24 stundir - 22.01.2008, Page 41

24 stundir - 22.01.2008, Page 41
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 41 Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Caoz hf. hefur farið fram á það við aðstandendur deilisíðurnar Thevikingbay.org að þeir greiði Caoz 608.940 krónur fyrir ólög- legt niðurhal á myndinni Anna og skapsveiflurnar sem er birt á deil- isíðunni. Samkvæmt bréfi Caoz hefur myndinni verið hlaðið niður 306 sinnum en bréfið er hægt að sjá í heild sinni, sem og svar tals- manns thevikingbay, á deilisíð- unni. Aðstandendur Viking Bay hafa 30 daga til að greiða upp- hæðina ella fer málið í innheimtu. Munu ekki borga krónu Unnar Geir Ægisson, tals- maður Viking Bay, segir að ekki komi til greina að borga um- rædda upphæð eða þá að fjar- lægja myndina af síðunni. „Við lítum á þetta mál í svolítið öðru ljósi en svona fólk. Þetta er fram- tíðin,“ segir Unnar og vísar þá til skráaskiptaforrita sem leyfa not- endum að skiptast á höfund- arréttarvörðu efni. Hann segir að það hafi einu sinni gerst að efni hafi verið fjar- lægt af Viking Bay en þá hafi það verið vegna mistaka stjórnanda. Hafa fengið líflátshótanir Unnar segir að síðunni berist hótunarbréf mjög reglulega og oft sé hótað fleiru heldur en bara málsóknum og skaðabótum. „Fólk hefur hótað að berja okkur og drepa okkur og hvaðeina.“ Hann segir að það hafi alveg komið fyrir að þeir sem hafi haft í þessum hótunum hafi verið lista- menn sem eiga efni inni á síð- unni. Unnar vill þó ekki nafn- greina þessa aðila. „Við verðum að virða alla og viljum ekki skemma mannorð listamanna.“ Caoz vill fá greitt fyrir Önnu og skapsveiflurnar Rukka 600.000 fyrir ólöglegt niðurhal ➤ Síðan varð til eftir að hinfræga istorrent lagði upp laupana. ➤ Á meðal íslensks efnis á síð-unni er sjónvarpsþáttaröðin Pressa, Næturvaktin og nýj- asti diskur Páls Óskars, Allt fyrir ástina. THEVIKINGBAY.ORG Íslensku tölvuteikni- myndinni Anna og skap- sveiflurnar hefur verið hlaðið niður rúmlega 300 sinnum á íslenskri deili- síðu. Framleiðandi mynd- arinnar fer fram á bætur fyrir niðurhalið. Anna og skapsveiflurnar Var sýnd í sjónvarpi 1. jan- úar og var nær samstundis komin inn á Viking Bay. Þeir sem eru á höttunum eftir gæludýri, en langar í eitthvað frumlegra en hund eða kött, ættu að beina sjónum sínum að 80 sentimetra löngum fersk- vatnshákarli sem nú er verið að bjóða til sölu. Fiskurinn hefur ver- ið í sýningarbúri í gullfiskaversl- uninni Fiskabúr.is frá því hann var fluttur hingað til lands fyrir sjö ár- um, þá aðeins örfáir sentimetrar að stærð. Nú er verslunin hins veg- ar að hætta rekstri og erfitt að koma fisknum fyrir. „Við erum að leita að ein- hverjum sem getur gefið honum gott pláss. Aðalatriðið er að hann fái búr sem hentar honum, en það er ekki hægt að fá hér á landi,“ seg- ir Hlynur Ingi Grétarsson, annar eigandi skepnunnar. „Verðið er ekki aðalatriði, heldur að fiskurinn fái sómasamlegt heimili,“ bætir hann við, en Hlynur kveðst ekki geta búið honum heimili sjálfur þar sem fyrir eru 13 fiskabúr á heimili hans. Upplýsingar um hákarlinn má nálgast á Fiskaspjall.is, en í auglýs- ingunni segir að um sé að ræða „tilvalið tækifæri fyrir fyrirtæki með metnað til að koma upp veru- lega sérstökum hlut til að lyfta upp húsakynnum sínum og fanga at- hygli viðskiptamanna sinna.“ Hljóta það að vera orð að sönnu. bjornbragi@24stundir.is Hákarl til sölu Flottur Hákarlinn myndi sóma sér vel á hverju heimili. Árvakur/Ómar Söngvari Led Zeppelin, Robert Plant, kallaði hljómsveitina Ra- diohead rusl þar sem hann sat við drykkju í Norður-Lundúnum um helgina. Það er breska blaðið The Sun sem greinir frá. Samkvæmt heimildum The Sun sátu Plant og vinkona hans að sumbli, og heimtaði söngvarinn að slökkt yrði á tónlist Radiohead sem var í gangi á barnum. Hann sagði Ra- diohead vera rusl og kallaði tón- listina leikskólalög. re Plant segir Radiohead rusl

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.