24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 39
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 39
Frumkvöðlar um allt land
Auk þess segir Kristín að Impra
haldi alls konar námskeið fyrir
frumkvöðla út um allt land sem sé
stuðningur við nýsköpun á lands-
byggðinni. „Impra er nauðsynlegur
hlekkur í nýsköpunarumhverfinu
enda eru þar veittir ýmsir styrkir,
til dæmis frumkvöðlastuðningur,“
segir Kristín og bætir við að Impra
sé í Reykjavík, á Akureyri og með
útibú á Höfn, í Vestmannaeyjum
og á Ísafirði. „Þar eru starfsmenn
sem ferðast mikið milli staða úti á
landi.“
Kristín segir að það sé mismun-
andi hvernig fólk nýtir sér þjón-
ustu Impru og nefnir eitt dæmi:
„Ef fólk ætlar að stofna fyrirtæki í
upplýsingatæknigeiranum þá getur
það komið hingað í handleiðslu.
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Impra var stofnuð árið 1998 en
deildin er til leiðsagnar fyrir frum-
kvöðla og lítil fyrirtæki og er því
deild innan Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands. Kristín Halldórs-
dóttir, verkefnastjóri hjá Evrópu-
miðstöð Impru, segir mjög mikið
um að fólk leiti til Impru eftir að-
stoð og upplýsingum. „Þetta er
þáttur í stuðningsumhverfi ný-
sköpunar sem kemur að stofnun
fyrirtækja og nýjum áhugaverðum
hugmyndum. Við sjáum um átak
til atvinnusköpunar, veitum styrki
og stöndum að stuðningsverk-
efnum. Auk þess höldum við alls
kyns námskeið sem miða að stofn-
un fyrirtækja og eigin reksturs og
einna vinsælast þar er Brautargengi
sem er námskeið fyrir konur sem
vilja hrinda viðskiptahugmynd í
framkvæmd og hefja eigin at-
vinnurekstur. Brautargengi er
haldið tvisvar sinnum á ári og það
komast alltaf færri að en vilja.“
Til dæmis er Evrópumiðstöðin
tengd hópi í Evrópu sem nær utan
um alla upplýsingatækni þar. Þar
er hægt að komast í sambönd við
aðila í öllum Evrópulöndunum ef
menn vilja flytja út sína þekkingu
eða fá þekkingu annars staðar frá.
Enda er upplýsingatækni þannig
að það er alltaf nauðsynlegt að
fylgjast með öllu nýju.“
Leiðsögn fyrir frumkvöðla, lítil og meðalstór fyrirtæki
Nauðsynlegur hlekkur í nýsköpun
24stundir/Kristján
➤ Impra veitir öllum frum-kvöðlum og litlum og með-
alstórum fyrirtækjum á Ís-
landi leiðsögn, sama í hvaða
atvinnugrein þau starfa.
➤ Impra starfrækir Frum-kvöðlasetur hjá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands þar sem
er mögulegt að fóstra níu ný
fyrirtæki sem byggja á sér-
stöðu og nýsköpun.
➤ Upplýsingasetur hefur starfs-aðstöðu í húsnæði Impru að
Borgum á Akureyri en rekstur
þess gerir almenningi kleift
að leita sér upplýsinga um
hugverkaréttindi.
➤ Heimasíða Impru erwww.nmi.is/impra en þar má
finna margvíslegar upplýs-
ingar um starfsemina.
IMPRAImpra er deild innan Ný-
sköpunarmiðstöðvar Ís-
lands sem er til leiðsagn-
ar fyrir frumkvöðla, lítil
og meðalstór fyrirtæki en
á heimasíðu Impru má
finna margvíslegar upp-
lýsingar um starfsemi
deildarinnar og styrkja-
úthlutun.
Brautargengi Eitt vinsælasta nám-
skeiðið hjá Impru er Brautargengi
sem er fyrir konur sem vilja hrinda
viðskiptahugmynd í framkvæmd og
hefja eigin atvinnurekstur.