Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 29
MINNINGAR
Nýtt - nýtt - nýtt
Örlagalínan
Símar 908 1800 & 595 2001.
Talnaspeki er ný þjónusta hjá Ör-
lagalínunni og er hún opin allan
sólarhringinn. Thelma á Örlagalín-
unni er við frá kl. 20 til 22 á mánud.
og fimmtud. fyrir þá sem vilja fara
enn dýpra í fræði talnaspekinnar.
Herbalife er sko ekkert plat.
Halló, viltu aðstoð við að ná af
þér kílóum? Þú getur léttst hratt
og örugglega. www.slim.is.
Hringdu 699 7383 og 565 7383.
Snyrtisetrið
Treatment fyrir andlit og háls.
Betra en Botox!? Gefur árangur
strax og byggir upp húð/bandvef.
SNYRTISETRIÐ,
Domus Medica, s. 533 3100.
Ath. sá sem kemur með auglýs-
inguna fær 15% afslátt.
Ný 2 herb. lúxusíbúð til leigu í
háhýsi í Kópavogi, 78 m2, stæði
í upphituðu bílskýli, leigist í 6-8
mánuði. Leiguverð 90.000 á
mánuði + hússjóður. Uppl í síma
588 7050.
Tangarhöfði - Hagstæð leiga.
Glæsilegt 200 fm skrifsthúsn. á
2. hæð til leigu á ca kr. 600 kr. fm.
Skiptist í rúmgott anddyri, 7 her-
bergi með parketgólfi, fundar- og
eldhúsaðstöðu, geymslu og snyrt-
ingu. Uppl. í vs. 562 6633, hs. 553
8616.
Til sölu málverk eftir Mugg,
Kjarval, Valtýr Pétursson, Tolla,
Karólínu, Kára Eiríks, Atla Má,
Erró, Kristján Davíðsson,
Jóhannes Geir og fleiri.
Tökum myndir í umboðssölu.
Rammamiðstöðin, Síðumúla 34,
sími 533 3331.
Microsoft-nám enn á hagstæðu
verði. MCSA-nám 270 st. á að-
eins 209.900. Windows XP á
69.900. Hefst 7. feb. MCDST-nám
á 119.900. Hefst 8. feb. Vandað
nám - góð aðstaða. Rafiðnaðar-
skólinn www.raf.is.
Leirkrúsin - Leirmótun. Ný nám-
skeið að hefjast í handmótun og
rennslu, byrjendur og framhald.
Opið verkstæði mán. og miðvikud.
Skráning í s. 564 0607 og 694
2595. www.leir.is
Fjarnám - Heimanám. Þú getur
byrjað hvenær sem er! Bókhald
og skattskil - Launabókhald - VSK
- Excel - Access - Skrifstofu-
tækni - Tölvuviðg. - Photoshop
o.fl. o.fl. S. 562 6212.
www.heimanam.is.
Dáleiðsla - sjálfstyrking.
Frelsi frá streitu og kvíða.
Reykingastopp, afsláttur fyrir
hjónafólk.
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur. Sími 694 5494.
Þekking - Reynsla bilanalausn-
ir.com. Kem á staðinn og laga
tölvuvandamál. Aðstoða einstak-
linga og fyrirtæki. Áralöng
reynsla, hagstætt verð og vönduð
vinnubrögð. Microsoft viður-
kenndur. Sími 896 5883.
Útsala - útsala Kristalsvasar,
glös, postulínsstyttur, matar- og
kaffisett, hnífapör og hand-
skornar trévörur.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Óskum eftir að kaupa ýmsa
gamla muni s.s. styttur, postulín,
silfur, bækur og m. fleira.
Uppl. í síma 898 9475.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslimælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
KANADÍSK VERKSMIÐJU-
FRAMLEIDD EININGAHÚS Sér-
hæfum okkur í kanadískum ein-
ingahúsum. Húsin koma tilbúin
til uppsetningar frá verksmiðju.
www.einingahus.is. Emerald ehf.,
sími 565 9400,
emerald@mi.is
Sólarlandafarar - sólarlanda-
farar Sundbolir, bikiní, bermuda-
buxur, bolir o.fl. Stærðir 36-54.
Meyjarnar,
Háaleitisbraut 68, s. 553 3305.
Kvenkuldaskór með flís-fóðri
og grófum sóla kr. 7.300.
Misty-skór,
Laugavegi 178, s. 551 2070.
Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta
Hefurðu upplifað þorrablót er-
lendis? Stemningin er engu lík!
