Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 25 DAGLEGT LÍF RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá B Í L D S H Ö F Ð A 2 0 · S M Á R A L I N D · S E L F O S S I LANDSLIÐSBÚNINGAR OG FÁST HJÁ OKKUR STUÐNINGSAÐILI KSÍ OG KKÍ Áundanförnum áratugum hef-ur sú þróun átt sér stað aðnotendur heilbrigðisþjónust- unnar hafa orðið æ meðvitaðri um rétt sinn til að fá upplýsingar um bæði þá þjónustu sem stendur til boða og hvaða meðferð hentar þeim best. Heilbrigðisstarfsfólk og yf- irvöld hafa leitast við að koma til móts við þessa þróun með því að bæta upplýsingamiðlun til almenn- ings og sjúklinga á margvíslegan hátt. Réttindi sjúklinga Mikilvægt skref í þessari þróun voru lög um réttindi sjúklinga sem sett voru árið 1997. Grunnhugsunin í lögunum er að sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita og skal þá taka mið af ástandi hans, horfum og bestu þekkingu sem völ er á á hverjum tíma. Samkvæmt lögunum á sjúklingur rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og mismunandi meðferðarkosti. Þá á sjúklingur sem ekki talar ís- lensku eða notar táknmál rétt á túlk- un. Einnig þarf að leita samþykkis sjúklings annars vegar fyrir meðferð og hins vegar fyrir beinni þátttöku hans í vísindarannsóknum. Þetta er í takt við þá þróun að samskipti heil- brigðisstarfsfólks og sjúklinga eru æ meir að verða samstarf um að finna bestu meðferð sem hentar hverju sinni í stað þess að heilbrigðisstarfs- maður ákveði alfarið meðferðina. Upplýstir og gagnrýnir notendur Til þess að almenningur geti haft skoðanir á því á hvern hátt er best að viðhalda góðri heilsu eða ráða við einhvern heilsuvanda þurfa grein- argóðar og öruggar upplýsingar að vera aðgengilegar. Margar stofn- anir, fagfélög, sjúklingasamtök og önnur félög eða fyrirtæki hafa gefið út upplýsingar, ritaðar eða rafræn- ar, um hollráð til heilbrigðis, um eðli og meðferð ýmissa heilsufarsvanda- mála eða þjónustu sem stendur til boða. Þá hafa fjölmiðlar og net- miðlar einnig tekið virkan þátt í að koma upplýsingum tengdum heilsu- fari á framfæri enda eru heilbrigð- ismál einn vinsælasti efnisflokkurinn á veraldarvefnum. Í öllu því upplýsingaflóði sem til er á rafrænu eða öðru formi er rétt að skoða vel hversu áreiðanlegar upp- lýsingarnar eru. Ef vafrað er á vefn- um þarf að skoða hvers konar aðili stendur að viðkomandi síðum og hver er menntun eða bakgrunnur þeirra sem setja fram upplýsing- arnar. Hvaða hagsmunir geta hugs- anlega verið að baki þeim upplýs- ingum eða ráðum sem gefin eru? Landlæknisembættið hefur leitast við að miðla upplýsingum til fólks um heilbrigðisþjónustuna og heil- brigði og sjúkdóma, m.a. í þessum pistlum. Embættið telur afar mik- ilvægt að fólk afli sér þekkingar til að geta á gagnrýnan hátt tekið ákvarðanir sem varða heilsu og vel- ferð sína og einnig til að vera virkir þátttakendur í að ákveða hvaða með- ferð er best þegar leitað er til heil- brigðisþjónustunnar. Enda hafa rannsóknir sýnt að ef fólk er haft með í ráðum um meðferð eru mun meiri líkur á að það fylgi henni. Fólk á rétt á upplýsingum Ýmsar upplýsingar er varða rétt- indi sjúklinga eða heilsu er að finna á heimasíðu Landlækn- isembættisins, www.landlaeknir.is Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur gefið út eft- irtalið rit: Kynntu þér réttindi þín. Upplýsingabæklingur um réttindi sjúklinga. Anna Björg Aradóttir hjúkrunar- fræðingur, Landlæknisembættinu. Samkvæmt lögunum á sjúklingur rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og mismunandi meðferð- arkosti.