24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is
Gel/ethanOl
aRineldStæði í
SumaRbúStaðinn
eða heimilið.
ReyKlauS OG
lyKtaRlauS
byltinG í SVefnlauSnum
tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði
55
ára
Húsgagnavinnustofa rH
Frí legugreining og
fagleg ráðgjöf um val
á heilsudýnum.
20-50%
afSláttuR
Í leiðara 24 stunda 1. maí sl.
skrifar Ólafur Stephensen ritstjóri
um heilbrigðiskerfið og mærir
mjög kosti einkaframtaksins, þar
ríkir kraftur og hreystimennska, en
í opinbera rekstrinum deyfð og
magnleysi, já gott ef ekki sjúkleiki.
Þennan málflutning hefur mátt
heyra svo um munar að undan-
förnu. Í fararbroddi hefur verið al-
þingismaðurinn og fyrrverandi
formaður Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga, Ásta Möller. Hún og
fleiri frjálshyggjumenn hafa verið
duglegir við að lýsa kostum einka-
rekstrar í ræðu og riti, þar ríki
frelsi, metnaður, frumkvæði og
ekki síst hagkvæmni. En alltaf
komast þessir talsmenn einka-
rekstrar (sem er hluti einkavæðing-
ar eins og dr. Rúnar Vilhjálmsson
hefur margsinnis bent á í skrifum
sínum) upp með að leggja dæmið
fram óreiknað, því fylgja hvorki
tölur né það sem ekki verður í töl-
um mælt. Því það er ekki mál-
staðnum til framdráttar að einka-
væðing dregur ekki, þegar að er
gáð, úr kostnaði við heilbrigðis-
kerfið. Hún dregur hins vegar úr
jöfnuði.
Fjársvelti og aðstöðuleysi
Í leiðaranum tekur ritstjórinn
deilur hjúkrunarfræðinga og
geislafræðinga á LSH sem birting-
armynd stöðnunar í miðstýrðu rík-
isreknu bákni. En veldur rekstrar-
formið því að ekki er hlustað á
starfsfólkið eða að komið er fram
við það af lítilsvirðingu og ósveigj-
anleika? Er ekki horft framhjá ein-
hverju? Hverjir bera ábyrgðina á
rekstri spítalans? Eru það ekki
stjórnvöld? Getur verið að ástandið
á LSH endurspegli þá stefnu sem
yfirvöld hafa rekið í mörg ár,
þ.e.a.s. fjársvelti, aðstöðuleysi,
aukna yfirbyggingu og nú síðast að
setja yfir allt klabbið nefnd með
einn af haukum einkavæðingar
sem formann, og hefur sá nú ekki
endilega stuðlað að friði í yfirstjórn
spítalans. Þegar starfsfólk er orðið
sligað af vinnuálagi og lítilli stjórn
á starfsumhverfi sínu, þá kemur
opinbert hlutafélag og einkavæð-
ing eins og töfralausn. En lausn
fyrir hverja? Það var samstaða
hjúkrunarfræðinga sem skilaði ár-
angri og verður vonandi til þess að
stjórn spítalans hafi framvegis
starfsmenn með í ráðum við breyt-
ingar á starfsskilyrðum þeirra. Og
þá er vert að hafa í huga að æðstu
yfirmenn spítalans eru talsmenn
einkarekstrar. Ef einkarekstur á að
tryggja það að hlustað sé á starfs-
fólk eða komið til móts við kröfur
þess og réttindi, af hverju þurfti þá
að knýja talsmenn einkarekstrar til
þess? Það þýðir ekki að kenna
hendinni um þótt hún skjálfi.
Lasin stjórnvöld
Undirrituð kom aftur til starfa
við báknið LSH fyrir rúmu hálfu
ári eftir 13 ára fjarveru. Það er
margt sem hefur breyst, báknið er
stærra og margt má betur fara. En
margt hefur líka lagast og má þar
nefna aukna áherslu á símenntun,
vísinda- og rannsóknarstörf sem
gagnast sjúklingum og aðstand-
endum þeirra, væntanlega innleið-
ingu fjölskylduhjúkrunar og bætt
skráningarferli. Þess má að lokum
geta að ég vinn við svokallaða vett-
vangshjúkrun á Kleppi, heimageð-
hjúkrun sem var sett á laggirnar að
frumkvæði hjúkrunarfræðinga og
er liður í bættri samfélagsgeðþjón-
ustu af hálfu spítalans. Það er svo á
ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að
hægt sé að veita hana. Heilbrigð-
isþjónustan er ekki lasnari en þau
stjórnvöld sem yfir henni eru.
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur
Er sjúkleikinn í
hausnum?
UMRÆÐAN aGuðbjörg Sveinsdóttir
Þegar starfs-
fólk er orðið
sligað af
vinnuálagi
og lítilli
stjórn á
starfsum-
hverfi sínu, þá kemur op-
inbert hlutafélag og
einkavæðing eins og
töfralausn. En lausn fyrir
hverja?
Gott fólk
Þó að heilsugæslan bjóði upp á
góða þjónustu er að sjálfsögðu ekki
hægt að neyða innflytjendur til
þess að nota hana. Hvað gerist ef
innflytjandi sem líður illa getur alls
ekki skilið íslensku og þekkir ekki
heilsugæslukerfið hérlendis? Eða
hvað ef hann er með eins konar
fordóma gagnvart geðsjúkdómum
og því að fá aðstoð út af þeim?
