24 stundir - 22.01.2008, Side 36

24 stundir - 22.01.2008, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Einn sænskur fimleikahópur tók þátt í mótinu hérlendis nú en lík- ur eru á að fimm til tíu erlend keppnis- lið í fimleikum taki þátt á næsta ári. Róður íslenska landsliðsins í handknattleik verður með þyngsta móti næstu þrjá dagana en í dag mæta strákarnir heimsmeisturum Þjóðverja, á morgun liði Ungverja og á fimmtudag Spánverjum. Spán- verjar eru auk Frakka það lið sem veðbankar spá helst sigri á mótinu en ekki eru líkurnar á að Þjóðverjar sláist í þann hóp mikið minni. Ólafur inn aftur Það er því vægast sagt þungur róðurinn og ljóst má vera að leik- irnir gegn Svíum og Slóvökum voru nánast hreinn barnaleikur miðað við það sem koma skal næstu þrjá dagana. Ísland er lang- neðst í milliriðli sínum með 0 stig og fjórtán mörk í mínus. Sem bet- ur fer eru líkur á að Ólafur Stef- ánsson verði með. Tæknilega séð gæti Ísland komist áfram upp úr riðli 2 með því að leggja tvo and- stæðinga af þremur að velli en jafnvel það er langsótt þó ekki væri nema fyrir slaka markatölu liðsins sem er tíu mörkum lakari en næsta liðs á undan sem eru Þjóðverjar. Sóknin vandamál á HM og vörnin nú á EM Krísuvíkurleið íslenska landsliðsins ÞRI. 22. JAN. 15:20 Ísland - Þýskaland MIÐ. 23. JAN. 19:15 Ísland - Ungverjaland FIM. 24. JAN. 14:20 Ísland - Spánn LEIKIR ÍSLANDS Ónefndir spekingar eruóðar farnir að tala umað Real Madrid hafi aðra hönd á stýri í spænsku deild- inni enda liðið með sjö stiga forskot á Barcelona þegar 20 leikir hafa verið leiknir. Satt er að hér áður fyrr hefði verið óhætt að setja samasemmerki þar á milli en ekki lengur. Aðeins er ár síðan Börsungar voru í nákvæmlega sömu sporum og Real nú; með gott forskot og fátt sem benti til að þeir spiluðu titlinum frá sér. Illa er talað um Alex Fergu-son á bloggsíðum Readingþessa dag- ana. Halda menn því fram að Skotinn hafi við lok leiks Reading og United sent ósæmilega kveðju í átt að stuðnings- mönnum heimaliðsins en það er langsótt. Nær lagi að hann hafi verið að senda dómara leiksins slíkt enda vel komið fram yfir leiktíma á þeirri stundu. Bíða menn spenntir eftirhrókeringum KevinKeegan hjá Newcastle. Hefur hann að- eins 11 daga til stefnu ætli hann að versla en nefndur hefur verið Deco hjá Barcelona. Stutt er síðan fjallað var umLukas Podolski hér á síð-um. Hef- ur hann kynnst varamanna- bekk Bayern mun betur en leikkerfunum úti á velli þar og vill brott. Nú vill Dietmar Hamann meina að Sven-Göran Er- iksson vilji kappann og það ekki seinna en nú í janúar. Kæmi Þjóðverjinn í stað Rol- ando Bianchi sem ekki hefur fundið sig með City í vetur og vill sömuleiðis fara. Þrátt fyrir ófærð og afleitt veður á Fáskrúðsfirði um helgina tóku svo margir glímukappar þátt í bik- arglímu- og grunnskólamóti Glímusambands Íslands að glímt var stanslaust í átta klukkustundir. Soffía Björns- dóttir sigraði í opnum flokki kvenna meðan Pétur Eyþórs- son tók karlaflokkinn að venju. Átta stundir Sama var uppi á teningnum hvað veðurfar varðaði í Kefla- vík um helgina þegar stjörnu- leikur Körfuknattleiks- sambandsins var haldinn. Það aftraði ekki fjölda fólks frá því að koma og sjá besta körfu- knattleiksfólk landsins etja kappi við besta erlenda körfu- knattleiksfólkið. Í kvenna- flokki féll lítið fyrir stelpurnar okkar. Þær steinlágu fyrir er- lendu stúlkunum með 22. stigamun 100-78 og sáu lítið til sólar lungann úr leiknum. Ísland undir Sagan í karlaflokknum var önnur og betri en þar vannst íslenskur sigur eftir að loka- flautan gall en þá voru ís- lensku strákarnir undir. Var brotið á Hlyni Bæringssyni á lokasekúndunni og fékk hann tvö vítaskot sem enduðu bæði ofan í og tryggðu 137-136 sig- ur íslenska landsliðsins. Var um frábæra skemmtun að ræða eins og stjörnuleikir eiga að sjálfsögðu að vera. Til stóð lengi vel að slá þriggja stiga skotkeppnina og troðslu- keppnina af en sökum ítrek- aðra beiðna fór troðslukeppn- in fram. Hana vann Ólafur Ólafsson frá Grindavík. Ísland yfir Nokkur umræða fer fram meðal mótorkrossfólks um hvort grundvöllur sé fyrir 24 tíma keppni hérlendis. Eru slíkar mótorkrosskeppnir þekktar erlendis frá sem og Le Mans-kappaksturinn marg- frægi. 24 stundir Ótrúlegt líf var í Laugardalnum um helgina þegar nýtt alþjóðlegt mót, Reykjavík International, var þar haldið. Alls tóku 2000 kepp- endur þátt og þrátt fyrir tiltölulega lítinn fyrirvara voru allnokkrir er- lendir keppendur þar á meðal.Att var kappi í níu greinum alls en ráð- gert er að mótið verði árlegur við- burður. Fimleikagreinarnar fóru fram í Laugardalshöll og var nokkuð vel skipað í áhorfendasætunum á meðan. Var þar meðal annars keppt í liðafimleikum, team gym, og hafði sænskur fimleikahópur þar sigur. Í húsum TBR fór fram unglinga- meistaramót í badminton. Komu erlendir gestir þar einnig við sögu og tókst það mót fullkomlega að sögn mótshaldara. Tígulegar Alls var keppt í níu greinum á mótinu um helgina en fimleikamótið var fjölmennast. Velheppnuð íþróttaveisla  Fyrsta alþjóðlega Reykjavík International tókst í alla staði vel Fullt hús Hús TBR voru iðandi af lífi alla helgina. Allmargir erlendir íþróttamenn sóttu Klak- ann heim um helgina til að taka þátt í hinu al- þjóðlega íþróttamóti Reykjavík International. Var þetta í fyrsta sinn sem það er haldið og gekk allt vel upp. Árvakur/Frikki SKEYTIN INN Team Gymnastics Sænskur fim- leikahópur fór með sigur af hólmi þar. Stuðningur af pöllunum Ekki vantaði hann en 400 manns fylgdust með.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.