24 stundir - 09.05.2008, Side 1

24 stundir - 09.05.2008, Side 1
24stundirföstudagur9. maí 200887. tölublað 4. árgangur Kastar flugu vel VEIÐI»50 Arnar Tómas Birgisson, þrettán ára, kastar flugunni listilega vel enda hefur hann kastað flugu síðan hann var sex ára. Þessa dagana veiðir hann daglega við Elliðavatn. Guðbjörg Sigurðardóttir segir nýja stefnu um upplýsinga- samfélagið byggjast á þjónustu, skilvirkni og framþróun en ráðist verður í 65 aðgerðir á fram- kvæmdatíma stefnunnar. Þjónusta og aðgerðir UPPLÝSINGATÆKNI»32 38% verðmunur á hreinsun sængur NEYTENDAVAKTIN »4 Svíinn Olivia Haglund fékk lítinn frið til að gera jógaæf- ingarnar sínar í Malmö. Hún kom sér vel fyrir á húsþaki, en heilmikil læti trufluðu æfing- arnar. Þar var kominn lög- reglumaður í kranabíl, sem ætlaði að fá Haglund ofan af því að fremja sjálfsvíg. „Það eina sem ég vildi var að finna rólegan stað í borg- arumhverfinu,“ segir Hag- lund. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég notaði þakið – og væntanlega það síðasta.“ aij Jóga, ekki sjálfsvíg GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 78,47 1,91  GBP 153,35 1,96  DKK 16,21 1,99  JPY 0,75 3,33  EUR 120,97 1,99  GENGISVÍSITALA 156,36 2,00  ÚRVALSVÍSITALA 4.923,03 -0,36  »14 5 8 0 1 0 VEÐRIÐ Í DAG »2 Meint kynferðisbrot sóknarprests á Selfossi gagnvart þremur unglings- stúlkum er fyrsta málið sem fer alla leið til yfirvalda úr fagráði kirkj- unnar um meðferð kynferðismála, en málið er jafnframt það fyrsta þar sem meintir þolendur eru börn. Sálfræðingur gagnrýnir íhlutun kirkjunnar í málinu. Fyrsta málið sem fer alla leið »2 Soffía Vagnsdóttir, fyrrverandi formaður bæjarráðs Bolung- arvíkur, undirritar í dag ásamt systkinum sínum 400 milljóna króna samning við þýska ferða- skrifstofu. Smíða á 25 hús og 25 báta fyrir ferðamenn sem koma í stangveiði til Bol- ungarvíkur. Samningur upp á 400 milljónir »12 Nýr framkvæmdastjóri miðborg- armála segir ungfrú Reykjavík með brenndar tennur. Hann ætlar að taka á með borgarstjóra sem hafi hreinni og tærari sýn á íslenska náttúru en aðrir stjórnmálamenn. Launin segir hann ekki jafnast á við launakjör sín síðustu ár. Jakob Frímann í þegnskyldu »4 Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Ég get ekki ímyndað mér að við verðum rekin út en það er mjög óþægilegt að vita ekkert,“ segir Ólafía Jónasdóttir, sem býr í einni af fimm þjónustuíbúðum sem Ísa- fjarðarbær rekur á Tjörn á Þingeyri. Eins og 24 stundir sögðu frá á miðvikudag hefur Heilbrigðis- stofnun Ísafjarðarbæjar ákveðið að loka öldrunardeildinni á Tjörn og flytja íbúana á Ísafjörð á meðan starfsfólkið fer í sumarfrí, af sparn- aðarástæðum. Er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert, en áður hefur sama þjónustustigi verið haldið með því að ráða afleysinga- fólk. Þó að Tjörn skiptist með form- legum hætti í öldrunardeild, sem heyrir undir HÍ, og þjónustuíbúðir sem reknar eru af bænum, er heim- ilið rekið sem ein eining og sinnir sama starfsfólkið matseld, þrifum og þvottum fyrir íbúa á báðum stöðum. Var í gildi um það þjón- ustusamningur á milli HÍ og Ísa- fjarðarbæjar en hann rann út um seinustu áramót. Margrét Geirsdóttir, forstöðu- maður skóla- og fjölskylduskrif- stofu hjá Ísafjarðarbæ, segir að munnlegt samkomulag hafi náðst um að HÍ veitti áfram þá þjónustu sem hún hefur veitt þó að samn- ingurinn hafi runnið út. Að sögn Þrastar Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra HÍ, snerist samning- urinn þó aðeins um að stofnunin myndi láta vita með fyrirvara ef hún hætti þjónustunni. Í byrjun apríl bárust bænum svo upplýsingar um að nú kæmi að honum að veita íbúum þjónustu- íbúðanna tilheyrandi þjónustu meðan á sumarfríum Tjarnarfólks stæði, að sögn Margrétar. Hefur enn ekki verið ákveðið hvernig það verður leyst en ljóst er að kostn- aður verður umtalsverður. Íbúar uggandi  Íbúar þjónustuíbúða á Tjörn á Þingeyri eru uggandi hvað um þá verður meðan á sumarlokun öldrunardeildar stendur AFLEYSINGAFÓLK»6 ➤ Í þjónustuíbúðunum fimm áTjörn búa nú þrír ein- staklingar. Von er á tveimur í viðbót í sumar. ➤ Á öldrunardeildinni búa tveireinstaklingar. TJÖRN Á ÞINGEYRI „Það sást víða tár á hvarmi þegar við slepptum blöðrunum og það var gert í þögn,“ segir Soffía Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur, en milli þrjú og fjögur þúsund manns komu saman til að ganga gegn slysum í blíðskap- arveðri í Reykjavík í gær. „Ég held og vona að við komum þeim skilaboðum áleiðis út í samfélagið að okkur er ekki sama. Það skiptir okkur miklu máli að fólk komi öruggt og heilt heim frekar en til okkar.“ Saman gegn slysum 24 stundir/Kristinn Ingvarsson „Skiptir okkur miklu máli að fólk komi öruggt og heilt heim“ NETRÍKIÐ ÍSLAND Sérblað um rafræna stjórnsýslu fylgir 24 stundum í dag Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500, opið: 10-18 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504, opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 Enginn er betri Violino hágæða leðursófar

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.