24 stundir - 22.01.2008, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir
„Það var engu líkara en lands-
liðið hefði komið til leiks í dag
með hnífasett Framsóknarflokks-
ins í bakinu. … liðið er enn í
vandræðum með að skora úr
hefðbundnum sóknum. Frakk-
arnir gerðu fá mistök, og þess
vegna fengu Íslendingar ekki
hraðaupphlaup.“
Einar Ben Þorsteinsson
einar.eyjan.is
„Hann (Björn Ingi) er alltaf grát-
andi eða tekur eitthvað svakalega
nærri sér! Alltaf einhver helvítis
tilfinningasemi. Hann lítur alltaf
út eins og meðvirk eiginkona. Jes-
ús minn einasti, ég er búinn að
gefast upp á honum ef eitthvað
er. Kallið til kvensjúkdómalækni
til að vinna á meðvirkninni …“
Lúkas Jarl Kolbjarnarson
blogg.visir.is/eljaki
„Fórnarlambavæluskjóða og
kvenremburuddi … aka Kolbrún
Hún Kolbrún Halldórsdóttir er
tímaskekkja. Barátta „gömlu“
kvenréttindanna er stærsti þrösk-
uldur jafnréttis og mér þykir
kominn tími til að þessi kona
finni sér nýja vinnu!“
Heiða B. Heiðarsdóttir
skessa.blog.is/blog
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Við fögnum því að hafa stuðning
um allt land, við erum ánægðir
með það,“ segir Guðjón Guð-
mundsson, formaður stjórnar
Knattspyrnufélags Reykjavíkur,
um það uppátæki Knattspyrnu-
félags Reyðarfjarðar að nota
skammstöfunina KR.
Mikil ólga er meðal stuðnings-
manna KR í Vesturbæ Reykjavíkur
vegna Reyðfirðinganna. Fyrir helgi
birtist á vefsíðunni krreykjavík.is
pistill eftir Jón Bjarna Kristjánsson
undir fyrirsögninni: Óþarfa leið-
indi að austan! Þar segir Jón Bjarni
að KR sé „sennilega eitt verðmæt-
asta vörumerki íslenskrar knatt-
spyrnu“ og sakar Reyðfirðingana
um óvirðingu gagnvart starfinu
sem unnið er í Vesturbænum.
Eiga einkarétt á vörumerkinu
Guðjón Guðmundsson segist
eiga eftir að sjá hvort Knattspyrnu-
félagi Reyðarfjarðar sé alvara. „Við
viljum heyra áfram KR sem víð-
ast,“ segir hann og bætir við: „En
við eigum einkarétt á vörumerkinu
KR. Nákvæmlega hvernig það
virkar í þessu tilfelli þori ég ekki að
tjá mig um.“
Kjartan Bragi Valgeirsson, tals-
maður KR-inga á Reyðarfirði, segir
umræðuna koma sér á óvart. „Ég
bjóst aldrei við að þetta kæmist í
fréttirnar,“ segir hann. „Mér finnst
viðbrögðin stórskemmtileg og ég
hef gaman af umræðunni. Öll um-
fjöllun er góð fyrir okkur.“
Sækja um í 3. deild
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar
hefur sent inn umsókn um að spila
í 3. deild Íslandsmótsins í knatt-
spyrnu næsta sumar. KSÍ hefur
strax hafnað beiðni liðsins um að
nota skammstöfunina KR í leik-
skrá. Það stöðvar þó ekki
Reyðfirðinga, sem kalla lið
sitt KR í daglegu tali. „Við
höldum því áfram þangað til
annað kemur í ljós,“ segir
Kjartan kokhraustur.
Vesturbæingar hafa hingað til
hvatt lið sitt til dáða með því að
hrópa skammstöfun liðs síns á
leikjum. Spurður hvort Reyðfirð-
ingar ætli að gera slíkt hið sama
verður Kjartan
leyndardóms-
fullur: „…Það
er spurning.
Það verður að
koma í ljós.“
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar kallar sig KR eins og Vesturbæingar
KR fagnar stuðn-
ingi frá Reyðarfirði
KR-ingar eru ósáttir við
KR-inga á Reyðarfirði og
segja þá hafa stolið nafni
sínu. Stjórnarformaður
KR fagnar Reyðfirð-
ingum, en þeim finnst
umræðan skemmtileg.
KR-ingar Ósáttir við
nafna sína fyrir austan.
