Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í MARGA áratugi var eingöngu eitt taflfélag í Reykjavík með reglulega starfsemi. Það var Taflfélag Reykjavíkur sem stofnað aldamóta- árið 1900 og hafa sögufrægar per- sónu á borð við Einar Benediktsson og Ólaf Thors komið að starfsemi þess. Þegar frá er talið Íslandsmót- ið í skák og alþjóðleg mót þá voru á hverju ári öflugustu keppnir lands- ins haldnar innan vébanda hins aldna félags. Annars vegar var um að ræða Haustmót félagsins en það var um leið meistaramót þess og hins vegar var um að ræða Skák- þing Reykjavíkur en efstur Reyk- víkinga á mótinu fékk þá nafn- bótina Skákmeistari Reykjavíkur. Báðar þessar keppnir voru haldnar að vetri til enda lagðist íslenskt skáklíf að jafnaði í dvala á sumrin. Haustmótið fór fram í september eða október en Skákþingið hófst alltaf í upphafi hvers árs og lauk í byrjun febrúar. Þessi mót voru oft vel sótt og tóku stundum yfir eitt hundrað manns þátt í þeim. Sam- fara margskonar breytingum í sam- félaginu og skáklífinu hefur þátt- taka dalað. Fleiri mót eru í boði og afþreying einnig. Gömlu góðu mót- in voru ellefu umferðir og gat skák- in farið í bið eftir 40 leiki. Mörg kvöld gátu því farið í að tefla skák- irnar ellefu. Eins og minnst var á, í hófi haldið Ólafi H. Ólafssyni til heiðurs, laugardaginn 8. janúar sl., þá var félagið oft á hrakhólum með húsnæði og rétt svo að það gat hald- ið þessi stórmót sín. Í kjölfar þess að Hólmsteinn Steingrímsson varð formaður félagsins á sjöunda ára- tug síðustu aldar komst hreyfing á hlutina og húsnæði á Grensásvegi 44–46 var keypt. Starfsemin þar var blómleg. Stór salur var fyrir stærri mót en honum var hægt að skipta í tvennt með tjaldi. Bókasafn og skrifstofa félagsins var fyrir neðan salinn. Í minningunni var vart hægt að ímynda sér heppilegri stað til að iðka skák. Í lok níunda áratugarins festi félagið kaup á risastóru húsnæði í Faxafeni 12. Engu að síður fór fjarri að það væri eins vel til þess fallið að nýtast sem skáksetur eins og Grensásvegur- inn. Sumir hafa orðað það svo að sál félagsins hafi skroppið saman við flutninginn. Andi hins nýja húss var ekki sá sami. Þar fyrir utan reynd- ust kaupin fjárhagslegt glapræði og félagið lenti á barmi gjaldþrots. Slæm fjármálastaða var sem drag- bítur á starfsemi félagsins og minni slagkraftur var í félagsstarfinu. Það tókst að selja lungann úr hús- næðinu og var það vel. Fjármálin voru ekki það eina sem áhyggjur þurfti að hafa af. Hið háa loft og víðu veggir í Faxafeni gerðu marga stórhuga – gengið var úr félaginu og taflfélag stofnað sem kallaðist Hellir. Þrátt fyrir hrakspár í upp- hafi hefur það félag lifað góðu lífi síðan. Þrátt fyrir þennan mótbyr stendur hið aldna félag á gömlum og traustum merg. Menn eins og Ríkharður Sveinsson og Ólafur S. Ásgrímsson standa enn fyrir sínu, sjá til þess að mót séu haldin og allt fari fram venju samkvæmt. Skák- þing Reykjavíkur hefst einmitt á morgun, sunnudaginn 16. janúar, kl. 14 í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Meistari síðasta árs, Bragi Þorfinnsson, verður fjarri góðu gamni en hann ásamt bróður sínum Birni og nöfnunum Stefáni Kristjánssyni og Bergssyni fer til Gíbraltar að taka þátt í alþjóðlegu skákmóti sem hefst 25. janúar næstkomandi. Engu