjaforsetann fyrrverandi, um að taka hlutverk sitt of alvarlega. „Þið vitið að for- setinn fyrrverandi, sem ég held að við berum öll mikla virðingu fyrir, hefur farið með stuðning sinn við eiginkonu sína upp á stig sem angrar mig,“ sagði Obama. Þykir honum Bill Clinton fara frjálslega með staðreyndir þegar hann er að gagnrýna hann. Bill Clinton hefur svarað því til að ásakanir Obama séu úr lausu lofti gripnar. „Clinton forseti er gífurlegur styrkur fyrir baráttu okkar og mun halda áfram að ræða við bandarísku þjóðina og tala máli Clinton öldungardeild- arþingmanns,“ sagði Phil Singer, talsmaður Hillary Clinton. Niðurstöður kjörsins í Suður- Karólínu, þar sem stór hluti kjós- enda er þeldökkur, á laugardag gætu ráðið miklu um framhald kosningabaráttunnar. aij Obama tekst á við Clin- ton-hjónin Þýskur reykbíll Veitingamenn á ítölskum veitingastað í Berlín hafa brugðið á það ráð að leggja bíl fyrir utan veitingastaðinn, til að viðskiptamenn geti reykt á milli rétta Barack Obama Gantast við fimm mánaða barnið Daryn að loknum ræðuhöldum í Suður-Karólínu. Forval demókrata í fylkinu fer fram 26. janúar. Apagolf Bavíani lætur sér fátt um finnast á golfmóti í Suður-Afríku. Mávatennis Manneskjur eru ekki einar um að fylgjast með tennis í Ástralíu. ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Hann heldur sífellt einhverju fram sem styðst ekki við stað- reyndir. Hvort sem það tengist andstöðu minni við Íraks- stríðið eða skipulagningu míns fólks í Las Vegas. Barack Obama um Bill Clinton Eins dags verkfall Búðum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem var lokað í mótmæla- skyni við ákvörðun Ísraelsstjórnar um að loka landamærum Gasastrandarinnar. Myndaköttur Fritz ráfar oft um Hartenstein í austurhluta Þýskalands með myndavél sem smellir af á 15 sekúndna fresti. Afraksturinn má sjá á heimasíðunni katz23.de.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.