24 stundir - 09.05.2008, Page 51

24 stundir - 09.05.2008, Page 51
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 51 - lífið er leikur          Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Opið í Kletthá lsi 13 alla lau gardag a í sumar kl. 12 -16. Mögnuð maítilboð Mótormax á ferðavögnum! Camp-let tjaldvagninn sem hefur verið uppáhaldsferðafélagi Íslendinga um áratuga skeið bjóðum við nú að auki með yfirbreiðslu og mottu í fortjaldið! Starcraft fellihýsi standast þínar ýtrustu gæðakröfur. Í maí bjóðum við skjóltjald með í kaupunum frá Isabella, heimsþekktum framleiðanda. Öllum hjólhýsum og húsbílum frá Dethleffs fylgir nú 60.000 kr. bensínkort. Þú ferð hringinn tvisvar í sumar með nýja þýzka eðalvagninn þinn og borgar ekki krónu í bensín! 1 3 2 1 3 2 1 Flugu-valkvíði getur hrjáð veiðimenn á ögurstundu. Þá getur verið gott að kalla til einhvern félaga, sýna honum fluguboxin og fá hjálp við valið. Valgeir Skagfjörð og Sigurður Már voru tilbúnir að gefa Erni í Útilífi álit á því hvaða fluga myndi virka best þar sem þeir stóðu allir á bakka Elliðavatns opnunardaginn 1. maí. Spekingar spjalla Hlíðarvatn í Selvogi er eitt vin- sælasta veiðivatn landsins. Stangafjöldi þar er takmarkaður og því komast færri að en vilja á vorin, sem er langvinsælasti veiðitíminn. Fimm veiðifélög skipta með sér stöngunum 14 sem leyfðar eru í Hlíðarvatni og eru öll með veiðihús við vatnið. Þegar athuga skyldi veiðihús eftir veturinn sáu menn að brotist hafði verið inn í tvö þeirra og töluverðar skemmdir unnar. Skemmdir voru lagfærðar og veiði hófst á réttum tíma, 1. maí. Fljótlega bárust fréttir af stór- bleikjum í vatninu. Félagarnir Ríkarður Hjálmarsson og Stein- grímur Ólafsson voru að veiða síðastliðinn sunnudag og fram á mánudag. Fyrri daginn var snar- vitlaust veður en þeir létu sig hafa það og tóku sjö bleikjur í rokinu og þar af eina sílspikaða sjö punda. Sú tók stóra þunga púpu í Hlíðarey. Morguninn eftir var veðrið gengið niður og Stein- grímur, sem var einn eftir, tók 10 bleikjur, þar af tvær milli fimm og sex punda. Sannkölluð stór- fiskaveiði í þessari náttúruperlu. Stórbleikjur úr Hlíðarvatni Laugarvatn lifnar við Bleikjan er farin að gefa sig í Laugarvatni og Hólá. Veiðimenn sem kíktu þangað í gær og fyrradag náðu nokkrum fallegum bleikjum í ármynninu. Að sögn Elsu Pétursdóttur í Útey hefur vorið verið mjög kalt og veiðimenn lítið reynt fyrir sér. „Núna er frábært veður og vatnið allt að komast í gang,“ segir Elsa. „Hér er oft frábær vor- veiði. Um miðjan apríl kom smáskot í hlýindum en síðan kólnaði aftur. Veiðileyfi má kaupa í Útey I og kostar dagurinn 2.500 krónur. Einnig má kaupa sumarkort sem kostar 15.000 krónur.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.