24 stundir


24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 34

24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Þeir sem að verkefninu koma telja ávinning þess margháttaðan. Hér heima gegnir Þjóðskrá að mörgu leyti þýðingarmiklu hlutverki í samstarfinu og er þar horft til þeirrar reynslu sem starfsmenn hennar hafa á sviði rafrænna sam- skipta við flutninga fólks milli Norðurlandanna. Verkefni þetta tekur þó til margra fleiri þátta í rafrænni stjórnsýslu, enda er hún í örri þróun. Allt er rafrænt Í byrjun síðasta árs tók gildi nýr Norðurlandasamningur um almannaskráningu er varðar flutninga fólks milli landanna. „Meðan gamli samningurinn gilti varð fólk sem fluttist milli Norðurlandanna að hafa með sér flutningstilkynningu og leggja hana fram hjá sveitarfélagi í því landi sem flust var til. Síðan sendi það sveitarfélag annað eyðublaðið til baka til sveitarfélagsins sem flust var frá í hinu landinu. Þá fyrst var hægt að ljúka formlegum flutningi milli landa,“ segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár. „Áratugum saman hefur Norð- urlandaskráning fólks verið mið- læg á Íslandi og hafa því hin löndin einungis þurft að hafa samskipti við Þjóðskrá. Við höf- um aftur á móti þurft að hafa samskipti við fleiri hundruð sveit- arfélög ytra. Með nýja samn- ingnum tóku hin Norðurlöndin upp, ef svo má segja, hið íslenska fyrirkomulag svo nú fara öll sam- skipti fram með rafrænum hætti milli höfuðstöðva landanna. Í reynd þýðir þetta nú fyrir fólk að það þarf ekki að hafa með sér neina pappíra við flutninga milli Norðurlandanna. Þarf einungis að gera grein fyrir sér í viðkomandi sveitarfélagi sem skráir flutning- inn, sem verður um leið sýnilegur í hinu landinu.“ Aukið öryggi „Á næstunni eru væntanleg raf- ræn skilríki, þar sem örflögu með persónugreinanlegum upplýs- ingum verður komið fyrir. Það mun auka allt öryggi í gagn- virkum samskiptum og er að margra mati grundvöllur áfram- haldandi þróunar á því sviði,“ segir Þorvarður Kári Ólafsson, skilríkja- og öryggissérfræðingur Þjóðskrár. „Evrópusambandsverkefnið er til þriggja ára og einn af undir- þáttum þess er þróun á flutnings- tilkynningum þar sem fólk notar rafræn skilríki. Þar verðum við í samstarfi við Portúgala, Slóvena, Spánverja, Svía og Eista sem eru mjög framarlega í rafrænni stjórn- sýslu og útgáfu rafrænna skilríkja. Ætlun okkar er sú að þróa þá lausn að fólk geti sest við tölvuna, gert þar grein fyrir sér með raf- ræna skilríkinu og tilkynnt um nýtt heimilisfang. Með því færi þá af stað ferli þar sem þú færðist sjálfkrafa inn í skrá viðkomandi lands og sem brottfluttur úr hinu landinu,“ segir Þorvarður. Miðlæg íslensk þjóðskrá fyrirmynd í ESB-verkefni Pappírslausir þjóðflutningar ➤ Víðtækt samstarf í gagn-virkum samskiptum ➤ Engir pappírar í Norð-urlandaflutningum. ÞJÓNUSTANÍslendingar eru aðilar að samstarfi fjórtán Evrópu- landa sem hafa stofnað til tilraunaverkefnis á sviði gagnvirkra sam- skipta. Verkefnið byggir á notkun rafrænna skil- ríkja. Gott samstarf Þorvarður Kári Ólafsson, skilríkja- og öryggis- sérfræðingur Þjóðskrár, til vinstri, og Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri. Mynd/sbs Á vefsíðu breska forsætisráðu- neytisins sem finna má á http:// www.number-10.gov.uk má finna ýmislegt áhugavert og gagnlegt. Meðal annars má þar horfa á gamlar ræður fyrrverandi for- sætisráðherra eins og Churchill og Margaret Thatcher. Saga hússins Á vefsíðunni má lesa ýtarlega sögu ráðherrabústaðarins en fyrsta húsið sem vitað er um reis á lóð- inni árið 1581. Var eigandi þess Sir Thomas Knyvet, sem þekktastur var fyrir að handtaka Guy Fawkes og var því í miklum metum hjá El- ísabetu fyrstu drottningu. Fyrsti forsætisráðherrann settist að í húsinu árið 1735 sem hefur síðan þá verið aðsetur forsætisráðherra. Í gegnum tíðina hafa miklar end- urbætur verið gerðar á húsinu en það skemmdist til að mynda nokkuð í seinni heimsstyrjöldinni. Forsætisráðherrann Á síðu ráðuneytisins má einnig kynna sér ferilskrá núverandi for- sætisráðherra, Gordons Browns, og finna upplýsingar um það hvernig megi hafa samband við hann vilji maður koma einhverju á framfæri. Þá er sérstakur hluti hennar tileinkaður