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Svíar hlæja minnst Norð-urlandaþjóða í vinnunni, aðþví er netkönnun leiðir í ljós. Aðeins helmingur Svía hlær eitt- hvað á hverjum vinnudegi sam- anborið við þrjá af hverjum fjórum Norðmönnum, eins og greint er frá á vef norska blaðsins Aftenposten. Könnunin er ekki vísindalega fram- kvæmd heldur var hún gerð á Net- inu þannig að hending réð því hve margir tóku þátt og hvaðan þeir voru eða sögðust vera. Það ber að hafa í huga að frá könnuninni óvís- indalegu er greint á norskum vef en á milli Svía og Norðmanna hefur lengi ríkt góðlát- legur rígur. Samtals svöruðu 2.400 Svíar, Norðmenn og Danir spurningalistanum á vefsíðunni Monster sem aðallega er heimsótt af þeim sem eru að leita sér að vinnu. 77% Norðmannanna sögðust hlæja eitthvað á hverjum vinnudegi en 8% aldrei. 74% Dana hlæja í vinnunni en 7% aldrei. Hins vegar sögðust aðeins 53% Svía hlæja í vinnunni og 28% þeirra sögðust aldrei hlæja í vinnunni. Meðal fleiri spurninga sem þátttakendur svöruðu voru nokkrar um lífeyrismál og í ljós kom að 63% Svía telja lífeyriskjör það mikilvæg- asta við vinnuna samanborið við 14% Norðmanna og Dana. Svíarnir láta sig einnig dreyma um að komast snemma á eftirlaun og aðeins 6% þeirra langar að vinna eftir sjötugt miðað við 20% í Noregi og Dan- mörku. Svíar hlæja lítið í vinnunni  KÖNNUNB örnin í 5 BIS í Gilja- skóla á Akureyri voru nýbúin að vinna með boðorðin 10 og Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar náttúruhamfarirnar dundu yfir í Asíu á annan í jólum. Það varð til þess að miklar umræð- ur sköpuðust í bekknum um mis- munandi aðstæður barna í heim- inum. Umsjónarkennarar bekkjarins, Bryndís Indíana Stefánsdóttir, sem alltaf er kölluð Inda, lærði í Noregi og segir hún að þar hafi alltaf verið unnin verkefni í tengslum við dag Sameinuðu þjóðanna. Skólum í Nor- egi voru sendar ýmsar upplýsingar sem síðan var unnið með. Henni datt í hug að gera eitthvað svipað með bekknum sínum. Bekkurinn hafði nýlega unnið með boðorðin tíu og í framhaldi var ákveðið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börnin völdu sér eina grein úr sáttmálanum og teiknuðu mynd með. Þau ákváðu að leita til Barnaheilla og fengu ýmsar upplýs- ingar um börn í Kabódíu. Þá kom- ust þau meðal annars að því að börnin þar þurfa að vinna mikið til að hafa fyrir nauðþurftum og margt er öðruvísi en hér hjá okkur. Margt var rætt í kjölfarið og spurningum velt fyrir sér, til dæmis um hvað væri vinna. „Þetta verkefni var meðal annars valið til að fá þau til að skilja hvað við höfum það í raun- inni gott hér á Íslandi,“ sagði Inda. Ákveðið var að safna peningum og senda Barnaheillum. „Við lögðum mikla áherslu á að þau gæfu sína eigin peninga, en alls söfnuðu þau 3.185 krónum. Börnin unnu verkefnin í nóv- ember og desember og myndirnar hanga enn uppi í skólanum. En mig langar til að vinna meira með þetta efni.“ Þegar börnin komu í skólann eftir áramótin spunnust miklar um- ræður um afleiðingar nátt- úruhamfaranna í Asíu. Inda segir að það hafi verið eins og þau gerðu sér betur grein fyrir þessum heims- hluta eftir að hafa unnið verkefnið. „Þau sáu líka hversu mikið er hægt að gera fyrir upphæð eins og þá sem þau söfnuðu. Við höfum því getað tengt atburðina inn í stærð- fræðikennsluna og einnig jarðfræð- ina til að reyna að átta okkur á hvernig þetta gat gerst.“  MENNTUN | Bekkurinn 5 BIS í Giljaskóla á Akureyri í heimspekilegum vangaveltum Boðorðin tíu og náttúruhamfarir Morgunblaðið/Kristján Bryndís Indiana Stefánsdóttir, kennari í Giljaskóla, með nemendum sínum í 5 BIS. TENGLAR ..................................................... www.giljaskoli.akureyri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.