24 stundir - 31.05.2008, Side 1

24 stundir - 31.05.2008, Side 1
24stundirlaugardagur31. maí 2008102 tölublað 4. árgangur Eivör Pálsdóttir er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Danmörku, Noreg og Finnland. Hún heimsækir Ísland alltaf af og til og finnst þá allra best að bregða sér í jóga. Eivör á flugi VIÐTAL» 46 Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona er komin í fæðingarorlof en leyfir þó lesendum að skyggnast í myndaal- búmið sitt þar sem hægt er að rifja upp eftirminnileg atvik úr lífi hennar, t.d. er þar fyrsta myndin af henni. Gömlu myndirnar MYNDAALBÚMIл 37 38% munur á uppþvottatöflum NEYTENDAVAKTIN »4 27 ára Nýsjálendingur hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás með því að lumbra á tánings- pilti með broddgelti og spyrja hvort hann vildi setja upp broddgaltarhjálm. William Singarlargh var gert að greiða 15 ára fórnarlambi sínu um 30 þúsund krónur í bætur. Singarlargh kastaði broddgeltinum að drengnum sem hlaut sár í andliti auk þess sem fjórir broddar festust í mjöðminni eftir að hann sagðist helst ekki vilja setja á sig umræddan hjálm. aí Meiddi strák með broddgelti GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 74,75 0.81% GBP 147,54 0.82% DKK 15.52 0.60% JPY 0,71 0.71% EUR 115.74 0.59% GENGISVÍSITALA 149,23 ÚRVALSVÍSITALA 4747.3 »14 8 9 8 8 10 VEÐRIÐ Í DAG »2 Garðar Cortes heillaði þjóðina með sinni hrífandi tenórrödd um áratuga- skeið, byggði upp Íslensku óperuna og Söngskólann af fádæma krafti og er nú á leið til New York með 175 manna kór sem kemur fram í Carnegie Hall undir hans stjórn í sumar. „Ég hugsa að ég sé ekki allra,“ segir hann í hressilegu viðtali um börnin, trúna og muninn á ósjálfráðri og agaðri frekju. „Eflaust er ég frekur“ 24stundir/Kristinn Mótorhjólagæinn sem endaði sem músíkant »38 Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Fólk á Suðurlandi var enn skelkað í gærdag eftir Suðurlandsskjálftann sem reið yfir á fimmtudaginn. Mörgum varð lítt svefnsamt í fyrri- nótt enda skóku eftirskjálftar svæð- ið með reglulegu millibili. „Eins og fjallið væri að öskra“ „Það var eins og fjallið væri að öskra á okkur,“ segir Linda Ósk Jó- hannsdóttir, íbúi í Þorlákshöfn. „Það voru stanslausir eftirskjálftar í alla nótt og ég svaf ekki mikið.“ Lögregla og hjálparstarfsmenn áttu annasama nótt og í gærmorgun mátti sjá þreytta lögreglumenn og björgunarsveitarmenn á vakt. Meðan 24 stundir voru á staðnum gengu reglulega yfir eftirskjálftar og í hvert skipti brá fólki mjög. Íbúar sem rætt var við á Selfossi lýstu miklum skemmdum á inn- anstokksmunum. Ofnar hefðu rifnað frá veggjum, bókahillur lægju á gólfum og leirtau um allt í einum graut. Í miðri óreiðunni tók fólk til við að laga til. Allt á hvolfi Í Bónus á Selfossi var allt á hvolfi. Árni Birgisson verslunar- stjóri segir að það hafi hreinlega allt farið úr hillunum. „Það voru um fjörutíu manns hér inni í gær og það er eiginlega óskiljanlegt að enginn skyldi slasast. Það er ótrú- legt happ.“ Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra býr með fjölskyldu sinni á Selfossi. Hann segir að sér hafi brugðið verulega við skjálft- ann. „Ég var alveg viss um að þetta væri Suðurlandsskjálfti og hann sterkur. Elstu börnin mín þrjú voru hér heima á Selfossi og sem betur fer náði ég fljótt sambandi við þau. Mér var alls ekki rótt.“ Íbúar enn skeknir eft- ir skjálfta  Svefnlítil nótt á Suðurlandi  Ofnar rifn- uðu frá veggjum í skjálftanum  Eftir- skjálftar skutu fólki skelk í bringu EFTIRLEIKUR SKJÁLFTANS 20-21 ➤ Hættuástandi vegna jarð-skjálfta var aflýst seinnipart- inn í gær. ➤ 28 manns slösuðust í skjálft-anum, enginn þó alvarlega. ➤ Í fyrrinótt gistu þrír í fjölda-hjálparmiðstöðinni í Hvera- gerði, 11 gistu í miðstöðinni í Vallaskóla á Selfossi og 6-7 í tjaldi fyrir utan. ➤ Fjöldi fólks gisti jafnframt ítjöldum og fellihýsum. EFTIR SKJÁLFTANN Foreldrar fá ekki atvinnuleys- isbætur nema börn þeirra séu í daggæslu. Ung móðir segir þetta vítahring því erfitt geti verið að greiða fyrir daggæslu ef annað for- eldrið er tekjulaust. Daggæsla for- senda bóta »2 Varnarmál, börnin, hvalveiðar, eft- irlaun og rekstur strætó eru meðal ágreiningsmála ríkisstjórnarinnar fyrsta starfsárið. 24 stundir kafa niður í ágreininginn og gagnrýni um að tvær stjórnir séu í landinu. Eru ríkisstjórn- irnar tvær? »24 Brautarholt 20 105 Reykjavík s. 561 5100 mottaka@badhusid.is www.badhusid.is tilboð Sumarkort 14.990 Því fyrr sem þú kemur því lengur gildir kortið. Fjárfestu í heilsunni og gerðu góð kaup í leiðinni. Sumarkort gildir til 24. ágúst nk. Hvítlaukssmjör me› steinselju

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.