Morgunblaðið - 15.01.2005, Page 53

Morgunblaðið - 15.01.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 53 MENNING ÞESSI þrjú rit eru næsta ólík. Öll hafa þau valið sér sitt sérstaka snið. Árbók Ólafsfjarðar er langyngst, kemur nú út í fimmta sinn. Hún er í allstóru broti. Þrír leturdálkar eru á síðu og myndir eru fjölmarg- ar. Hún er nýtískulegust hinna þriggja og hefur ekki við gamlar hefðir að styðjast. Áberandi eru hversu mjög hún er bundin Ólafs- fjarðarkaupstað – Horninu. Þar er myndasíða af þeim sem fæddust á árinu 2003, önnur myndasíða af þeim sem fermdust og sú þriðja af þeim sem gengu í hjónaband. Aft- arlega í ritinu eru minning- argreinar um látna. Annáll Ólafs- fjarðar 1900–2000 sem hófst fyrir nokkrum árum heldur nú áfram og eru tekin fyrir árin 1936–1940. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræð- ingur hefur tekið þennan annál saman. Ólafsfjörður eru nú hrað- fara að taka á sig svipmót kaup- staðar. Aðalskipulag hefur verið samþykkt og þegar þessu tímabili lýkur eru íbúar kauptúnsins orðnir 736. Ýmsar smágreinar eru í þessu forvitnilega hefti. Þar er sögð saga merkra hjóna, Þorsteins Þorkels- sonar og Guðrúnar Ólafar Jóns- dóttur frá Ósbrekku. Þá er brot úr ævisögu einkar listfengrar konu, Kristínar Þorsteinsdóttur, ásamt litmyndum af nokkrum listmunum hennar. Og sitthvað fleira er hér að finna. Skagfirðingabók Skagfirðingabók kemur nú út í 29. sinn og er því orðin gamalgróin. Mér skilst að ákveðið hafi verið að hún muni nú koma út annað hvert ár, svo að árbók getur hún naum- ast talist lengur. Meginefni ritsins er að þessu sinni tvær langar rit- gerðir. Sú fyrri er ritgerð um Hjörleif Kristinsson bónda á Gils- bakka í Austurdal. Hjörleifur ólst upp á Gilsbakka frá ellefu ára aldri í skjóli fóstra síns Hjörleifs Jóns- sonar bónda þar og gerðist svo sjálfur bóndi á Gilsbakka og dvald- ist þar uns hann lést árið 1992. Ná- granni Hjörleifs og vinur í áratugi Gunnar Oddsson í Flatatungu ritar þessa ágætu grein. Hjörleifur var einkar sérstæður maður, sem öll- um varð minnisstæður, sem honum kynntust. Hann var mikill nátt- úruunnandi og raunar vís- indamaður í grasafræði. Þá var hann bráðvel hagmæltur. Önnur langa greinin nefnist Goð- dæla. Hugleiðingar um fornbyggð í Vesturdal. Þá grein skrifar hinn merki fræðimaður Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg. Raunar er þetta miklu meira en ,,hugleið- ingar, því að um er að ræða ít- arlega heimildakönnun á fornbyggð í þessum langa og skjólríka dal. Kristmundur hefur fengist lengi við þessa rannsókn og er mér kunnugt um að þessi ritgerð er að- eins hluti af miklu stærra verki, sem vonandi á eftir að koma fyrir sjónir lesenda. Annað efni í þessu riti eru smágreinar og frásagnir. Árbók Þingeyinga Þá kemur að þriðju árbókinni, Ár- bók Þingeyinga. Hún er langelst þessara þriggja og kemur nú út í fertugasta og sjötta sinn, alltaf með sama sniði eins og vera ber. Hún flytur einar tólf stuttar rit- gerðir eða frásagnir og er þar að mörgu vikið. Athyglisverðar þykja mér tvær ritgerðir um nauðlend- ingu þýskrar flugvélar við Leirhöfn í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og björgun flugmannanna af heimamönnum. Þá vil ég nefna fróðlega grein Sigurðar Gunn- arssonar um ufsaveiðar með hring- nót 1962–1975. Og margt er hér fleira bitastætt sem oflangt yrði upp að telja. Fréttir úr héraði taka hér mikið rúm eins og vonlegt er, þar sem um tvær sýslur er að fjalla og Húsavík til viðbótar. Smá- greinar eru um alla sem látist hafa á árinu 2003. Það má vel vera að sumum bók- menntapáfum þyki ekki mikið til héraðsrita sem þessara koma. Þar er ég á öðru máli. Þau bera með sér blæ menningar í byggðum landsins. Þar er í raun fjöl- breytilegra og gróskumeira mann- líf en sumir ætla sem ekki þekkja til. Og síst má gleyma að málfar þessara ágætu rita er yfirleitt vandaðra en maður sér og heyrir annars staðar. Þrjár ólíkar árbækur Sigurjón Björnsson BÆKUR Héraðsrit Árbók Ólafsfjarðar 2003 5. árg. Útg.: Hornið Ritstj. og ábm.: Hannes Garðarsson Ólafsfirði, 124 bls. Skagfirðingabók, 29. árg. Rit Sögufélags Skagfirðinga Ritstjórn: Gísli Magnússon, Hjalti Páls- son, Sigurjón Páll Ísaksson, Sölvi Sveins- son Reykjavík, 2004, 216 bls. Árbók Þingeyinga 2003, XLVI. árg. Ritstj.: Guðni Halldórsson, Sigurjón Jó- hannesson Útg.: Suður-Þingeyjarsýsla, Norður- Þingeyjarsýsla, Húsavíkurbær Akureyri, MMIV, 280 bls. DANSKA dag- blaðið Jyllands- Posten hefur út- nefnt Ólaf Elías- son listamann ársins í Dan- mörku. Var Ólafi veitt við- urkenning í ARoS-safninu í Árósum en þar er hann um þessar mundir með stóra sýningu sem nefnist „Mind- ing the World“. Blaðið segir að stjarna Ólafs hafi tekið að rísa þegar á náms- árunum í Kaupmannahöfn og í dag sé hann einn eftirsóttasti myndlistarmaður heims. Geti valið úr tilboðum frá listasöfnum og sýningarsölum um gjörvallan heim. Metaðsókn í Árósum Sýningu Ólafs í Árósum lýkur á morgun en 140 þúsund manns hafa séð hana síðan hún var opn- uð í október síðastliðnum. Það mun vera mesta aðsókn á sýningu í 145 ára sögu safnsins. Ólafur valinn listamaður ársins Ólafur Elíasson ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 70 43 01 /2 00 5 ÚTSALA á hollustu á Græna torginu Sigtúni laugardag og sunnudag 10-30% afsláttur af öllum vörum, m.a. ávöxtum og grænmeti, lífrænt ræktuðum vörum, vítamíni, bætiefni, sælkeravörum o.m.fl. Fuglasýning halda glæsilega sýningu á páfagaukum og ýmsum öðrum fuglategundum í Blómavali Sigtúni um helgina. Laugard. kl. 11.00 - 18.00 Sunnud. kl. 11.00 - 18.00 Fuglar í ótal stærðum, gerðum og litum. Dýralæknir frá Dýraspítalanum verður til skrafs og ráðagerða kl. 13-15 laugard. og sunnudag. Blómaval, Dýraríkið og Fuglavinir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.