24 stundir - 09.05.2008, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki
„Sjálfstæðismenn leyfa Ólafi
borgarstjóra að leika lausum
hala og standa fyrir hverri hall-
æris- uppákomunni á fætur
annarri, til að borgarbúar verði
guðslifandi fegnir þegar Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson verður
aftur borgarstjóri.“
Björgvin Valur
bjorgvin.eyjan.is
„Í alvöru talað þá er orðið frekar
þreytandi að hlusta á fjölmiðla
lýsa Obama sigurvegara próf-
kjörsins. Ekki að Obama sé ekki
búinn að vinna. […] Það eina
sem gerðist í raun í gær er að við
erum einum degi nær því að
Hillary þurfi að játa sig sigraða.
Sem gerist fyrr en síðar.“
Freedomfries
www.eyjan.is/freedomfries
„Mér sýnist það vera sífellt auð-
veldara að fá nafnbótina meistari.
„Meissstari Megas mun syngja
Passíusálmana“ […] Svo var
Bubbi kallaður „meistari“ OG
„kóngur“ í sömu málsgreininni í
FBL í dag. Ég veit ekki einu sinni
hvort ég myndi gefa Bubba
sveinspróf.“
Bobby Breiðholt
balladofbob.blogspot.com
BLOGGARINN
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Svona er líf þeirra í Euroband-
inu þessa dagana. Beint úr rækt-
inni í viðtöl, sjónvarpsupptökur
eða upp í bíl að keyra út nýju
breiðskífu sína This is My Life
beint í næstu búð.
Þau Friðrik Ómar og Regína
hafa ákveðið að gera allt sjálf og
finna svo sannarlega fyrir því.
„Við byrjum daginn á því að
fara með fyrstu eintökin út í
pósthús,“ segir Friðik. „Þá kemst
platan sem fyrst á þessa helstu
staði úti á landi. Ég gleymi auð-
vitað ekki Dalvík.“
Nóg að gera
Eurobandið lét pressa 5.000
eintök af nýju plötunni og ætlar
að koma sem flestum stykkjum í
umferð áður en það heldur út til
Serbíu á mánudagsmorgun. Svo
má reikna með að það selji heil-
mörg eintök þegar það kveður
yngstu kynslóðina í Smáralind á
morgun klukkan tvö með söng
og áritunum.
„Við erum með nokkra vini að
hjálpa okkur við þetta. Held að
við séum fjögur eða fimm talsins.
Með okkur eru Grétar Örvars,
sem gefur út með okkur, og
María Sveinsdóttir.“
Vinir þeirra halda svo áfram
dreifingunni eftir að Eurovision-
hópurinn heldur út.
Gærdagurinn fór í það að
tryggja öll 5.000 eintökin úr fram-
leiðslu og svo í upptökur fyrir
Kastljósþátt í Ríkissjónvarpinu.
Æfingar eldsnemma
Nú eru tæpar tvær vikur í að
Eurobandið keppi í forkeppni
Eurovision en það verður fyrst
á svið í seinni umferð for-
keppnarinnar þann 22. maí
næstkomandi. Þetta þýðir að
það verður líka alltaf fyrst á
svið á æfingum fyrir keppnina
en þær hefjast um miðja næstu
viku.
„Við þurfum að vakna eld-
snemma á hverjum einasta
degi. En það þýðir bara að við
verðum búin fyrr og getum
gert það sem við viljum,“ segir
Friðrik og það má greina til-
hlökkunartón í röddu hans.
Eurobandið bættist nýverið í
hóp þeirra íslenskra stórlista-
manna er kjósa að hunsa öll
útgáfufyrirtæki og gefa út sjálf-
ir og bæta þannig sín kjör.
Eurobandið á ferð og flugi
Dreifa plötunni
sjálf í búðirnar
Það er mikið ys og þys á
þeim Regínu og Friðriki
Ómari þessa síðustu daga
á klakanum áður en þau
halda út til Serbíu. Í dag
dreifa þau plötu sinni í
búðir, í eigin persónu.
Grétar Örvars Leggur hönd á plóg.
