Morgunblaðið - 15.01.2005, Side 25

Morgunblaðið - 15.01.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 25 DAGLEGT LÍF RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá B Í L D S H Ö F Ð A 2 0 · S M Á R A L I N D · S E L F O S S I LANDSLIÐSBÚNINGAR OG FÁST HJÁ OKKUR STUÐNINGSAÐILI KSÍ OG KKÍ Áundanförnum áratugum hef-ur sú þróun átt sér stað aðnotendur heilbrigðisþjónust- unnar hafa orðið æ meðvitaðri um rétt sinn til að fá upplýsingar um bæði þá þjónustu sem stendur til boða og hvaða meðferð hentar þeim best. Heilbrigðisstarfsfólk og yf- irvöld hafa leitast við að koma til móts við þessa þróun með því að bæta upplýsingamiðlun til almenn- ings og sjúklinga á margvíslegan hátt. Réttindi sjúklinga Mikilvægt skref í þessari þróun voru lög um réttindi sjúklinga sem sett voru árið 1997. Grunnhugsunin í lögunum er að sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita og skal þá taka mið af ástandi hans, horfum og bestu þekkingu sem völ er á á hverjum tíma. Samkvæmt lögunum á sjúklingur rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og mismunandi meðferðarkosti. Þá á sjúklingur sem ekki talar ís- lensku eða notar táknmál rétt á túlk- un. Einnig þarf að leita samþykkis sjúklings annars vegar fyrir meðferð og hins vegar fyrir beinni þátttöku hans í vísindarannsóknum. Þetta er í takt við þá þróun að samskipti heil- brigðisstarfsfólks og sjúklinga eru æ meir að verða samstarf um að finna bestu meðferð sem hentar hverju sinni í stað þess að heilbrigðisstarfs- maður ákveði alfarið meðferðina. Upplýstir og gagnrýnir notendur Til þess að almenningur geti haft skoðanir á því á hvern hátt er best að viðhalda góðri heilsu eða ráða við einhvern heilsuvanda þurfa grein- argóðar og öruggar upplýsingar að vera aðgengilegar. Margar stofn- anir, fagfélög, sjúklingasamtök og önnur félög eða fyrirtæki hafa gefið út upplýsingar, ritaðar eða rafræn- ar, um hollráð til heilbrigðis, um eðli og meðferð ýmissa heilsufarsvanda- mála eða þjónustu sem stendur til boða. Þá hafa fjölmiðlar og net- miðlar einnig tekið virkan þátt í að koma upplýsingum tengdum heilsu- fari á framfæri enda eru heilbrigð- ismál einn vinsælasti efnisflokkurinn á veraldarvefnum. Í öllu því upplýsingaflóði sem til er á rafrænu eða öðru formi er rétt að skoða vel hversu áreiðanlegar upp- lýsingarnar eru. Ef vafrað er á vefn- um þarf að skoða hvers konar aðili stendur að viðkomandi síðum og hver er menntun eða bakgrunnur þeirra sem setja fram upplýsing- arnar. Hvaða hagsmunir geta hugs- anlega verið að baki þeim upplýs- ingum eða ráðum sem gefin eru? Landlæknisembættið hefur leitast við að miðla upplýsingum til fólks um heilbrigðisþjónustuna og heil- brigði og sjúkdóma, m.a. í þessum pistlum. Embættið telur afar mik- ilvægt að fólk afli sér þekkingar til að geta á gagnrýnan hátt tekið ákvarðanir sem varða heilsu og vel- ferð sína og einnig til að vera virkir þátttakendur í að ákveða hvaða með- ferð er best þegar leitað er til heil- brigðisþjónustunnar. Enda hafa rannsóknir sýnt að ef fólk er haft með í ráðum um meðferð eru mun meiri líkur á að það fylgi henni. Fólk á rétt á upplýsingum Ýmsar upplýsingar er varða rétt- indi sjúklinga eða heilsu er að finna á heimasíðu Landlækn- isembættisins, www.landlaeknir.is Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur gefið út eft- irtalið rit: Kynntu þér réttindi þín. Upplýsingabæklingur um réttindi sjúklinga. Anna Björg Aradóttir hjúkrunar- fræðingur, Landlæknisembættinu. Samkvæmt lögunum á sjúklingur rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og mismunandi meðferð- arkosti.