Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 13 ERLENT AFRENNSLISRÁSIR, gljúfur og lækir sem bugðast niður að stórum, dökkum bletti sem virðist vera met- anhaf. Þetta eru fyrstu ályktan- irnar sem vísindamenn draga af myndum sem bárust til jarðar frá geimkannanum Huygens eftir að hann lenti á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, á föstudaginn var. Myndirnar benda til þess að yf- irborð Títans sé fölappelsínugult með þunna skorpu. Myndir sem Huygens tók í um 18?20 km hæð yfir Títan benda til þess að þar sé fljótandi efni sem flæði í gegnum rásir, að sögn Mart- in Tomasko, geimvísindamanns við Arizona-háskóla. ?Það er næstum óhjákvæmilegt að geta sér þess til að flata, dökka efnið sé einhvers konar afrennslisrás, að það sem við sjáum á myndunum sé einhvers konar strandlína. Við vitum ekki enn með vissu hvort þarna er vökvi.? Nokkrar myndanna minntu á grýtt landslag Mars en Tomasko sagði að hnullungar sem sjást á myndunum væru líklega úr ís. Þykkt skýlag reyndist vera um 20 km frá yfirborði Títans. Annar geimvísindamaður, Shushiel Atreya, sagði að skýin væru líklega úr metani og hann gat sér þess til að dökku blettirnir á yfirborðinu væru það einnig. Fyrir geimferðina höfðu verið settar fram kenningar um að á Títan væru metanhöf. Títan er eina tunglið í sólkerfinu sem er með ský og þykkan lofthjúp. Vísindamenn telja hann líkjast loft- hjúpi jarðar eins og hann var fyrir 4,6 milljörðum ára, áður en líf myndaðist. Þeir vona því að gögnin frá Títan gefi vísbendingar um hvernig líf myndaðist á jörðinni. Ólíklegt þykir þó að líf þrífist á Títan vegna þess að á yfirborði tunglsins er 180 stiga frost. Þar getur því ekki verið fljótandi vatn og allar lífverur, sem við þekkjum, þurfa á vatni að halda. Huygens átti að taka um 750 myndir en þar sem önnur af gagna- rásum kannans skemmdist bárust rúmlega 300 myndir til jarðar. Að öðru leyti gekk allt samkvæmt áætlun og eru geimvísindamenn- irnir mjög ánægðir með afrakst- urinn. Talið er að það taki nokkur ár að vinna úr öllum gögnunum og draga upp nákvæma mynd af Títan. Reynt að draga upp nákvæma mynd af Títan Darmstadt. AFP, AP. Reuters Mörk dökks bletts og ljósara svæðis sem liggur hærra á yfirborði Títans. Reuters Fyrsta litmyndin af tunglinu Títan. MARGIR Írakar létu í gær í ljósi óánægju með þá ákvörðun herréttar í Bandaríkjunum að dæma bandaríska herlögreglu- manninn Charles Graner í tíu ára fangelsi fyrir að misþyrma föngum og niðurlægja þá kyn- ferðislega í Írak. Jafnframt var honum vikið úr hernum með skömm. Margir Írakar voru þeirrar skoðunar að dómurinn væri of vægur. Graner átti yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsi. Kviðdómur herréttar í Texas hafði dæmt Graner sekan um illa meðferð á föngum í Abu Ghraib- fangelsinu nálægt Bagdad. Ekki dregnir til ábyrgðar Talið er að Graner hafi verið forsprakki hóps bandarískra her- manna sem beitti íraska fanga skipulögðu harðræði í fangelsinu. Graner sagði fyrir herréttinum að hann hefði aðeins hlýtt skipunum og reynt að brjóta niður mótstöðu fanganna áður en þeir voru yfir- heyrðir. Saksóknarar sögðu hins vegar að Graner hefði notið þess að berja og auðmýkja fanga. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í viðtali við Washington Post í gær að engin þörf væri á því að draga bandaríska embættismenn til ábyrgðar fyrir mistök eða rangt mat fyrir eða eftir innrásina í Írak. Forsetinn sagði enn fremur að bandarískir kjósendur hefðu í raun lagt blessun sína yfir stefnu hans í málefnum Íraks með því að kjósa hann aftur forseta í síðustu kosn- ingum. Óánægja með dóm í pynt- ingarmálinu Charles Graner mætir fyrir herrétt. Margir Írakar telja að Graner hefði átt að fá þyngri dóm Fort Hood. AFP. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.