24 stundir - 09.05.2008, Síða 52

24 stundir - 09.05.2008, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég hef lengi verið stuðningsmaður þess að fjölga liðum í efstu deild og fagna þessari breytingu mjög. Að mínu viti gerir þetta mótið fjörugra og skemmtilegra fyrir alla aðila. Sú staðhæfing Kevin Keeg-an að Newcastle sé millj-ón mílur frá því að geta keppt við stóru liðin í Englandi hefur farið fyrir brjóstið á launagreiðanda hans og eig- anda liðsins Mike Ashley. Var Keegan kallaður á teppið vegna þessa enda ástæðurnar fyrir þessu bili milli Newcastle og hinna stóru fyrst og fremst fjár- hagslegar að mati þjálfarans. Yfirlýsing Keegan hefur vakið mikið viðbrögð í landinu öllu og skiptast menn mjög í tvö hópa, sammála eða ósammála. Fastlega er búist við aðTékkinn Pavel Nedvedtilkynni í vikunni um að hann hætti knatt- spyrnuiðkun eftir þetta tímabil. Ned- ved sem lengi hefur staðið í eldlínunni á Ítalíu með Lazio og Juventus er orð- inn 35 ára og samningur hans rennur út í lok maí. Til voru þeir stjórn-armenn Barcelona semhefðu getað fyrirgefið Frank Rijka- ard dapurt gengi í vetur ef til hefði komið sigur á erki- fjendunum Real Madrid á útivelli. Það tækifæri rann hratt út í sandinn og íþróttaleiðarar spænskra blaða tala um hreina hneisu fyrir Börsunga enda fór leik- urinn 4-1. Þó enn séu tveir leik- ir eftir á Spáni er alveg ljóst að punktur hefur verið settur við störf Hollendingsins og hann hverfur frá sem fyrst. Annar valtur stjóri, Sven-Göran Eriksson hjáMan- chester City, er þegar orðaður við önnur félög og þar efst á blaði eru lands- lið Mexíkó og portúgalska liðið Benfica. Sjálfur hefur Sví- inn ekkert gefið út um framtíð sína og flestar getgátur í fjöl- miðlum að mestu byggðar á veikum eða litlum heimildum. Eigandi Inter Milan þykistþess fullviss að RobertoMancini þjálfari verði áfram stjóri liðsins en Mancini til- kynnti afsögn sína fyrir nokkru og hugðist hætta að lokinni leik- tíðinni á Ítalíu. Bendir nú allt til þess að honum hafi snúist hugur og að hann verði áfram. Stjóri Tottenham er ekki afbaki dottinn. Eftir aðDavid Villa hafnaði samningi sneri Juande Ramos sér að Samuel Etóo hjá Barca. Umleitanir standa yfir. „Þetta er vafalítið erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina,“ segir niðurbrotin Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðadrottning, en hún hefur orðið að hætta skíðaiðkun vegna þrálátra meiðsla í fæti. Hefur hún glímt við meiðslin síðan í október síðastliðnum án þess að fá bót meina sinna og þarf hún að fara í aðgerð ætli hún að halda áfram en sú aðgerð er bæði áhættusöm og engin trygging er fyrir bata. „Því ætla ég ekki í hana heldur hætta þessu í bili og kannski ef þetta batnar með hvíld set ég skíðin undir mig aftur ein- hvern daginn en nú sný ég mér að einhverju öðru. En auðvitað líður mér ekki sem best með þetta enda hef ég eytt ellefu árum í sportið og vonaðist eftir að taka þátt á næstu Ólympíuleikum.“ Sorglegur endir Ekki aðeins hafa kínversk stjórnvöld lyft miklu grett- istaki í undirbúningi fyrir Ól- ympíuleikana í sumar heldur hefur um árabil verið rekin grimm afreksstefna þar í landi og gæla Kínverjar við að heimamenn vinni fleiri gull á leikunum en Bandaríkja- menn, sem alla jafna taka flest gullverðlaunin. Fræðingar í þessum efnum telja líklegt að markmiðið náist og setji Kína þannig á stall helstu íþrótta- þjóða heims. Gullið heillar Tímabil annars íslensks íþróttamanns er í uppnámi en Birgir Leifur Hafþórsson kylf- ingur dró sig úr keppni á Opna ítalska mótinu sem hófst í gær vegna meiðsla. Eru það sömu axlarmeiðsl og hafa hrjáð hann nokkuð reglulega um tveggja mánaða skeið og virðist hann ekki ná sér vel af þeim. Alvarlegt mál enda tímabil hans á Evróputúrnum hartnær