Hið einstaka og víðfræga þorra-
blót Íslendingafélagsins í Köben
verður haldið þann 5. febrúar í
sjálfum NIMB-sal í Tívolí í sam-
vinnu við Icelandair. Frekari upp-
lýsingar á www.islendinga-
felagid.dk og miðapantanir í síma
+45 3314 6035.
Fundaraðstaða til leigu
20-24 manna salur til leigu með
eða án veitinga, útbúinn með
sjónvarpi, DVD, vídeo, tölvuteng-
ingu og tússtöflu.
QUIZNOS, Suðurlandsbraut 32,
sími 577 5775.
Til sölu 10 tonna grásleppuleyfi
og 300 grásleppunet.
Upplýsingar í símum 438 6781 og
892 9360.
Til sölu Ford 250, 6l dísel árg.
'04. Ekinn 3 þús. km. Einnig Ford
350, 7,3l dísel, árg. '01. Uppl. í
síma 894 3765 og 587 1099.
Til sölu blár Cherokee, árg.
1991, 4 l. vél, beinskiptur, ekinn
159 þús. km. Fallegur bíll og í
góðu ástandi.
Upplýsingar í síma 692 4660.
Opel Corsa, 3ja dyra, árg. 2000,
1.2 l. Ekinn 80.000 km til sölu.
Verð 480.000.
Sigfríður sími 866 9745.
Diesel pikup til sölu Cevrolett
pikup 89-91 til sölu. Diesel 6.2.
Einfalt hús. 33 t. dekk. Svartur.
Mikið endurnýjaður. Verð 650 þ.
uppl. 849 5317
Snjótönn til sölu. Tellefsdala.s
snjótönn til sölu.
Nánari upplýsingar hjá Víkurverki
ehf., sími 567 2357.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Ökuljós, hagstæð verð. Vitara,
Bolero, Swift,Sunny, Micra, Al-
mera, Primera, Patrol, Golf, Polo,
Bora, Vento, T4, Felicia, Octavia,
Uno, Punto, Brava, Peugeot 306,
406, 206, Berlingo, Astra, Vectra,
Corsa, Zafira, Iveco, Twingo,
Kangoo, R19, Clio, Megane, Lanc-
er, Colt, Carisma, Avensis, Cor-
olla, Yaris, Carina, Accent, Civic,
Escort, Focus, S40.
Sérpöntum útispegla.
G.S.Varahlutir
Bíldshöfða 14.S.5676744
Heimilisstörf. Vantar þig aðstoð
við heimilisstörfin? Hafðu þá
samband og láttu reyna á okkar
léttu og þægilegu þjónustu. Uppl.
í síma 898 5822/898 5879.
Brenderup Cargo kerrur. Mál:
205x130x100 cm. Burðargeta: 450
kg. Nánari upplýsingar í síma 892
7512 og á netinu: lyfta@lyfta.is og
www.lyfta.is
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Terrano II '99,
Cherokee '93, Nissan P/up '93,
Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza
'97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup
'91 o.fl.
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum,
niðurföllum, þak- og drenlögnum
ir sem nauðsynlegar voru til þess,
að undir stjórn hans var skipið
strax komið í forystuhlutverk ís-
lenska togaraflotans. Í byrjun átt-
unda áratugarins hefur Auðun
Auðunsson á nýjan leik tekið við
forystuhlutverki í þróun íslenskrar
togaraútgerðar. Þetta er þegar
hann tekur við fyrsta skuttogara í
eigu Íslendinga, Hólmatindi í eigu
Alla ríka á Eskifirði. Ég held að á
engan mann sé hallað, þótt fullyrt
sé að hann hafi átt drjúgan þátt í
velgengni þeirrar útgerðar og
skuttogaravæðingu landsins al-
mennt. Þróun sem ásamt afkomu
síldarævintýranna verður að telj-
ast efnahagslegur grundvöllur ís-
lensks velferðarþjóðfélags í dag.
Þegar fiskveiðisaga 20. aldarinn-
ar verður skrifuð á Íslandi, sagan
um síldarævintýrin, togaraútgerð-
ina, bátagjaldeyrislögin, fiskveiði-
stjórnunar-floppið og kvótabölið,
þá er óhjákvæmilegt að nafni Auð-
uns Auðunssonar verði að góðu
getið. Þessi málefni voru honum öll
ákaflega hugleikin, og þegar ég
sjálfur var farinn að basla við út-
gerð á Eyrarbakka á áttunda ára-
tugnum, áttum við reglulega sam-
töl í símann um útgerðarmálefnin.