að síður má vænta að nokkrir öflugir skákmenn mæti til leiks og jafnvel að Jón Vikt- or Gunnarsson geri enn eina til- raunina til að jafna met Guðmundar Gíslasonar um árið, þegar sá vest- firski kappi vann allar skákir sínar ellefu í mótinu. Að þessu sinni verða tefldar níu umferðir eftir sviss- nesku kerfi og eru tímamörkin að jafnaði 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna á leik. Eins og venjulega verður teflt á sunnudög- um kl. 14 en á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Fyrir utan verðlaun í aðalkeppninni eru verð- laun fyrir bestan árangur skák- manna undir 2.000 skákstigum. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is og á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur. Björn Þorfinnsson fær fullt hús á Skákþingi Hafnarfjarðar Hellismaðurinn Björn Þorfinns- son (2.370) sigraði örugglega á Skákþingi Hafnarfjarðar sem fram fór dagana 7.–9. janúar sl. í Álfa- felli, íþróttahúsinu á Strandgötu. Hann fékk sjö vinninga af sjö mögulegum en gat ekki orðið meist- ari þeirra Hafnfirðinga þar eð hann er búsettur í Reykjavík. Þorvarði Fannari Ólafssyni (2.060) féll sá heiður í skaut eftir að hann innbyrti sigur á Heimi Ásgeirssyni (2.050) í lokaumferðinni. Þorvarður fékk 5½ vinning og lenti í öðru sæti í keppn- inni en Heimir deildi þriðja sætinu með Hrannari Baldurssyni (2.120) – báðir luku keppni með fimm vinn- inga. Fyrirfram var við því búist að baráttan um efsta sæti mótsins yrði á milli Sigurðar Daða Sigfússonar (2.330) og Björns. Sá fyrrnefndi náði sér ekki á strik á mótinu og lauk keppni með fjóra vinninga sem þýddi að hann deildi fimmta sætinu með Sverri Erni Björnssyni (1.960). Alls voru 21 keppandi á mótinu og er ánægjulegt að skáklíf í bæ Gafl- ara hefur tekið mikinn kipp upp á við, eftir að skákdeild Hauka, undir forystu Auðbergs Magnússonar, var sett á laggirnar. Íslandsmót barna í skák 2005 Í dag, laugardaginn 15. janúar, hefst Íslandsmót barna í skák 2005 kl. 13 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er opið öllum krökkum sem fædd eru 1994 og síð- ar. Veglegur bikar er fyrir sigur- vegara mótsins og verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Sérstök verð- laun verða veitt þrem efstu stúlk- unum í mótinu (ef að a.m.k. 10 stúlkur taka þátt í því) og hlýtur sú efsta titilinn Íslandsmeistari stúlkna 2005. Einnig verður haldið happdrætti þar sem dregið verður um ýmsa vinninga svo sem X-BOX- tölvu. Fyrirlestraröð um Fischer vel sótt Helgi Ólafsson hefur haldið tvo fyrirlestra um Bobby Fischer í húsakynnum Skákskóla Íslands að Faxafeni 12 og verða tveir haldnir til viðbótar fimmtudagskvöldin 20. janúar og 27. janúar. Fyrsta kvöld- ið var fjallað um eitt mikilvægasta árið á skákferli heimsmeistarans fyrrverandi frá Brooklyn – 1970. Þá vann hann millisvæðamót, tefldi á Ólympíuskákmótinu í Siegen og vann nokkur öflug alþjóðleg skák- mót. Umfjöllunarefni næsta fyrir- lestrar Helga var árið 1971 þegar Fischer bar sigurorð af Mark Tai- manov og Bent Larsen 6–0 í áskor- endaeinvígi og svo Tigran Petrosj- an 7½ gegn 2½. Corus-skákhátíðin í Wijk aan Zee í Hollandi að hefjast Öflugasta og ein mest sótt skákhátíð hvers árs hefst í dag með keppni í A-flokki þar sem þátttak- endur eru ekki af verri