börnum þar sem þau geta á aðgengilegan hátt lesið sér til um sögu hússins og það sem hæst ber í fréttum maria@24stundir.is Fyrrverandi breskir forsætisráðherrar á YouTube Fróðleikur og skemmtun Downingstræti 10 Er vandlega gætt af laganna vörðum. Inna er upplýsingakerfi fram- haldsskóla á Íslandi en vorið 2007 var gerður samningur á milli menntamálaráðuneytis og Skýrr um kaup og yfirtöku Skýrr á Innu. Jafnframt var hafin smíði nýs gagnagrunns, Skinnu, sem mun geyma þau gögn sem ráðuneytið þarfnast til að rækja hlutverk sitt. Grunnurinn er viðmótslaus, gögn berast eftir fyrirfram skil- greindri vefþjónustu frá skólakerf- um og gögn skoðuð í gegnum vöruhússviðmót. Stefnir menntamálaráðuneytið nú að því að þau gögn sem það geymir í Skinnu verði aðgengileg þeim sem þar eiga námsferil. „Hugmyndin er að veita aðgengi að námsferlum á vefsíðunni Isl- and.is þar sem geymdar verða per- sónulegar síður fyrir hvern ein- stakling. Þegar eru til rafræn gögn um námsferla í framhaldsskólum talsvert aftur í tímann, en nú er unnið að því að setja þau í splunkunýjan gagnagrunn, Skinnu, sem er mjög staðlaður þannig að gögnin verða skýrari og auðveldara að lesa úr þeim,“ segir Sigurður Davíðsson, sérfræðingur hjá skrifstofu menntamála. Hæg heimatökin Sigurður segir að upplýsingar um námsferla í grunnskóla og lokapróf frá þeim séu á vegum sveitarfélaga og háskólarnir séu sjálfstæðir með sína námsferla. Því geti menntamálaráðuneyti ekki ákveðið að veita aðgang að þeim upplýsingum. Það muni hins vegar beita sér fyrir því að svo verði í samvinnu við sveitarfélögin og há- skólana. Þannig verði náms- ferilskrá frá lokum grunnskóla upp í háskóla á einum stað og auð- kenning fari fram með rafrænum skilríkjum. „Það vill svo til að nán- ast öll sveitarfélög landsins nota sama kerfið, Mentor, þannig að það eru hæg heimatökin ef vilji er fyrir hendi að veita aðgang að upp- lýsingum frá mismunandi skóla- stigum. Þessi hugmynd er hluti af þeim verkefnum sem við leggjum fram í nýrri stefnu ríkisstjórnar um upplýsingasamfélagið. Fram- vindan og hraðinn ræðst síðan af því hvaða fjárveitingar við fáum en hugmyndin er að ráðast í þetta verkefni í haust,“ segir Sigurður. Í þessu skrefi er hugmyndin fyrst og fremst sú að nemendur eigi allan sinn námsferil rafrænan á einum stað. Innritun í fram- haldsskóla er þegar orðin rafræn og ýmsir möguleikar að opnast fyrir breytingar í framtíðinni. maria@24stundir.is Ýmsir möguleikar á breytingum að opnast Námsferill brátt aðgengi- legur á rafrænu formi Umhverfisstofnun hefur sótt um styrk til að koma á fót umsókna- og spurningagrunni á vefsíðu sinni. „Það sem við viljum gera er í raun tvíþætt en fléttast þó saman. Ann- ars vegar viljum við setja upp spurningagrunn á netinu um skot- vopn og veiðidýr þannig að fólk geti tekið æfingapróf áður en það fer í prófið og á námskeið. Með þessum grunni mun fólk geta æft sig í að svara spurningum og lært um leið þar sem svörin birtast við lok hvers prófs svo og lokaeinkunn. Hins vegar viljum við að menn geti skráð sig rafrænt á námskeiðin hjá okkur og erum nú að prófa okkur áfram með það. Það fara 500 til 700 manns á námskeið hjá okkur árlega og töluvert mikið af upplýsingum sem þarf að skrá inn t.d. nafn og kennitölu tveggja meðmælenda en þær upplýsingar fara síðan inn í sameiginlegan grunn sem lög- reglan yfirfer,“ segir Áki Ármann Jónsson, sviðsstjóri fræðslu- og upplýsingasviðs Umhverfisstofn- unar. Rafræn veiðidagbók Árið 2000 fékk stofnunin styrk til að koma á fót rafrænum skilavef og segir Áki að þar í gegn fari 90% af skilum á veiðiskýrslum og um- sóknum um veiðikort og hrein- dýraveiðileyfi sem spari gríðarlegan pappírs- og tímakostnað. Hann segir ekki sérlega flókið að koma grunnunum tveimur á fót þar sem þeir séu settir upp með sama kerfi og viss hagræðing sé fólgin í því. „Spurningagrunnurinn er dálítið flóknari í uppsetningu en aðalgald- urinn er að hann verði ekki of stór og hægvirkur þar sem fólk vill helst ekki að hlutirnir taki meira en 10 sekúndur á netinu,“ segir Áki. maria@24stundir.is Tvíþættur gagnagrunnur sem fléttast saman Sparar gríðarlegan papp- írs- og tímakostnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.