24 stundir - 09.05.2008, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Liðsmenn rokksveitarinnar Skáta
eru nýjungagjarnir. Þeir bjóða
gestum tónleika sinna á Organ í
kvöld upp á að kaupa plötur út-
gáfufélags þeirra, Grandmother
Records, beint á USB-lykilinn eða
á i-Podinn. Allir sem mæta fá svo
5 lög ókeypis.
Einnig koma fram Retron, Ki-
mono, Klive og Sudden Weather
Change.
21. aldar
niðurhalspartí
Leikarinn Halldór Gylfason er
spenntur fyrir komandi fótbolta-
ári. Félag hans, Þróttur, hefur ver-
ið eins konar jójó á milli 1. deild-
ar og úrvalsdeildar í gegnum árin
en nú er svo komið að liðið
keppir í hópi bestu liða landsins.
Til þess að fagna nýju ári hefur
Dóri hljóðritað nýtt Þróttarlag er
hefur það væmna heiti Hermenn
ástarinnar. Textinn fjallar um
uppeldisárin með félaginu sem
leikarinn segir þó ekki byggðan á
lífi sínu.
„Það er alveg eitthvað til í
þessu með að félagið sé þriðja for-
eldrið. Ég var í fótbolta og hand-
bolta fram til tuttugu ára aldurs.
Félagið verður þriðji uppaland-
inn.“
Lagið vann Dóri með aðstoð
Stefáns Más Magnússonar og Jóns
Ólafssonar, en þeir eru báðir
miklir Þróttarar. Halldór segist
alltaf fara á leiki þegar hann er í
bænum, en viðurkennir að vera
ekki það harður að sleppa utan-
landsferðum yfir sumarið vegna
leikja félagsins. Kannski ekki
furða þar sem ómögulegt er að
vita hvernig félagið stendur sig á
hverju ári, eða að minnsta kosti
miðað við gengi síðustu ára.
„Það er mjög erfitt að standa
alltaf með Þrótti,“ viðurkennir
Dóri. „En það er líka mjög gam-
an. Ég er átakasinni. Ég vil ekki
alltaf sigla lygnan sjó, ég vil hafa
átök og hafa fyrir hlutunum. Þetta
er að breytast því við föllum aldr-
ei aftur! Heyrirðu það! Aldrei!“
biggi@24stundir.is
Dóri Gylfa Segir
Þrótt vera kominn
til þess að vera í
úrvalsdeild karla í
knattspyrnu.
Dóri Gylfa gerir nýtt Þróttarlag
Þriðja foreldrið
Halldór Gylfason leikari
hefur sent frá sér nýtt lag
til stuðnings fótbolta-
deild Þróttar. Hann hefur
trú á sínum mönnum
þrátt fyrir litríka sögu fé-
lagsins.
➤ Dóri hefur fjórum sinnum áð-ur gert lög fyrir Þrótt.
➤ Nýja lagið er frumsamið ogheitir Hermenn ástarinnar.
➤ Gerir lagið með Jón Ólafssynisem er líka mikill Þróttari.
DÓRI OG ÞRÓTTUR
er öll vitleysan eins.“
Verkið verður frumflutt á
Manifesta 7 í júlí.
Viðar Hákon Gíslason bassa-
leikari hefur svo sagt skilið við
hljómsveitina Motion Boys og ein-
beitir sér að því þessa dagana að
vinna plötur fyrir aðra. Hann hef-
ur m.a. nýlokið við vinnslu á
djassplötu fyrir afa sinn.
Gísli Galdur hefur ákveðið að
einbeita sér að eigin verkum um
sinn. Það er því ljóst að Trabant á
sér ekki bjarta framtíð á næstunni,
ef nokkra.
Það lítur því út fyrir að búið sé
að leggja glimmer-bomburnar og
kampavínið upp í hillu til óákveð-
ins tíma. Vonandi ekki of lengi.
biggi@24stundir.is
„Það er búið að taka bílinn af
númerum og leggja honum inn í
bílskúr,“ segir Ragnar Kjartansson
söngvari um hljómsveit sína Trab-
ant en þær sögur hafa verið á
kreiki að sveitin sé hætt. „En það
þýðir ekkert að segja að við séum
hættir, því þó við séum búnir að
pakka saman þá gæti löngunin al-
veg komið upp aftur einhvern
tímann seinna.“
Síðast þegar heyrðist frá Trab-
ant var sveitin komin með glás af
nýjum lögum og var byrjuð að
huga að upptöku á nýrri breið-
skífu er átti að fylgja hinum gíf-
urlegu vinsældum Emotional eftir.
Ragnar staðfestir þó nú að hljóm-
sveitin hafi hvorki æft né talað
saman um framtíðarplön síðan
síðasta sumar.
„Maður þekkir sjálfan sig og
vini sína vel og mér finnst alveg
líklegt að við gerum einhvern tím-
ann eitthvað aftur.“
Uppteknir við annað
Það er þó ekki líklegt á næst-
unni þar sem liðsmenn eru allir
mjög uppteknir í öðrum verk-
efnum. Ragnar hefur sjálfur ein-
beitt sér nær alfarið að listsköpun
sinni og undirbýr nú sýningu á
Ítalíu ásamt vini sínum Davíð Þór.
„Það er ekki langt síðan ég kom
frá Kanada og svo erum við Davíð
að fara að gera verk upp úr verki
Schumanns. Þannig að ég er núna
bara að æfa mig í þýskum jóla-
söngvum. Þetta er fallegasta tón-
list sem til er,“ segir Ragnar. „Ekki
Stórtíðindi úr poppbransanum
Trabant Bensínið búið og
vélin slitin?
Búið að leggja Trabant
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Það er búið að taka bílinn af númerum
og leggja honum inn í bílskúr.
Tvær hljóm-
sveitir með sér-
stök nöfn slá
saman og halda
tónleika á Dillon
í kvöld. Þetta eru
hljómsveitirnar
Ég sem er hlaðin
utan um fótbolta-
áhugamanninn Róbert Örn
Hjálmtýsson og B. Sig sem er
hlaðin utan handboltakappann
Bjarka Sigurðsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og
er aðgangur ókeypis.
Ég bé sig á
Dillon í kvöld?
Rosalega flott bikini bh í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.990,-
buxur í stíl frá kr. 3.550,-
Pils í stíl á kr. 4.685,-
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing:
RISAÚTSALA
Laugavegi 95
LOKADAGAR
KOMDU OG GERÐU
GÓÐ KAUP
ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN
VERSLUNIN HÆTTIR
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 11-16