Ég tel að lykilaðilarnir í þessu
máli séu það fólk sem er í kringum
innflytjendur. Það er t.d. fjölskyld-
ur þeirra, sem geta einnig verið
innflytjendur, samlandar þeirra
sem tala íslensku og þekkja kerfið
vel, íslenskir vinir eða samstarfs-
fólk og svo framvegis, m.ö.o. það
fólk sem hefur bein og dagleg sam-
skipti við innflytjendur. Það er
nefnilega fólk sem getur útskýrt
kerfið fyrir innflytjendum, þýtt
upplýsingar á móðurmál viðkom-
andi, sannfært um nauðsyn þess að
fara til læknis, hvatt til þess að það
sé gert og jafnvel hjálpað einstak-
lingum við að panta tíma hjá rétt-
um lækni.
Það fólk er í raun og veru að
mínu mati, það sem fær heildar-
kerfið til að virka fyrir innflytjend-
ur.
Aukin vitund umhverfisins
Þess vegna finnst mér nauðsyn-
legt og mikilvægt að starfsemi sem
miðar að bættri geðheilsu innflytj-
enda taki mið af því fólki sem er í
Í tilefni af Alþjóðageðheilbrigð-
isdeginum í fyrra (10. október) var
haldin ráðstefna sem bar yfirskrift-
ina: „Innflytjendur og geðheil-
brigði“. Ráðstefnan var haldin að
frumkvæði Geðhjálpar auk ýmissa
samstarfsaðila. Í kjölfar hennar
mótaðist hópur áhugafólks, bæði á
vegum samtaka og eins einstaklinga
í kringum Geðhjálp. Ég er í hópn-
um sjálfur. Hópurinn fundar reglu-
lega til þess að skipuleggja fræðslu-
stundi, búa til fræðsluefni og móta
raunhæfar tillögur sem hægt er að
leggja fram um málefni geðsjúkra,
bæði til heilbrigðisyfirvalda og al-
mennings. Mig langar til þess að
deila hugmyndum mínum með les-
endum, en þær eru skoðun mín
sem einstaklings en ekki sem full-
trúa ofangreinds samstarfshóps.
Erfitt fyrir innflytjendur
Þegar manni líður illa, er hald-
inn kvíða eða ofsóknarkennd, er
nauðsynlegt að geta talað við ein-
hvern annan um það. Ef vanlíðan
er mikil og viðvarandi er nauðsyn-
legt að leita sér aðstoðar hjá lækni
eða sérfræðingi fljótlega. Þetta á
við um alla í þjóðfélaginu.
Hins vegar getur þetta verið
bæði flókið og erfitt, sérstaklega
þegar innflytjandi á í hlut. Af
hverju? Það má telja strax fram at-
riði eins og: A) tungumálaerfið-
leika viðkomandi, B) vanþekkingu
viðkomandi á heilsugæslukerfinu,
C) menningarlega hindrun þess að
tala um eigin vandamál við annað
fólk, D) erfiðleikar við að viður-
kenna andlegan sjúkdóm sinn.
Þannig virðist stundum ákveðin
fjarlægð vera til staðar milli ein-
staklings af erlendum uppruna og
fagfólks í heilsugæslukerfinu.
Mér sýnist að heilsugæslukerfið
hafi staðið vel að því að undan-
förnu að taka á móti innflytjend-
um. Að sjálfsögðu er ýmislegt sem
enn mætti bæta þar sem það virðist
sem kerfið fylgi ekki þróun málefn-
isins, samt er sýnilegt að heilbrigð-
iskerfið batnar stig af stigi þegar
innflytjendur eiga í hlut. Varðandi
geðheilsumál væri til bóta ef
heilsugæslan gæti búið til einfaldan
bækling sem sýnir fram á hverjir
geta sótt um hvers konar þjónustu í
heilsugæslukerfinu og hvar. Einnig
er mikilvægt að draga fram nokkur
dæmigerð einkenni þunglyndis eða
kvíða svo að innflytjendur og að-
standendur þeirra öðlist betri
þekkingu á sjúkdómnum.
kringum innflytjendur. Fræðsla
um einkenni geðsjúkdóma, kynn-
ing á geðheilsuþjónustu eða fundir
þar sem málefnið er kynnt og rætt
eru leiðir sem hægt er að fara. En
allt þetta verður að vera hannað
jafnt fyrir þá sem eru í samskiptum
við innflytjendur og fyrir innflytj-
endur sjálfa.
En til þess að forðast misskilning
er ég ekki að segja að bein starfsemi
sem miðast við innflytjendur sé
ekki mikilvæg. Ég vil einfaldlega
leyfa mér að benda á að þjónusta
við fólkið í kringum þá er einnig
jafn mikilvæg.
Málefnið er mjög persónulegs
eðlis en samt mun betri árangur
nást með aukinni vitund og skiln-
ingi umhverfisins.
Höfundur er prestur innflytjenda
Lítil hugleiðing um
geðheilsu innflytjenda
UMRÆÐAN aToshiki Toma
Þó að heilsu-
gæslan bjóði
upp á góða
þjónustu er
að sjálfsögðu
ekki hægt að
neyða inn-
flytjendur til þess að nota
hana.
Vanlíðan „Ef vanlíðan er
mikil og viðvarandi er
nauðsynlegt að leita sér
aðstoðar hjá lækni eða
sérfræðingi fljótlega.“