Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TALSýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 áraQUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND   VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 8 og 10.10. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu söguum Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu söguum Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. GISELE BÜNDCHEN I „ALLTAF að leyfa börnunum að vaka sem lengst fram eftir, því þegar þau vakna að morgni eru þau orðin eldri og verða að lokum fullorðin.“ Eitthvað á þessa leið mælist leikritaskáldinu Sir James Michael Barrie (Depp), við frú Sylviu Llewelyn Davies (Winslet), þegar drengirnir hennar eru að ólmast í svefn- herberginu og vilja ekki fara í bólið. Atriðið segir í hnot- skurn margt um persónu Barries, sem m.a. gaf okkur ævintýrið ástsæla um Peter Pan, drenginn sem gat ekki elst, töfraheiminn Hvergi- land með öllu sínu galleríi góðra persóna og illra. En kynni hans af frú Davies og drengjunum hennar varð einmitt kveikjan að verkinu. Finding Neverland tekur þetta stutta en frjó- sama tímabil til meðferðar og fylgir í aðal- atriðum sögulegum staðreyndum. 20. öldin er nýgengin í garð og verk skáldsins njóta misjafns gengis á leikhúsfjölum Lundúnaborgar. Hjóna- band Sir James er í andarslitrunum þegar hann kynnist ekkjunni Sylviu Davies og drengjunum hennar. Samfundirnir kveikja nýja glóð í brjósti skáldsins, hann segir nýfengnum vinum sínum frá draumaheiminum Hvergilandi og öll hrífast þau af þessum einstaka og snjalla manni. Verkið fæðist smám saman og í myndarlok er Peter Pan klæddur og kominn á ról á sviðinu, fádæma sig- urför er hafin en ýmsir atburðir í lífi persónanna eru ekki jafn gleðilegir. Það er ótrúlegt en satt að maðurinn á bak við eina snjöllustu mynd ársins er enginn annar en hinn þýskættaði Marc Forster, sem gerði garð- inn frægan með Suðurríkjadramanu Monster’s Ball, fyrir örfáum árum. Ólíkara efni og bak- grunn er vart hægt að hugsa sér þó finna megi vissa samhljómun með myndunum. Taugakerfi Finding Neverland er Depp og það tekur dálít- inn tíma að venjast þessum hægláta og róm- antíska Breta með ósvikinn Lundúnahreim og nánast barnslega framkomu. Stórleikarinn hefur umbreytt sér eina ferðina enn og að þessu sinni er hann nákvæmlega lýtalaus sem skáldið góða sem hefur áhrifaríkast undirstrikað þá einföldu (en vandséðu) lífsspeki að við eigum að vernda eftir mætti barnið í hjarta okkar. Hann fangaði þessa draumsýn á ódauðlegan hátt í Peter Pan og Forster og Depp halda kyndli hans á lofti. Trúir anda skáldsins draga þeir upp, ásmt hugs- anlegum Óskarsverðlaunahöfum fyrir tónlist, tjöld og búninga, ógleymanlega mynd um óvenjulegan snilling sem arfleiddi okkur að einu ástsælasta ævintýri bókmenntanna. Mörg atrið- in eru einkar hrífandi, gott dæmi þegar Hvergi- land birtist frú Davies á ögurstundu. Leikhóp- urinn, sem m.a. telur Julie Christie og Dustin Hoffman, er óaðfinnanlegur – líkt og flest annað sem skiptir máli í ljúfri kvikmyndaperlu. Drauma- fangarinn KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Marc Forster. Aðalleikendur: Johnny Depp, Dustin Hoffman, Julie Christie, Kate Winslet, Radha Mitchell, Freddie Highmore.106 mín. Bretland/ Bandaríkin. 