Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 27
FERÐALÖG
FERÐASKRIFSTOFAN Príma
ásamt Heimsklúbbi Ingólfs er nú
komin undir hatt Ferðaskrifstof-
unnar Emblu, sem sérhæft hefur sig
í ferðum í litlum hópum til framandi
og fjarlægra áfangastaða. Ingiveig
Gunnarsdóttir stofnaði Emblu árið
2000 og í október sl. gerðist Birgir
Finnbogason meðeigandi Ingiveigar
og settist þá jafnframt í fram-
kvæmdastjórastólinn. Ingiveig starf-
ar við fyrirtækið sem sölu- og mark-
aðsstjóri auk þess sem hún býr sjálf
til ferðirnar.
„Það má segja að ákveðin tímamót
séu í rekstrinum með nýjum eig-
endum og nýjum áherslum,“ segir
Ingiveig. „Óhætt er að segja að við
séum með mesta úrvalið af sérhönn-
uðum sérferðum fyrir Íslendinga á
fjarlægar slóðir og meðal áfanga-
staða í ár verða Madeira, Máritíus,
Indland, Argentína, Brasilía, Suður-
Afríka, Ástralía, Nýja-Sjáland, Sam-
einuðu arabísku furstadæmin og
Dubai. Hver ferð á sér langan að-
draganda í skipulagningu þar sem
allir gististaðir eru sérvaldir með
hliðsjón af gæðum, staðsetningu og
stíl. Við leggjum mikla áherslu á að
skipta við heimamenn á hverjum stað
og veljum samstarfsaðila, sem hafa
sömu markmið og við. Við erum að
þjóna fólki, sem finnst það skipta
máli að vera í öruggum höndum og
vill upplifa það besta fáanlega á
hverjum stað. Okkar helsti markhóp-
ur er fólk, sem vill upplifa ævintýri
og hefur tök á því að fara í heims-
reisur. Svokölluð vistvæn eða græn
ferðamennska mótar tóninn í ferð-
unum okkar.“
Námskeiðahald í fuglaskoðun
Eigendur Emblu koma til með að
njóta samstarfs við Ingólf Guð-
brandsson, stofnanda Príma og
Heimsklúbbsins, enda hefur hann, að
sögn Ingiveigar og Birgis, víðtæk-
ustu reynsluna af því að koma Ís-
lendingum til útlanda og kynna þeim
framandi slóðir. „Meiningin er svo að
virkja starfsemi Heimsklúbbs Ing-
ólfs til námskeiðahalds sem tengist
ferðum til fjarlægra landa, en á
stefnuskránni eru m.a. námskeið í
ljósmyndun, hagnýtri spænsku,
framandi matargerð og síðast en
ekki síst í fugla og náttúruskoðun og
notkun sjónauka, sem er bráðnauð-
synlegt að kunna þegar við förum inn
í Amazon-regnskóginn.“
Spennandi vettvangur
Birgir er endurskoðandi að mennt og
er einn af stofnendum Deloitte hf.,
þar sem hann hefur unnið allar götur
þar til hann ákvað að söðla um og
breyta um starfsvettvang sl. haust.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
ferðalögum og útivist og fór sem al-
mennur ferðamaður árið 2003 í ferð
með Ingiveigu til Ekvadors og Ga-
lapagos-eyja. Þetta eru stór-
skemmtilegar og spennandi ferðir og
fékk ég þessa sérkennilegu hugmynd
um að breyta algjörlega um starfs-
vettvang í kjölfar ferðarinnar, selja
hlut minn í Deloitte og kaupa í
Emblu.“
Eftir hina örlagaríku ferð fór Birg-
ir að aðstoða Ingiveigu sem ráðgjafi
svo hann segist svo sem hafa vitað að
hverju hann gekk. „Þetta er mjög
spennandi vettvangur og mjög
áhugaverð sú þjónusta, sem Ingiveig
hefur verið að byggja upp, hvort sem
litið er til hinna sérsniðnu ferða til út-
landa eða innanlandsmarkaðarins,
sem er í reynd grunnur Emblu.
Á sama tíma og Birgir gekk inn í
Emblu í október sl. var ákveðið að
skjóta styrkari stoðum undir rekst-
urinn og breikka framboð ferða og
var þá ákveðið að yfirtaka rekstur
Prímu, en bæði Príma og Embla hafa
verið að vinna á svipuðum markaði
við að sérhanna ferðir fyrir litla hópa
Íslendinga til fjarlægra landa.
Sumarhús og villur
Embla veitir þeim, sem kjósa að vera
á eigin vegum, ákveðna þjónustu áð-
ur en lagt er í’ann sem er, að sögn
Ingiveigar, nýjung í starfseminni.