endanum. Sigurvegari síðasta árs, Indverjinn Viswanathan Anand (2.786), er stigahæsti keppandinn. Veselin Topalov (2.756) kemur næstur hon- um að stigum en heimsmeistarinn Vladimir Kramnik (2.754) verður að láta sér lynda að vera númer þrjú í stigaröðinni. Búast má við mjög spennandi móti en alls eru fjórtán keppendur og meðalstig þeirra eru 2.721. Ánægjulegt er að Judit Polg- ar sest aftur að skákborðinu en fæðing fyrsta barns hennar varð þess valdandi að hún tók sér leyfi frá taflmennsku árið 2004. Anand er sigurstranglegastur þar sem taflmennska hans hefur verið frá- bær síðustu mánuði. Kramnik teflir í fyrsta skipti opinberlega eftir að hafa náð að verja titil sinn með því að halda jöfnu gegn Peter Leko (2.749). Ungverjinn sá er einnig á meðal keppenda sem og Alexander Morozevich (2.741) og Michael Adams (2.741). Umsjónarmaður skákþáttarins mun fylgjast grannt með þessu móti en einn Íslendingur mun tefla á skákhátíðinni. Óljóst er í hvaða flokki Jóhann H. Ragnars- son teflir en fyrirkomulagið ku vera þannig að um marga tíu manna flokka er að ræða eftir að A- og B- flokki hátíðarinnar sleppir. Skákþing Reykjavíkur byrjar á morgun SKÁK Taflfélag Reykjavíkur Meistari síðasta árs ver ekki titil sinn 16. janúar – 4. febrúar 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON Björn Þorfinnsson Viswanathan Anand daggi@internet.is Á BYGGÐAÞINGI í Finnlandi fyrir nokkru sýndi Fríða Vala Ásbjörnsdóttir veggspjöld um verkefnið, Unglingurinn á landsbyggðinni, þar sem byggða- sjónarmið íslenskra unglinga vöktu athygli. Unglingurinn á landsbyggðinni, verkefni sem samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) hefur unnið að meðal 13–18 ára unglinga út um land, vakti mikla at- hygli á byggðaþingi finnskra systursamtaka LBL og norrænu samtakanna Hela Norden ska Leva (HNSL). Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, frumkvöðull stofnunar Landsbyggðin lifi og stjórnarmaður í LBL og HNSL, kynnti veggspjöld, sem unnin voru á grund- velli fyrri hluta verkefnisins á þinginu, sem haldið var í Närpes í Finnlandi í október sl. Að sögn Fríðu Völu er um að ræða verkefni, sem tekur tvö ár. Leitað var til unglinga í grunn- og framhaldsskólum á landsbyggðinni. Voru þeir beðnir um að lýsa því, hvað þeim þætti vanta til að heimabyggð þeirra yrði betri til búsetu eða eftirsóknarverðari til að flytjast til. Bestu ritgerðirnar úr hverjum landshluta voru verðlaunaðar í vor er leið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari samtakanna HNSL, afhenti verðlaun, sem útgáfufélagið Edda hf. veitti. Hyggst kynna ábendingar unglinganna Fyrir Finnlandsferðina voru útbúin fimm veggspjöld með ljósmyndum frá landshlutunum og texta, sem sóttur var í ritgerðir unglinganna og merktur höfundum. Sérstök athygli var vakin á sveitarfélögum verðlaunahafanna í hverjum landshluta. Gafst mönnum kostur á að bera svör unglinganna sam- an eftir landshlutum og athuga hvort greina mætti mismun á hugsunarhætti eftir landshlutum. Til að koma skilaboðum unglinganna betur til skila er hug- mynd Fríðu Völu að heimsækja marga skóla og hitta sveitarstjórnarmenn til að kynna frekar úrlausnir þeirra með þá von í brjósti, að þeir taki þær til greina, því að þar er mörg gullkorn að finna. „Krakkarnir komu með snilld- arlausnir,“ segir Fríða Vala. Ráðstefnugestir í Närpes stoppuðu við spjöldin og gáfu sér tíma til að grúska í þessu. Ísland fékk mikla athygli fyrir hugmyndir unglinganna um byggðamál. Plakatagerðin var kostnaðarsöm og munar því mikið um veittan stuðning forsætisráðuneytisins, segir í fréttatilkynningu. Forsætisráðu- neytið styrkir gerð plakata Margir unglingar tóku þátt í ritgerðarverkefninu frá hverjum skóla, þótt aðeins ein ritgerð væri send inn til þátttöku í sjálfa verðlaunasamkeppnina. STOFNFUNDUR Félags um þekk- ingarstjórnun var haldinn 13. jan- úar sl. og mættu um 40 manns á fundinn. Auk þess hafa fleiri skráð sig sem stofnfélaga. Á fundinum hélt Ingi Rúnar Eðvarðsson fram- sögu um nýútkomna bók sína „Þekkingarstjórnun“ og Haukur Haraldsson rekstrarráðgjafi talaði um gerð og notkun þekkingarkorta í fyrirtækjum. Markmið félagsins er að efla þekkingu og skilning á þekking- arstjórnun hjá einstaklingum, fyr- irtækjum og opinberum aðilum. Ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við þekkingarstjórnun og stuðla að samvinnu þeirra á milli og standa fyrir fræðsluviðburðum. Formaður félagsins var kjörinn Sigmar Þormar félagsfræðingur og í stjórn með honum eru Jóhanna Gunnlaugsdóttir lektor og Hreiðar Örn Gestsson húsasmíðameistari auk varamanna, Ástu Þorleifs- dóttur ráðgjafa og Hauks Haralds- sonar rekstrarráðgjafa. Hægt er að skrá sig sem stofn- félaga í Félag um þekking- arstjórnun fram að aðalfundi fé- lagsins í apríl nk., segir í fréttatilkynningu. Stofna félag um þekkingar- stjórnun STJÓRN Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga ákvað á fundi sínum nýlega að veita eina milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Suðaustur- Asíu. Félög hjúkrunarfræðinga um all- an heim hafa sameinast um að leggja hjálparstarfinu lið og að styðja sérstaklega hjúkrunarfélög- in á hamfarasvæðunum. Hjúkr- unarfræðingar gegna lykilhlut- verki í umönnun sjúkra og slasaðra á hamfarasvæðunum og í fyr- irbyggingu farsótta. Þeirra bíður einnig mikið starf í fræðslu og stuðningi við fórnarlömbin og alla þá sem um sárt eiga að binda eftir flóðin. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hvetur önnur fag- og stétt- arfélög til að láta fé af hendi rakna til hjálparstarfsins, segir í frétta- tilkynningu. Hjúkrunarfræð- ingar styðja neyð- arhjálp í Asíu LIONSKLÚBBURINN í Hafnarfirði hefur gefið sykursjúkum börnum farsíma til að tryggja öryggi þeirra í lífi og starfi. Í haust hóf klúbburinn söfnun til styrktar málefninu. Syk- ursjúk börn á grunnskólaaldri fengu farsímana í jólagjöf en farsímar geta reynst börnum með þennan sjúkdóm afskaplega nauðsynlegir. „Símarnir gefa börnunum aukið frelsi því þau þurfa stöðugt að vera undir gæslu og handleiðslu fullorð- inna. Foreldrarnir þurfa alltaf að vita hvar þau er að finna til þess að geta gripið inní ef til neyðarástands kemur. Auk þess er meðferð sjúk- dómsins flókin og eiga börn og ung- lingar erfitt með að bera ábyrgð á henni án stuðnings og aðstoðar full- orðinna,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu og vill Foreldrafélag syk- ursjúkra barna koma á framfæri þakklæti til félagsmanna Lions- klúbbsins. Sykursjúkum börnum gefnir farsímar sem öryggistæki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.