24 stundir - 09.05.2008, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Biðraðir í þjónustustofnunum
munu heyra sögunni til,“ segir Re-
bekka Rán um markmiðin með
þjónustuveitunni Ísland.is.
„Þarna verður á einum stað að-
gengi að upplýsingum og þjónustu
allra opinberra stofnana ríkisins,“
bætir hún við.
„Verkefnið er ef til vill viða-
meira en margir gera sér grein fyr-
ir því að á Ísland.is verður aðgengi
að nánast öllum eyðublöðum rík-
isins á einum stað. Þá verður þar
að finna grunnupplýsingar um öll
sveitarfélög og stofnanir og hag-
nýtar upplýsingar um þá mála-
flokka sem vefurinn nær til sem og
fjöldi tilvísana í ítarefni og þjón-
ustu sem finna má á vefjum ráðu-
neyta, stofnana og sveitarfélaga.“
Rebekka Rán Samper segir að
leiðarvísirinn og þjónustuveitan
Ísland.is munu marka tímamót í
sögu þjónustu hins opinbera því
þar verði lögð mikil áhersla á það
að sníða vefinn að þörfum not-
andans.
„Á Ísland.is verður hægt að af-
greiða sig sjálfur hvenær sem er,
hvar sem er og án tafar. Ísland.is
verður sjálfsafgreiðslumiðstöð
hins opinbera. Átt er við hvers
kyns þjónustu, umsóknir, vottorð,
tilkynningar, tímapantanir, gagna-
skil og fleira sem snýr að sam-
skiptum við opinbera aðila.
Þá verður líka hægt að nálgast
upplýsingar sem snúa að hverjum
og einum, þar má til dæmis nefna
upplýsingar um einkunnir og gát-
lista hvað varðar ýmsa viðburði er
henda okkur í lífinu.“
Þjónusta fyrir fólk
Rebekka nefnir dæmi um einn
slíkan gátlista af mörgum. Gátlista
vegna andláts í fjölskyldunni.
„Á Ísland.is verður til dæmis
gátlisti sem tekur til alls þess er
þarf að gera þegar andlát verður í
fjölskyldunni. Þetta er einn af
mörgum þjónustuliðum sem
verður bætt við á Ísland.is.“
Samstarf mikilvægt
Ísland.is er samstarfsverkefni
ríkis og sveitarfélaga og hefur for-
sætisráðuneyti umsjón með verk-
inu. Rebekka Rán segir gríðarlega
mikilvægt að samstarf um að
koma þjónustunni á verði lipurt
og gott. Það verða allir að vera af
vilja gerðir til að koma að þessu
verkefni með opnum huga og
metnaði til að gera betur. „Mark-
miðið á að verða stórbætt þjón-
usta og hagræði fyrir alla.“
24stundir/G.Rúnar
Ísland.is er fyrir alla Íslendinga Rebekka Rán Samper segir að í framtíðinni verði
vefsvæðið öflugt og marki tímamót í þjónustu hins opinbera.
Ísland.is er miðlæg þjónustuveita
Afgreiðsla á einum
stað og engar biðraðir
➤ Á Ísland.is eru upplýsingarfyrir innflytjendur á nokkrum
tungumálum.
➤ Orðskýringar á Ísland.isgagnast öllum notendum
þjónustuveitunnar, ekki síst
innflytjendum.
➤ Einnig er lögð áhersla á að Ís-land.is nýtist öllum, þar á
meðal blindum, sjónskertum
og lesblindum.
ÍSLAND.IS FYRIR ALLA
Ísland.is verður netmið-
stöð sem gefur yfirlit um
þjónustu opinberra aðila.
Þar verður einnig að-
gengi að upplýsingum og
þjónustu allra opinberra
stofnana á einum stað.
Verkefnisstjóri Ísland.is
er Rebekka Rán Samper
sem segir að Ísland.is
muni marka tímamót í
sögu þjónustu hins op-
inbera.
Þrátt fyrir mikla jafnréttisbar-
áttu undanfarin ár er íslenskt
menntakerfi og vinnumarkaðurinn
mjög kynjaskiptur sem á móti get-
ur haft gríðarleg áhrif á samfélagið.
Flestir foreldrar vilja að börn sín
leiti sér að vinnu eða sæki nám eft-
ir áhuga en ekki eftir því hvað tíðk-
ast fyrir viðkomandi kyn. Á síð-
unni
Jafnretti.felagsmalaraduneyti.is má
finna upplýsingar og góðar hug-
myndir fyrir kynjameðvitaðar leið-
beiningar varðandi menntun og
störf fyrir stráka og stúlkur. Til-
gangurinn er að foreldrar, kenn-
arar og ráðgjafar, sem eiga að ráð-
leggja ungmennum varðandi
menntun og störf, geti hér fundið
efni til umhugsunar og innblást-
urs.
