Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hin árlega minn-ingardagskrá áafmælisdegi Guðmundar Inga Krist- jánssonar, skálds frá Kirkjubóli í Önund- arfirði, verður í Holti, friðarsetri, næstkomandi laugardag, klukkan 17. Kjartan Ólafsson fræðimaður flytur nokk- ur brot úr hinu umfangs- mikla efni sem hann hef- ur safnað úr Önundar- firði eins og víðar á Vestfjörðum, en hluti af því hefur birst í ritinu Firðir og fólk sem út kom á vegum Bún- aðarsambands Vestfjarða árið 1999. Á fréttavefn- um bb.is kemur fram að Kjartan mun meðal ann- ars segja frá því hvernig hann safnaði efni þessu og situr fyrir svörum að því loknu. Þá verða lesin nokkur ljóð Guðmundar Inga. Afmælis- dagskrá Gísli Guðbjörnsson úr Breiðholti í Reykjavík ervinningshafi í leiknum Lifðu frítt í eitt ár semNettóverslanirnar stóðu fyrir í desember. Gísli var dreginn úr stórum hópi þátttakenda og hlaut hann í vinning 300 þúsund króna inneign í Nettó, afnot af KIA Cerato bíl sem tryggður er með VÍS bílatryggingu, í heilt ár, 1500 lítra af bensíni frá Esso, heimavörn frá Securitas og gjafabréf frá Sambíóunum fyrir tvo út ár- ið 2005. Það var eiginkona Gísla sem setti nafnið hans í pottinn. Í vinningspottinum var einnig flugferð fyrir fjóra með Iceland Express til Kaupmannahafnar og bílaleigubíll frá AVIS í viku í Danmörku. Á myndinni er Bjarki Jakobsson rekstrarstjóri Nettó, Sigurður Pálmar Sigfússon frá KIA umboðinu og Þröstur Karlsson verslunarstjóri Nettó í Mjódd að af- henda Gísla vinninginn. Vann afnot af bíl Í jólaprédikun sinnitalaði séra HjálmarJónsson um að við tengdum tilfinningar hjartanu og rifjaði upp vísu sem Magnús Jóhanns- son, heimilismaður á Elli- heimilinu Grund, gaukaði að honum. Hjálmar leit við á Grund eftir að hafa jafnað sig eftir hjartaað- gerð og sagði Magnúsi að hann væri hættur að hafa verki. Magnús orti: Um það dugar ekkert raus og enginn breytt því getur. Nú er Hjálmar hjartalaus. Honum líður betur. Jón Ingvar Jónsson orti þegar Hjálmar var á leið í aðgerð: Ég bið þess að þín verði giftusöm ganga og gleði ei bresti. Já, Drottinn minn láttu nú dæluna ganga hjá Dómkirkirkjupresti. Jón Ingvar frétti svo að aðgerðin hefði lukkast vel og orti: Hjálmar struku hjúkkur blítt, hann má ekki kvarta: „allt er nú sem orðið nýtt“, æðar, blóð og hjarta. Um jólaprédikun pebl@mbl.is við þjóðveginn, vestast í Höfða- brekkuhömrum. Þótt hellirinn sé nú nokkuð frá sjó var þar útræði fyrr- um, eins og nafnið gefur til kynna. Í seinni tíð er Skiphellir ekki síst þekktur fyrir það að þar var vegin persónan sem Flosi Ólafsson lék í Mýrdalur | Hross frá Höfðabrekku í Mýrdal halda til í Skiphelli sem er einni víkingamynda Hrafns Gunnlaugssonar. Hrossin hafa þar skjól og ágætan haga og Jóhannes Krist- jánsson bóndi gefur þeim einnig úti eftir því sem þörf er á. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hrossin í Skiphelli Reykjanesbær | Samkomulag hefur náðst um það að SBK sem annast al- menningssamgöngur milli Reykjanes- bæjar og höfuðborgarsvæðisins bjóði námsmönnum úr Reykjanesbæ sem stunda nám í Reykjavík helmings afslátt af fargjöldum. Kostar fargjaldið fyrir þá 425 krónur aðra leiðina í stað 850 kr. Nemendur sem stunda nám við skóla á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið ferða- styrki frá Reykjanesbæ á undanförnum árum. Styrkina hafa þeir getað notað til að fara á eigin bíl á milli eða nota áætl- unarferðir. Í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir nýbyrjað ár er gert ráð fyrir að styrkirnir falli niður að lokinni yfir- standandi önn. Á vef Reykjanesbæjar er sagt frá samkomulagi við SBK um að nemendum verði veittur afsláttur og með því sé ver- ið að koma til móts við athugasemdir um niðurfellingu ferðastyrkjanna. Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK, segir að gert sé ráð fyrir því að bærinn greiði fyrirtækinu ákveðna fjárhæð fyrir hverja önn en ljóst sé að hún dugi ekki fyrir afslættinum. Markmið fyrirtækis- ins með samningnum sé að reyna að fjölga farþegum í áætlunarbílunum milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðis- ins og koma til móts við bæinn og sinn tryggasta viðskiptavinahóp, námsfólkið. Hann segir að þetta fyrirkomulag sé tekið upp til reynslu og verði endur- skoðað að lokinni einni önn. Námsfólk fær afslátt með áætlun- arbílum Grindavík | Nýtt íbúðarhverfi í Grindavík sem gengið hefur undir vinnuheitinu Norð- urhverfi hefur fengið nafn sem og göturnar í því. Byggingar- og skipulagsnefnd Grindavíkur leggur til að hverfið fái heitið Hópshverfi. Brautin fyrir ofan hverfið mun heita Hópsbraut og göturnar í hverfinu fá nöfnin Vesturhóp, Suðurhóp, Austurhóp og Miðhóp. Götur í Hópshverfi fá heiti ♦♦♦ Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika: „Kristur, eini grundvöllur kirkjunnar“ Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika verður haldin dagana 16.-23. janúar 2005. Bænavikan er haldin árlega um þetta leyti og er þá beðið fyrir einingu kristins fólks um heim allan. Haldnar verða bænastundir og samkomur víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Allir eru velkomnir á samverustundir bænavikunnar. Dagskrá bænavikunnar: Sunnudagur 16. janúar: Kl. 11.00 Útvarpsmessa í Neskirkju. Kl. 20.00 Samvera í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni. Mánudagur 17. janúar: Kl. 20.00 Samvera í Hafnarfirði í Klaustrinu. Kl. 20:00 Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Akureyri. Þriðjudagur 18. janúar: Kl. 12.00 Hádegisbænastund í Fíladelfíukirkjunni, Reykjavík. Kl. 12.00 Bænastund á Hjálpræðishernum, Akureyri. Miðvikudagur 19. janúar: Kl. 12.00 Íslenska Kristskirkjan í Reykjavík, hádegisbænir. Kl. 12.00 Kyrrðar- og fyrirbænstund Glerárkirkju, Akureyri. Kl. 20.00 Samkoma í Kristskirkju, Landakoti. Fimmtudagur 20. janúar: Kl. 20.00 Samkoma á Hjálpræðishernum í Reykjavík. Kl. 20.00 Sameiginleg samkoma trúfélaga í Péturskirkju, Akureyri. Föstudagur 21. janúar: Kl. 12.00 Fríkirkjan Vegurinn, hádegisbænir. Kl. 20.00 Samkoma í kirkju aðventista í Reykjavík. Kl. 20.00 Bænastund í umsjá aðventista í Sunnuhlíð Akureyri í félagsheimili KFUM og KFUK. Laugardagur 22. janúar: Kl. 20.00 Samkoma í kirkju Óháða safnaðarins. Sunnudagur 23. janúar: Aftansöngur í kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga Kirkja aðventista, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðis- herinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Námskeiðin hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands byrja upp úr miðjum janúar og er framboðið afar fjölbreytt. Meðal annars er átak í tungumálafræðslu BSRB, en boðið verður upp á 30 stunda námskeið í ensku í helstu bæjarfélögum á Vesturlandi, auk spænsku á þremur stöðum. Á BSRB þingi haustið 2003 var ákveðið að gera átak í tungumálafræðslu fyrir félagsmenn og er námskeiðið styrkt af starfsmenntasjóðum BSRB. Fyrir þá sem ekki eru BSRB fé- lagar, hafa ekki áhuga á tungumálum og eru ekki karlmenn er tilvalið að skella sér á dekurnámskeið fyrir konur. Það námskeið er haldið á Varmalandi og er létt leikfimi, hugleiðsla og slökun fyrir sál og líkama.    Þegar kemur að öðrum tómstunda- tilboðum í Borgarbyggð sýnist manni í fljótu bragði að þau henti frekar strákum en stelpum. Þannig munu yngri árgangar stelpna t.d. ekki hafa skilað sér í knatt- spyrnuna, og er álitamál hvað veldur. Fé- lagmálanefnd hefur óskað eftir því við bæj- arráð, að framboð og þátttaka beggja kynja í íþróttum og tómstundum verði athuguð og gerðar viðeigandi úrbætur ef með þarf. Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 er áætlað að 108 milljónir fari til þessa málaflokks og því ástæða til þess að jafnrétti ríki þar.    Þorrablótin eru innan seilingar og þorra- maturinn farinn að sjást í verslunum. Harðfisk og hákarl geta Borgnesingar keypt við útidyrnar heima hjá sér á morg- un, sunnudag. Þá ætlar Kiwanisklúbburinn Smyrill og Sinawikkonur að ganga í hús og selja til styrktar kaupa á sérútbúinni bif- reið fyrir akstur á á hreyfihömluðu fólki.    Loksins árar vel fyrir þá sem eiga og reka snjómoksturstæki. Nóg er að gera við snjóruðning, enda hefur snjónum kyngt niður. Verst hvað erfitt er að komast út úr heimastæðunum þegar búið er að ryðja göturnar. Sennilega þætti mörgum öðrum landsmönnum ekki mikið um, en sé miðað við að hér hefur varla fest snjó undanfarna vetur þykir okkur nóg um. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA Útigangur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.