HEYRST HEFUR …
Yfir 40 hljómsveitir hafa þegar skráð sig á rokkhá-
tíðina Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísa-
firði um páskana; nokkuð sem ætti að gleðja Mug-
ison og aðra aðstandendur hátíðarinnar. Skipuð
hefur verið þriggja manna uppstillingarnefnd sem
ákveður hverjum verður boðið á hátíðina í ár. Síð-
asti skiladagur umsókna er föstudagurinn 15. febr-
úar. Skráning fer fram á síðunni www.aldrei.is. re
Lestarslysinu Britney Spears barst stuðningur úr
ekkert svo óvæntri átt þegar landslið íslenskra
poppara tróð upp á styrktartónleikum fyrir krabba-
meinssjúk börn í Háskólabíói. Stúlkurnar í Nylon
stigu á svið í bolum merktum slagorðinu „Save
Britney“ eða „Björgum Britney“ og vöktu mikla at-
hygli viðstaddra fyrir fimlega líkamsburði og stima-
mjúkar hreyfingar. afb
Annars getur Selfoss-Mozartinn Einar Bárðarson
verið ánægður með tónleikana, en þrjár milljónir
króna söfnuðust sem renna óskiptar til Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra barna. Birgitta Hauk-
dal, Friðrik Ómar og X-Factor-afsprengin Jógvan
og Hara-systur voru í miklu stuði á tónleikunum
og léku við hvern sinn fingur eins og Sniglabandið,
Garðar Cortes og Ragnheiður Gröndal. afb
Listamaðurinn Erró áritaði bók
sína, Erró í tímaröð, í bókabúð
Máls og menningar á Laugaveg-
inum á laugardaginn var. Elsa
María Ólafsdóttir, verslunarstjóri
Máls og menningar, segir að lista-
maðurinn hafi unnið hug og
hjörtu allra viðstaddra með fram-
komu sinni og góðmennsku.
„Fólk byrjaði að mæta klukkan
átta um morguninn þrátt fyrir að
það hafi verið ofsalega kalt, enda
fátítt að listamaður á borð við
hann gefi verk sín,“ segir Elsa. Erró
hugðist gefa viðskiptavinum versl-
unarinnar 100 myndir eftir sig, en
þær voru fljótar að klárast. Elsa
segir að þá hafi hann einfaldlega
tekið fram fleiri myndir, þar sem
hann vildi allt fyrir alla gera.
„Það kom til mín viðskiptavinur
og spurði hvort það væri mögulegt
að fá mynd. „Auðvitað fær hann
mynd,“ sagði Erró þá og fannst
það ekkert tiltökumál.“
Laus við alla stæla
Elsa segist hafa þurft að kíkja í
ævisögu listamannsins til að sjá að
hann væri virkilega orðinn 75 ára,
hann hafi verið svo unglegur og
skemmtilegur.
„Erró er náttúrlega ekkert smá
nafn og það var stórkostlegt að sjá
hvað hann var laus við alla stæla.
Hann hengdi bara jakkann sinn
inni á lagernum eins og aðrir og
vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér.
Maður fann hvað hann meinti
þetta allt vel og það var bara svo
gott í honum. Hann er alveg ótrú-
lega heillandi maður,“ segir Elsa.
bjornbragi@24stundir.is
Erró sló í gegn í verslun Máls og menningar
Alveg ótrúlega
heillandi maður
Áritað fyrir viðskiptavini Erró í Máli og
menningu á laugardag.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
5 6 8 4 1 2 9 7 3
9 4 1 7 3 6 2 5 8
2 3 7 8 5 9 4 6 1
3 7 4 9 2 5 8 1 6
6 5 2 1 8 3 7 9 4
8 1 9 6 4 7 5 3 2
4 9 5 2 6 1 3 8 7
7 8 6 3 9 4 1 2 5
1 2 3 5 7 8 6 4 9
Ég er mjög tímabundinn!
Hvar eru smásögurnar?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Við kveiktum strax á
perunni þegar
slokknaði á ljósaperunum.
Kveiktuð þið ekki á perunni?
Hrólfur Jónsson er sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykja-
víkurborgar, en umferðarljósin á gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar og Sæbrautar komust loksins í lag í gær
eftir að hafa verið biluð í rúma viku.
KR-ingur? Kjartan fyrir
austan fagnar umræðunni.