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Svíar hlæja minnst Norð-urlandaþjóða í vinnunni, aðþví er netkönnun leiðir í ljós. Aðeins helmingur Svía hlær eitt- hvað á hverjum vinnudegi sam- anborið við þrjá af hverjum fjórum Norðmönnum, eins og greint er frá á vef norska blaðsins Aftenposten. Könnunin er ekki vísindalega fram- kvæmd heldur var hún gerð á Net- inu þannig að hending réð því hve margir tóku þátt og hvaðan þeir voru eða sögðust vera. Það ber að hafa í huga að frá könnuninni óvís- indalegu er greint á norskum vef en á milli Svía og Norðmanna hefur lengi ríkt góðlát- legur rígur. Samtals svöruðu 2.400 Svíar, Norðmenn og Danir spurningalistanum á vefsíðunni Monster sem aðallega er heimsótt af þeim sem eru að leita sér að vinnu. 77% Norðmannanna sögðust hlæja eitthvað á hverjum vinnudegi en 8% aldrei. 74% Dana hlæja í vinnunni en 7% aldrei. Hins vegar sögðust aðeins 53% Svía hlæja í vinnunni og 28% þeirra sögðust aldrei hlæja í vinnunni. Meðal fleiri spurninga sem þátttakendur svöruðu voru nokkrar um lífeyrismál og í ljós kom að 63% Svía telja lífeyriskjör það mikilvæg- asta við vinnuna samanborið við 14% Norðmanna og Dana. Svíarnir láta sig einnig dreyma um að komast snemma á eftirlaun og aðeins 6% þeirra langar að vinna eftir sjötugt miðað við 20% í Noregi og Dan- mörku. Svíar hlæja lítið í vinnunni  KÖNNUNB örnin í 5 BIS í Gilja- skóla á Akureyri voru nýbúin að vinna með boðorðin 10 og Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar náttúruhamfarirnar dundu yfir í Asíu á annan í jólum. Það varð til þess að miklar umræð- ur sköpuðust í bekknum um mis- munandi aðstæður barna í heim- inum. Umsjónarkennarar bekkjarins, Bryndís Indíana Stefánsdóttir, sem alltaf er kölluð Inda, lærði í Noregi og segir hún að þar hafi alltaf verið unnin verkefni í tengslum við dag Sameinuðu þjóðanna. Skólum í Nor- egi voru sendar ýmsar upplýsingar sem síðan var unnið með. Henni datt í hug að gera eitthvað svipað með bekknum sínum. Bekkurinn hafði nýlega unnið með boðorðin tíu og í framhaldi var ákveðið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börnin völdu sér eina grein úr sáttmálanum og teiknuðu mynd með. Þau ákváðu að leita til Barnaheilla og fengu ýmsar upplýs- ingar um börn í Kabódíu. Þá kom- ust þau meðal annars að því að börnin þar þurfa að vinna mikið til að hafa fyrir nauðþurftum og margt er öðruvísi en hér hjá okkur. Margt var rætt í kjölfarið og spurningum velt fyrir sér, til dæmis um hvað væri vinna. „Þetta verkefni var meðal annars valið til að fá þau til að skilja hvað við höfum það í raun- inni gott hér á Íslandi,“ sagði Inda. Ákveðið var að safna peningum og senda Barnaheillum. „Við lögðum mikla áherslu á að þau gæfu sína eigin peninga, en alls söfnuðu þau 3.185 krónum. Börnin unnu verkefnin í nóv- ember og desember og myndirnar hanga enn uppi í skólanum. En mig langar til að vinna meira með þetta efni.“ Þegar börnin komu í skólann eftir áramótin spunnust miklar um- ræður um afleiðingar nátt- úruhamfaranna í Asíu. Inda segir að það hafi verið eins og þau gerðu sér betur grein fyrir þessum heims- hluta eftir að hafa unnið verkefnið. „Þau sáu líka hversu mikið er hægt að gera fyrir upphæð eins og þá sem þau söfnuðu. Við höfum því getað tengt atburðina inn í stærð- fræðikennsluna og einnig jarðfræð- ina til að reyna að átta okkur á hvernig þetta gat gerst.“  MENNTUN | Bekkurinn 5 BIS í Giljaskóla á Akureyri í heimspekilegum vangaveltum Boðorðin tíu og náttúruhamfarir Morgunblaðið/Kristján Bryndís Indiana Stefánsdóttir, kennari í Giljaskóla, með nemendum sínum í 5 BIS. TENGLAR ..................................................... www.giljaskoli.akureyri.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.