hálfnað og hann langt frá því að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt eða ná góðum árangri al- mennt á túrnum. Áfall fyrir Birgi Leif SKEYTIN INN Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Ég gef ekkert fyrir að Grindavík eigi að falla samkvæmt helstu spám vegna þess að klisjan allir leikir eru erfiðir á jafnt við nú og áður og ekkert síður gegn Grindavík,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari KR, sem á morgun mætir Grindvíkingum í fyrsta leik sínum í Landsbanka- deildinni þetta sumarið. Hópurinn? „Ástandið er hvorki verra né betra en ég bjóst við en almennt eru menn í góðu ástandi. Tveir leikmenn eru meiddir og úti þess vegna en aðrir klárir í bátana á morgun. Margir leikmenn hafa fengið að prófa sig að undanförnu og svo kemur í ljós hver þeirra fær kallið í fyrsta leik.“ Grindavík? „Það er svo með þessa deild að allir geta unnið alla og þeir eru ekk- ert undanskildir. Allt getur gerst í fótbolta og lið á borð við Grindavík getur á góðum degi lagt öll lið hvar sem þau sitja í deildinni í það og það skiptið. Þeir eru með ágætan hóp og við vanmetum þá ekki eitt augnablik.“ Deildin? „Ég hef lengi verið stuðning- maður þess að fjölga liðum í efstu deild og gleðst yfir þeirri þróun. Að mínu viti gerir þetta mótið fjörugra og skemmtilegra fyrir alla aðila og ég sé ekkert nema jákvætt við þetta.“ Spáin? „Erfitt að spá mikið en ég get sagt að við í Vesturbænum verðum afar sáttir ef spáin um þriðja sætið gengur eftir.“ Þriðja sætið yrði góður árangur  Ekkert vanmat í Vesturbænum fyrir leikinn gegn Grindavík ➤ Gengi KR ásíðustu leiktíð var hörmung- arsaga og lið- ið í raun hepp- ið að sleppa við fall. ➤ Hávær krafaer frá stuðningsmönnum að liðið verði á ný meðal þeirra bestu í deildinni. FYRIR ÁRI Sjaldséð sjón Aðdáendur og leikmenn KR fengu ekki mörg til- efni til fagnaðar á síðustu leiktíð. Morgunblaðið/Ómar Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Staðan gæti satt best að segja verið betri hjá mér svona rétt fyrir mót,“ segir Milan Stefán Jankovic, þjálfari nýliða Grindvíkinga í Landsbankadeildinni. Ekki aðeins er liði hans spáð neðsta sætinu og falli á nýjan leik eftir sumarið í flestum könnunum hingað til heldur eru þrír nýir leikmenn hans nýlentir á landinu og taka þátt í sinni fyrstu æfingu í dag. Hópurinn? „Ólíkt öðrum félögum er hóp- urinn minn minni en á síðustu leiktíð og margir hafa yfirgefið okkar herbúðir. Til stóð að fá hingað fimm sterka leikmenn er- lendis frá en það hafa verið nokk- ur vandræði og tveir þeirra koma ekki og hinir þrír æfa með okkur fyrsta sinni í dag. Ég verð að nota fleiri stráka úr 2. flokki í sumar vegna þess en það er ekkert endi- lega slæmt.“ KR? „Mér finnst alltaf gaman að koma á KR-völlinn og þó ég sé kannski ekkert yfir mig bjartsýnn á góð úrslit gegn þeim þá verður þetta upplifun fyrir strákana mína og þeir munu allir sem einn leggja sig fram veit ég.“ Deildin? „Þótt hópurinn hjá okkur sé ekki eins breiður og áður þá fagna ég fjölgun liða. Meiri skemmtun og meiri möguleikar að ná sér aft- ur á strik þó slæmt tímabil gangi yfir.“ Spáin? „Botnbaráttan verður harðari með fleiri liðum en mér finnst líklegt að sömu lið berjist á toppnum og í fyrra nema ég á von á KR sterkari en þá.“ Vanir öllum þess- um hrakspám  Þjálfari Grindavíkur bjartsýnn en raunsær fyrir tímabilið ➤ Grindavíkvann fyrstu deildina í fyrra, ➤ Þeirra að-alsmerki er heimavöll- urinn en þar töpuðu þeir aðeins einum leik allt síðasta tímabilið. FYRIR ÁRI Upp, upp mín sál Grindvíkingar eru eðlilega glaðir með veruna í efstu deild en þrautin þyngri verður að halda þeirri stöðu. 24stundir/Kristinn LANDSBANKADEILDIN 2008 KR - Grindavík laugardagur 10. maí

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.