24 stundir - 09.05.2008, Síða 64

24 stundir - 09.05.2008, Síða 64
24stundir Sæktu um besta kortið fyrir þig á www.americanexpress.is eða í síma 575 5900 er útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út Þetta er kortið sem gefur þér flesta vildarpunkta af öllum greiðslum heima og erlendis. Það er fljótlegasta leiðin til að safna upp í flugmiða. ? Camilla Sigmundsdóttir er 90 ára ogbýr á dvalarheimili aldraðra á Þingeyri. Ísumar verður heimilinu lokað í mánuðog þá verður Camilla að flytja til Ísa-fjarðar. Hjúkrunarforstjórinn segir aðþví miður séu ekki til peningar til aðborga afleysingafólki. Þess vegna verðurgamla fólkið á Þingeyri flutt nútíma hreppaflutningum frá heimili sínu. Í fréttum í 24 stundum í vikunni sagðist Camilla vilja vera kyrr á Þingeyri. Hún óttast að þunglyndi muni hvolfast yfir hana, og sagðist fá tár í augun við til- hugsunina um að þurfa að yfirgefa Þing- eyri í sumar. Ég þekki ekki Camillu Sigmunds- dóttur persónulega, en ég veit að á Þing- eyri er hún hvers manns hugljúfi og hef- ur í áratugi verið einn af máttarstólpum samfélagsins þar. Og þegar ég rakti sam- an ættir okkar í Íslendingabók sá ég að hún er fædd 5. ágúst 1917. Hún er eldri en fullveldi Íslands. Besti mælikvarðinn á samfélag er hvernig það býr að gamla fólkinu. Gæti Geir Haarde hugsað sér, í nafni þjóð- hagslegrar hagkvæmni, að vera fluttur einsog hver annar böggull vestur í Búð- ardal? Eða Ingibjörg Sólrún austur á Þórshöfn? Finnst þeim nóg að eiga heimili 11 mánuði á ári? Nei, samfélag sem ekki getur haldið litlu elliheimili opnu nema 11 mánuði telst varla fullveðja. Góðu fréttirnar fyrir Camillu eru þær að þetta mál heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Guðlaugur Þór hefur þegar sýnt hvað í honum býr. Tárin hennar Camillu Hrafn Jökulsson skrifar um gamalt fólk og hreppaflutninga YFIR STRIKIÐ Hvar áttu heima? 24 LÍFIÐ Albert Maysels sýnir fræga heim- ildamynd sína um The Rolling Stones á Skjaldborg- arhátíðinni. Frumkvöðull heim- ildamynda á Íslandi »56 Friðrik Ómar og Regína bjóða upp á persónulega þjónustu og keyra sjálf með nýju plötuna sína í búðirnar í dag. Eurobandið dreifir plötu sinni sjálft »62 Hljómsveitin vinsæla er ekki leng- ur starfandi og ekki vitað hvort, eða hvenær, hún verður gangsett á ný. Trabant ekki starfandi »58 ● Sign á Download „Mér finnst sú staðreynd að ég er að fara að spila á sama sviði og Kiss út í hött,“ segir Ragnar Zolberg en sveit hans Sign hefur verið valin til þess að spila á Down- load festival, einni stærstu þungarokkshátíð heims, í júní. Ragnar segist ætla að reyna að taka í hönd goða sinna í Kiss en leyfir sér þó ekki að vera bjart- sýnn í þeim efnum og er ekki reiðubúinn til þess að gera allt til þess. ● Konur standa saman 11. maí Þetta er afrakstur af kvennaráðstefn- unni í New York fyrr árinu, segir Margrét K. Sverr- isdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands. Þar vöktu íslenskar konur athygli með utanrík- isráðherra í fararbroddi. Banda- rískar konur vildu að við yrðum með í þessum fjölþjóðlega gjörn- ingi, Konur standa saman. KFRÍ og fleiri kvennasamtök tóku áskorun um þátttöku og ætla að standa saman í þögn í þrjár til fimm mín- útur fyrir börn í heiminum. Karlar mega að vera með, segir Margrét. ● Í hnallþór- urnar Þetta verð- ur fyrsta ferða- helgi sumarsins og líklegast verða margir í sum- arbústöðum. Hins vegar er mjög stór hópur að fara á Hvannadalshnjúk með Ferðafélaginu,“ segir útivist- armaður og ritstjórinn, Páll Ás- geir Ásgeirsson, um væntanlega hvítasunnuhelgi. Sjálfur ætlar hann í fermingarveislu á Ak- ureyri. „Til að sukkjafna tek ég hlaupaskóna með.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.