Það er nauðsynlegt að þeir sem
umgangast ungt fólki hafi þetta í
huga þar sem þessi kynjaskipting
getur haft margvísleg áhrif, þar á
meðal að kynið verði afgerandi
þáttur í vali á menntun og störfum
frekar en hæfileikar og langanir, að
margir karlar og margar konur
vinni eingöngu með fólki af sama
kyni, að reynsla, þekking og hæfi-
leikar beggja kynja nýtist ekki til
fulls á öllum sviðum, að kynja-
skipting vinnumarkaðarins sé
meginástæða mismunandi at-
vinnutekna karla og kvenna og að
það sé flöskuháls á einu sviði á
sama tíma og atvinnuleysi ríkir á
öðru sviði.
svanhvit@24stundir.is
Kynjaskiptur vinnumarkaður
Kynið hefur áhrif á menntun og störf
Framtíðin Hætta er á að
kyn verði afgerandi þáttur í
vali á menntun og störfum.
„Með nýrri stefnu ríkistjórn-
arinnar um upplýsingasamfélagið
renna upp nýir tímar,“ segir Halla
Björg Baldursdóttir, tölvunarfræð-
ingur og verkefnisstjóri í rafrænni
stjórnsýslu á skrifstofu upplýsinga-
samfélagsins í forsætisráðuneyti.
„Nú eiga gögn að ferðast á milli
stofnana en ekki fólk. Eitt af mark-
miðum stefnunnar er að innan
stjórnsýslunnar verði til samhæft
heildarskipulag og þarfir við-
skiptavina ráði því hvernig gögn
ferðist á milli.“
Halla Björg segir frá því að í dag
sé þjónustustig opinberra aðila
með öllu óásættanlegt. „Upplýs-
ingar eru iðulega margskráðar á
mismunandi stofnunum og fólk er
orðið langþreytt á því að ferðast á
milli stofnana og eyða miklum
tíma í að ganga frá tiltölulega ein-
földum málum. Nýja stefnan snýst
um að laga þetta ástand,“ bætir
Halla við.
Minni skriffinnskubyrði
„Stöðlun, samræming, sam-
vinna milli stofnana og öryggi er
lykilatriði til að markmiðin verði
sem fyrst að veruleika,“ að sögn
Höllu Bjargar. „Mikilvægt er að
nýta upplýsingatæknina til hins
ýtrasta til að einfalda alla ferla eins
og hægt er til að minnka skrif-
finnskubyrði. Þegar hefur farið
fram talsverð undirbúningsvinna í
því skyni að ryðja úr vegi hindr-
unum fyrir því að hægt sé að veita
þjónustu á netinu og þeirri vinnu
þarf að halda áfram. Sem dæmi
um hindrun má nefna að til eru
lög og reglugerðir þar sem tekið er
sérstaklega fram að umsókn eða
upplýsingar skuli vera skráðar í
tvíriti. Slík lög þarf að endurskoða
samhliða því að stuðlað sé að frið-
helgi einkalífsins og persónuvernd
eins og áður.“
Allir saman í liði
„Við þurfum að fá alla saman í
lið,“ leggur Halla mikla áherslu á.
„Markmið okkar er bæði að bæta
þjónustu og einnig að auka gæði
hennar. Það verður ekki gert nema
stofnanir taki höndum saman og
vinni sem einn maður að mark-
miðinu.“
Aðspurð að því hvort aukin
sjálfvirkni muni verða til þess að
störfum fækki hjá hinu opinbera
svarar Halla Björg því til að þannig
hafi þróunin ekki verið hingað til,
heldur hafi störfin breyst og þá oft-
ast til hins betra. Nefna má sem
dæmi að ef fólk skráir sjálft inn
upplýsingar eða ef upplýsingar eru
forskráðar á umsóknir þá minnka
líkur á villum við endurskráningu.
Starfsfólk þarf þá ekki lengur að
eyða tíma sínum í leiðréttingar,
heldur getur einbeitt sér að fljót-
virkari og betri afgreiðslu erind-
isins.“
Halla Björg segir að unnið verði
að því að staðla og samræma að-
ferðir og verklag í rafrænni stjórn-
sýslu og baklandið verði með því
styrkt til muna til að auðvelda
stofnunum að innleiða komandi
breytingar.“ dista@24stundir.is
Gögn ferðist á milli stofnana, ekki fólk
Nýir tímar
Enga skriffinnsku meir!
Halla Björg segir rafræna
stjórnsýslu og bætt þjón-
ustustig koma öllum til góða.
„Við ætlum okkur að gera tilboð
í tollkvóta rafrænt. Tilboðsaðilar
geta boðið í tollkvótana á netinu
og þannig fylgst með allri fram-
vindu mála, séð hvað aðrir eru að
bjóða hverju sinni. Þannig verður
gagnsæi betra og allt tilboðsferlið
sanngjarnara,“ segir Guðný Steina
Pétursdóttir hjá sjávarútvegs -og
landbúnaðarráðuneyti.
Guðný Steina segir að mörgu að
huga þegar kemur að því að setja
uppboðin á netið. „Við munum
leggja í þá vinnu og þurfum að
finna gott kerfi til að nota. Norð-
menn hafa sín uppboð á netinu og
þaðan höfum við því ákveðna fyr-
irmynd og getum ef til vill sótt í
þeirra reynslu og þekkingu.“
Að sögn Guðnýjar fylgir ferlinu
nú töluverð pappírsvinna og því
verði mikið hagræði að breyting-
unni. „Þetta eru nauðsynlegar
breytingar sem verða öllum til
góðs,“ bætir hún við að lokum.
dista@24stundir.is
Sanngirni og gagnsæi
Tollkvótar á netinu