Eurobandið Er með
afar persónulega
þjónustu í viðskiptum
24stundir/Frikki
HEYRST HEFUR …
Í dag mætast Mugison og Sprengjuhöllin á Íslend-
ingaslóðum í Kanada. Þessar tvær vinsælustu sveitir
landsins um þessar mundir koma nefnilega báðar til
með að spila á íslensk-kanadísku menningarhátíð-
inni Núna/Now í Winnipeg í kvöld. Það má því bú-
ast við góðu Íslendingapartíi í Vesturheimi, en
einnig leikur Jóhann Jóhannsson á tónleikunum.
bös
Herbert Guðmundsson er víst langt kominn með
nýja plötu sem kemur til með að heita Spegill sálar-
innar. Þrátt fyrir íslenskan titil verða lögin þó öll á
ensku. Á plötunni kveður við nýjan tón, því Her-
bert styðst ekki við neinar tölvur og jafnvel gospel-
kóra í einhverjum lögum. Hann hefur raðað í
kringum sig úrvalsliði hljóðfæraleikara en 17 ára
sonur hans spilar á píanó í nýja bandinu. bös
Vegfarendur á Austurvelli í gær urðu varir við tö-
kulið frá SagaFilm og hafa kannski velt því fyrir sér
hvað hafi verið þar á seyði. Samkvæmt heimildum
24 stunda var verið að skjóta fyrstu atriðin í nýjum
sakamálaþætti Óskars Jónassonar er mun bera
nafnið Svartir englar. Á tökustað sást einnig til
Árna Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns, en ekki
er vitað um hlutverk hans. bös
Eftir nokkurra mánaða aðhald
og daglegar heimsóknir í ræktina
passar Dr. Gunni ekki lengur í lit-
ríku Hawaii-skyrturnar sínar, sem
hann er þekktur fyrir að klæðast.
Eftir að hafa lagt á sig að klæðast
alltaf nýrri Hawaii-skyrtu í spurn-
ingaþáttunum sálugu, Popppunkti,
er ekki undarlegt að fólk leiti til
hans þegar það vantar upplýsingar
um hvar sé hægt að kaupa sér eina
slíka. Núna þarf Doktorinn ekki að
benda þeim sem spyrja langt, því
hann hefur ákveðið að selja skyrt-
urnar sínar, eða „havæ-tjöldin“
eins og hann kallar þær núna eftir
að hann léttist um rúm 15 kíló.
„Ég hef bent fólki á Spúútnik og
Elvis þegar það hefur spurt mig
hvar það fái svona en svo er það
bara rugl,“ segir Dr. Gunni. „Það
kemur og fer hvað þetta þykir kúl.
Núna er þetta ekki kúl og fæst því
hvergi. Það hringdu í mig stórir
menn sem voru á leið til Belgíu
með fyrirtækinu sínu á árshátíð
þar sem þemað var Hawaii. Þannig
að ég rétti þeim hjálparhönd sem
hlýðinn borgari.“
Skyrtur úr sjónvarpinu
Þá segist Doktorinn hafa fengið
þá hugmynd að selja restina af
skyrtunum. Þær eru um 20 talsins
og Doktorinn hefur verið í þeim
öllum í sjónvarpinu.
„Sala á skyrtunum hefst innan
fárra daga og ég ætla að setja þetta
flott upp á síðunni minni,“ segir
Doktorinn að lokum.
Áhugasömum um stórar Hawa-
ii-skyrtur er því bent á að fylgjast
með síðunni, www.this.is/drgunni.
biggi@24stundir.is
Bloggsíða Dr. Gunna að breytast í fatabúð?
Selur Hawaii-
skyrturnar sínar
Dr. Gunni Hlustar á System of a Down í
ræktinni. „Þeir hafa tekið af mér 10 kíló.“
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
5 6 3 8 7 9 4 1 2
7 8 4 5 1 2 3 6 9
9 2 1 3 4 6 8 5 7
2 3 6 1 5 7 9 8 4
1 9 8 6 3 4 2 7 5
4 5 7 9 2 8 6 3 1
3 4 2 7 6 5 1 9 8
6 7 9 4 8 1 5 2 3
8 1 5 2 9 3 7 4 6
Þú fyrirgefur, en ég finn
hvergi hattinn þinn!
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Ef einhverjir hakkarar eru að ráð-
ast á Val þá segi ég eins og í Sturl-
ungu: Þar vegast þeir sem ég hirði aldrei
þótt dræpust.
Var Fram að hakka Val í sig?
Vísir.is greindi frá því í gær að óprúttnir tölvuþrjótar hefðu
„hakkað“ sig inn á heimasíðu íþróttafélagsins Vals. Einar
Kárason er harður stuðningsmaður Fram en lengi hefur
andað köldu á milli þessara tveggja íþróttafélaga.