„Við aðstoðum fólk við að skipu-
leggja eigin ferðir og bjóðum í því
samhengi yndisleg sumarhús og vill-
ur með sundlaugum og öllu tilheyr-
andi á Ítalíu sem fólk getur leigt viku
í senn og rúma allt að tuttugu manns
í einu. Þessi kostur er sérstaklega
skemmtilegur fyrir fjölskyldur og
vinahópa. Auk þess er hægt að fá
leigð bresk sveitahús í Agöthu
Christie-stíl hjá Emblu til lengri eða
skemmri tíma og ekki má svo gleyma
siglingunum, en Embla er umboðs-
aðili fyrir fjölmörg skipafélög og
skemmtiferðaskip,“ segir Ingiveig,
sem býr að tuttugu ára reynslu í fjöl-
mörgum geirum ferðaþjónustunnar.
EMBLA | Heimsklúbbur Ingólfs og Príma undir hatt Emblu
Dubai og ítalskar villur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eigendur Emblu: Ingiveig Gunnarsdóttir og Birgir Fimbogason.
Ferðaskrifstofan Embla
Stangarhyl 1
Reykjavík.
ICELANDAIR mun í sumar fljúga í áætlunarflugi til 21
borgar í Bandaríkjunum og í Evrópu. Að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa, er hér um að ræða
eftirsóttustu og merkustu borgir beggja vegna hafsins og
þaðan liggja svo leiðir til allra átta. „Það er því fyrst og
fremst fjölbreytnin, sem ræður ríkjum hjá okkur þegar
litið er til sumarsins,“ segir Guðjón spurður um ferða-
framboð sumarsins.
„Icelandair mun í sumar leggja mikla áherslu á Banda-
ríkjaferðir enda finnum við fyrir auknum áhuga á Banda-
ríkjunum um þessar mundir. Dollarinn er náttúrulega
hagstæður og það gerir verðlagið vestra hagstætt, t.d. á
gistingu, mat og þjónustu. Við erum að bæta þar við nýj-
um spennandi áfangastað, sem er San Francisco og þar
með Kaliforníu og vesturströndinni. Fyrsta flugið er á
áætlun 18. maí nk. Borgin er einn þekktasti ferðamanna-
staður heims og svæðin í kringum borgina eru stór-
fengleg, hvort sem farið er inn í landið, t.d. í Napa-dalinn
fræga eða með ströndinni til staða eins og Monterey og
Carmel svo eitthvað sé nefnt. Við verðum með margskon-
ar hagstæð tilboð, t.d. fyrir fjölskyldur, sem vilja taka bíla-
leigubíl og keyra um Kaliforníu. Einnig erum við nú með
ferðir allt árið til Orlando og borganna á austurströndinni,
Baltimore, New York og Boston auk Minneapolis. Við höf-
um trú á því að mjög margir muni leggja leið sína vestur
um haf í sumar, en mikil aukning hefur verið í ferðum Ís-
lendinga til Bandaríkjanna í vetur,“ segir Guðjón.
Borg og strönd
„Við munum líka horfa til Evrópu að sjálfsögðu. Við bjóð-
um t.d. upp á frábær kjör á flugi og bíl í Þýskalandi og
bendum á það sem við köllum „Borg og strönd“, en það
eru ferðirnar til Barcelona. Sem fyrr segir er það fjöl-
breytnin sem ræður ríkjum. Við erum með ferðir nokkrum
sinnum á dag til vinsælustu staðanna, eins og t.d. Kaup-
mannahafnar og London og daglegt flug til fjölmargra
annarra staða í allt sumar og reyndar árið um kring.“
Áhersla lögð á Bandaríkin
ICELANDAIR
Presslink
Icelandair verður með tilboð fyrir fjölskyldur, sem vilja
taka bílaleigubíl og keyra um Kaliforníu.
smáauglýsingar
mbl.is
FERÐALÖG til stórborga eru vin-
sæl, sérstaklega meðal kvenna og
ungs fólks, að því er fram kemur á
vef Aftenposten. Róm er vinsælasta
borgin skv. norskri könnun en sjö af
hverjum tíu langar að heimsækja
ítölsku höfuðborgina á árinu.
Í öðru sæti er London, París í því
þriðja, Feneyjar fjórða og Barcelona
er fimmti vinsælasti áfangastað-
urinn.
Kaupmannahöfn, New York og
Prag eru næstar á lista. Konurnar
hafa mestan áhuga á að komast til
Rómar eða Parísar en karlarnir vilja
frekar fara til London og New York.
Morgunblaðið/Ásdís
Karlar kjósa að ferðast til borga
eins og New York eða Lundúna.
Konur vilja
fara til
Rómar
KÖNNUN
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
01
3
0
1/
20
05
Netsmellur
Alltaf ód‡rast á netinu
Gran Canaria
Houses and flats for rent, for longer
and shorter periods.
See our website:
www.utleieservice-grancanaria.com
We speak Norwegian/English.
Tel. 0034 620544751/680180526.