24 stundir


24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 20

24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað fyrir konur. Christabel Pankhurst Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Einn af fjölmörgum atburðum Listahátíðar í ár er Tilraunamara- þon sem fer fram í Hafnarhúsinu 15. maí til 24. ágúst. Að þessum listviðburði koma um fjörutíu lista- og vísindamenn úr alþjóða- samfélaginu. Meðal þátttakenda eru Þorsteinn I. Sigfússon, eðl- isfræðiprófessor og framkvæmda- stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands, og starfsmenn hans sem fremja gjörninginn Vetnið tamið. „Þetta hófst á því að hópur manna tengdur Ólafi Elíassyni kom að máli við mig og spurði hvort ég væri tilbúinn að taka þátt í þessum viðburði. Ég sagðist gjarnan vilja það. Ég ákvað að fjalla um það hvernig vetnið er tamið, en það er einmitt það sem við erum að vinna að hér á Íslandi. Þessari hugmynd var geysivel tekið. Ég ákvað að fá starfsfólk í lið með mér, verkfræð- inga, eðlisfræðinga og efnafræð- inga,“ segir Þorsteinn. Í hlutverki atóma Þar sem um gjörning er að ræða vill Þorsteinn ekki útskýra framlag- ið í smáatriðum til að eyðileggja ekki upplifun áhorfenda. „Þetta er gjörningur og við sem flytjum hann höfum unnið að honum í sameiningu. Þetta er tólf manna at- riði sem tekur um fimmtán mín- útur. Atriðið hefst á fyrirlestri mín- um um tæknileg og söguleg atriði. Samstarfsfólk mitt setur málið í stærra samhengi með því að fara í gervi öreinda. Þarna reynir nokkuð á leikhæfileika því starfsfólkið þarf að sýna eiginleika þessara atóma og verður í búningum sem merktir eru ákveðnum atómum og minna á eiginleika þeirra. Við höfum búið til sviðsmynd sem sýnir stækkaða róteindarhimnu og höfum fengið ráðgjöf frá Íslenska dansflokknum varðandi hreyfingar og dans. Þetta á nefnilega að vera alvöru gjörningur.“ Góð stemning á vinnustað Þorsteinn segir verkefnið þegar hafa skapað skemmtilegan móral á vinnustaðnum. „Þegar Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnun voru sameinaðar í ágúst í fyrra sögðu spekingarnir við mig: Nú þarft þú að fara í æf- ingabúðir og þjappa fólkinu sam- an. Það hefur verið gert heilmikið af því. En þessi undirbúningur hef- ur þjappað okkur saman sem aldrei fyrr. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í því að setja upp þennan gjörning. Mæting á æfingar hefur verið góð og á kvöldin höfum við búið til leiktjöld og skemmt okkur konunglega. Árið 2008 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands ekki bara að skoða tæki og tannhjól heldur kanna nýsköpun í mjög víðum skilningi. Stofnunin á að tengjast listum og andanum. Hún verður að skírskota víðar en til tækninnar einnar saman. Við vilj- um sýna hversu mikla áherslu við leggjum á breiddina. Það eru engin mörk milli raunvísinda, heimspeki og lista. Allt er þetta samtengt. Þetta á gjörningurinn að sýna.“ Þorsteinn „Atriðið hefst á fyr- irlestri mínum um tæknileg og söguleg atriði. Samstarfsfólk mitt setur málið í stærra samhengi með því að fara í gervi öreinda.“ Nýsköpunarmiðstöð Íslands fremur gjörning Atóm vakna til lífsins ➤ Tilraunamaraþonið er þunga-miðja Listahátíðar í Reykjavík 2008. Sýningin er unnin í samvinnu við Serpentine Gallery. ➤ Sýningunni og verkefninu íheild er stýrt af Hans Ulrich Obrist í samstarfi við Ólaf Elí- asson. MARAÞONIÐÞorsteinn I. Sigfússon, eðlisfræðiprófessor og framkvæmdastjóri Ný- sköpunarmiðstöðvar Ís- lands, og starfsfólk hans fremja gjörning í Hafn- arhúsinu á Listahátíð. 24stundir/RAX Á þessum degi fæddist í Skotlandi rithöfundurinn James Barrie, maðurinn sem skapaði Pétur Pan. Leikritið Pétur Pan, um drenginn sem neitar að verða fullorðinn, var frumsýnt 27. desember 1904. Barrie skrifaði síðan skáldsögu upp úr leikritinu og hún kom út árið 1911. Bæði leikritið og sagan hafa notið gríðarlega vinsælda og engin önnur verk Barries komast í hálfkvisti við þau. Barrie lést árið 1937. Árið 2004 var gerð kvikmynd um hann, Finding Neverland, þar sem Johnny Depp lék Barrie. Þar var nokkuð frjálslega farið með staðreyndir en samt tókst að laða fram töfra og ævintýrastemningu og myndin sló í gegn. Í myndinni var fjallað um vináttu Barries við fimm unga drengi en hann tók að sér að verða verndari þeirra. Tveir þeirra voru honum alveg sérlega kærir og hann sá á eftir þeim báðum. Annar féll í fyrri heimsstyrjöldinni og hinn drukknaði. Höfundur Péturs Pan MENNINGARMOLINN Skáldsögur Auðar A. Ólafs- dóttur, Rigning í nóvember og Afleggjarinn, hafa verið end- urútgefnar í kiljum. Fyrir Rigningu í nóvember fékk Auður Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar ár- ið 2006 og var líka tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Af- leggjarinn hlaut svo Menning- arverðlaun DV á seinasta ári auk Fjöruverðlaunanna. Kilj- urnar eru gefnar út af Sölku. Bækur Auðar í kilju Maxímús Músíkús hef- ur notið mik- illa vinsælda síðan hann steig fram í sviðsljósið í lok mars. Uppselt var á tónleikana hans í Háskólabíói á dögunum og bókin um hann, Maxímús Músíkús heimsækir hljóm- sveitina, hefur setið í efstu sætum metsölulistans allt frá útkomu. Fyrsta upplag bók- arinnar er nú langt komið og nýtt væntanlegt síðar í mán- uðinum. Þá ætlar Sinfón- íuhljómsveit Íslands að end- urtaka barnatónleikana þar sem Maxi er í aðalhlutverki. Tónleikarnir verða laugardag- inn 17. maí og hefjast kl. 14. Vinsæl mús AFMÆLI Í DAG Dante skáld, 1265 Alan Bennett leikritaskáld, 1934 Albert Finney leikari, 1936 Glenda Jackson leikkona, 1936 Billy Joel söngvari, 1949
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.