2004. Fundið Hvergiland (Finding Neverland)  Sæbjörn Valdimarsson LEIKARINN með þúsund and- litin, Jim Carrey, fær einstakt tækifæri til að láta ljós sitt skína í hlutverki þrjótsins Olavs greifa, auk nokkura annara óásjálegra persóna í fyrstu (?) myndinni kenndri við Lemony Snicket (Law). Titilpersónan er lítið í mynd, hann er sögumaðurinn, við upplifum það á tjaldinu sem streymir á pappírinn úr gömlu rit- vélinni hans. Aðalsögupersón- urnar auk greifans eru hins vegar þrjár, munaðarlaus systkini, telp- an Fjóla (Browning), sem er 14 ára og hefur yfirleitt vitið fyrir Kláusi (Liam Aiken), aðeins yngri bróður sínum og yngst er óvitinn hún Sunna litla (Kara og Shelby Hoffman), sem babblar bara og hlær, mitt í öllum ósköpunum. LSSOUE (þvílíkur titill!), er byggð á gráglettnum barna- og unglingabókum eftir Daniel Handler, og eru sagðar e.k. af- sprengi Harry Potter æðisins. Þær eru orðnar einar 10 talsins, við eigum því sjálfsagt von á fleiri myndum úr þessari áttinni. Út- litslega minnir hún sterklega á myrkar og ónotalegar gaman- myndir þeirra Tims Burton og Barrys Sonnenfeld, sá síðar- nefndi er reyndar einn framleið- andanna. LSSOUE hefst á að auðkýfing- arnir, foreldrar barnanna, farast í dularfullum bruna og fjárhalds- maðurinn þeirra (óþekkjanlegur Timothy Spall), kemur þeim fyrir hjá Olav greifa, sem er nánasti ættinginn. Samstundis kemur í ljós að frændinn vill ekkert með börnin hafa heldur koma þeim fyrir katt- arnef hið skjótasta og njóta ætt- arauðsins sem hann á þá tilkall til. Hann reiknar ekki með minnstu mótspyrnu en Fjóla litla á ráð undir rifi hverju og eygir jafnan leik út úr dauðagildrum greifans. Þrátt fyrir óhugnaðinn sem blasir jafnan við í texta og um- hverfi í heldur langdreginni grín- hrollvekjunni, virðast börnin hafa ekki síður gaman af LSSOUE en foreldrarnir. Carrey er spaugileg- ur sem fyrr, Connolly og Streep hitta bæði á réttar nótur og krakkarnir gera það sem fyrir þá er lagt. Fjóla og Kláus eru ótrú- lega sett og róleg í öllum þeirra óhugnanlegu hremmingum, en viðbrögðin eru sjálfsagt í anda bókanna og Sunna litla lífgar upp á grámóskuna. Sagan og húm- orinn er yfirgengilega ýktur og það virkar bærilega lengst af. Það er ekki einungis að þakka galdra- fési Carreys heldur augnakon- fekti listræna hönnuðarins Johns Dexter, útlitshönnuðarins Ricks Heinrichs (Sleepy Hollow) og kvikmyndatökustjórans Emm- anuels Lubezki. Ónotaleg skemmtun KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Sambíóin Leikstjóri: Brad Silberling. Aðal- leikendur: Jim Carrey, Meryl Streep, Billy Connolly, Jennifer Coolidge, Emily Browning, Timothy Spall, Luis Guzman, Jude Law. 100 mín. Bandaríkin. 2004. Lemony Snicket’s A Series of Un- fortunate Events  Sæbjörn Valdimarsson Á LAUGARDAGINN voru opnaðar tvær sýningar í Listasafni Kópavogs-Gerð- arsafni. Listamennirnir eru Birgir Snæ- björn Birgisson og Elías B. Halldórsson. Margt góðra gesta var á sýningunum sem báðar standa til 6. febrúar. Í austursal sýnir Birgir verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfsstéttir. Segir á heimasíðu Kópavogs- bæjar um list hans: „Umfjöllunarefni Birgis er tilraun mannsins til að fela ógnir heims- ins bak við upphafnar myndir af hreinleik- anum, hin stöðuga leit að „idealinu“ (því fullkomna), eða þörf okkar til að nálgast fullkomnun á einn eða annan hátt, jafnt í ytra útliti sem því innra.“ Olíuljós heitir sýning Elíasar B. Hall- dórssonar í vestursal. Elías vinnur verk sín með olíulitum ýmist á pappír eða striga. Þau skiptast í ljóðrænar landslags- og húsamyndir og stærri abstraktverk. Um verk Elíasar segir: „Innblástur sækir hann oft í náttúruna en það endurspegl- ast í heitum verka eins og Ferskur blær en einnig má lesa úr verkum hans vanga- veltur um lífið og tilveruna.“ Ljóshærðar starfsstéttir, Snertingar og Olíuljós Listamað urinn Bir gir Snæb jörn Birg isson ásam t koll- ega sínum Þorra Hr ingssyni í þungum þönkum. Sigurður Árni Sigurðsson listamaður, ein- beittur á svip í samræðum við Svanhildi Kon- ráðsdóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu. Birgir Snæbjörn Birgisson, Margrét Lísa Steingrímsdóttir og eiginmaður hennar Helgi Þorgils Friðjónsson. Myndlist | Tvær sýningaropnanir í Gerðarsafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.