Eini gallinn við þessi samtöl var
sá, að hann tók hressilega í nefið
og átti það til að snýta sér fyr-
irvaralaust í tólið, svo að jafnvel
nærstaddir í herberginu þar sem
ég sat, hrukku í kút.
Mamma mín, sem var elst í hópi
13 systkina sem ólust upp á Minni-
Vatnsleysu, sagði mér að þegar
bræður hennar voru litlir hafði
móðir þeirra oft lempað þá til sam-
vinnu, með því að lofa þeim, að hún
skyldi setja fisk í vörpuna hjá þeim
þegar þeir væru orðnir stórir. Það
virðist með öðrum orðum, snemma
hafa legið fyrir á þeim bæ, hvaða
framtíðarverkefnum þessum
drengjum voru ætluð. Enda gengu
þau áform rækilega eftir, þar sem
allir Auðunsbræður, þeirra sem
upp komust, náðu því að verða af-
burða farsælir togaraskipstjórar.
Hvort heldur það var móðir þeirra
Vilhelmína Þorsteinsdóttir sem sá
um þá hluti, eða önnur æðri mátt-
arvöld. Auk Auðuns eru þeir, Sæ-
mundur, Þorsteinn, Gísli og Gunn-
ar Auðunssynir.
Ég votta samúð mína eftirlifandi
eiginkonu Auðuns, Stellu Eyjólfs-
dóttur, börnum og fjölskyldum
þeirra. Um leið vil ég geta þess að
við sem fjær höfum staðið, getum
ekki annað en dáðst að og þakkað
hetjuskap þeirra og fórnarlund, við
umönnun og stuðning við eigin-
mann og föður í langvarandi veik-
indum hans.
Sigurður R. Þórðarson.
Eftir ótíð og brælur sem verið
höfðu á Vestfjarðamiðum frá því
togarar hófu veiðar nú á nýju ári,
rofaði til og lægði hinn 8. janúar,
sjór varð blíður og aflabrögð urðu
ágæt. Að kvöldi sama dags kvaddi
Auðun Auðunsson skipstjóri. Á
þessum slóðum var ég staddur
þegar mér bárust fréttir af andláti
hans.
Í starfi mínu hef ég kynnst
mörgum af okkar reyndustu tog-
araskipstjórum og er ljóst að Auð-
un hefur notið mikils álits sem
einn af frumkvöðlunum meðal ís-
lenskra togaraskipstjóra, enda
aflasæll og var hann löngum eft-
irsóttur af mörgum helstu útgerð-
um landsins. Margs konar sómi
var honum sýndur og síðast er
Auðun og bróðir hans Gunnar voru
heiðraðir á sjómannadegi, af Sjó-
mannadagsráði á Akureyri fyrir
farsæl og árangursrík skipstjórn-
arstörf.
Mikil breyting hefur orðið á öll-
um tæknibúnaði við stjórn fiski-
skipa, frá þeim tíma sem Auðun
var í brúnni. Viðurkennt er að
næmleiki fyrir náttúrunni, veðra-
breytingum, hegðun fugla og
hvala, sjávarföllum o.þ.h. atriðum,
réðu miklu um velgengni skip-
stjóra á þeim árum sem hann
starfaði. Þessum eiginleikum hefur
Auðun verið ríkulega gæddur.
Einn ágætur skipstjóri sagði að
þegar lítið aflaðist hefði oft verið
gott að grennslast fyrir um á
hvaða fiskimiðum Auðun væri, fara
þangað og þá væri túrnum borgið.
Þó fráfall Auðuns kæmi ekki á
óvart, eftir erfið veikindi sem hann
hafði átt í að undanförnu, er hans
sárt saknað af ástvinum og ekki
síst barnabörnunum, það kemur
augljóslega fram hjá dóttur minni
Lísbetu sem er ein af afastelp-
unum. Alltaf hefur þótt jafn gott
að koma til ömmu og afa á Val-
húsabrautina, þar sem krakkarnir
höfðu mörg herbergi til umráða og
nóg var af leikföngum fyrir alla
aldurshópa, kubbar fyrir þau
yngstu, tölva fyrir þau eldri og allt
þar á milli, eða bara horfa með afa
á fótbolta í sjónvarpinu. Ekki fór á
milli mála að Auðun naut samver-
unnar. Ekki er ólíklegt að barna-
börnin hafi að einhverju leyti bætt
það upp, þegar hann var langdvöl-
um í burtu vegna starfa sinna á ár-
unum sem hans eigin börn voru að
vaxa úr grasi.
Nú er ég minnist Auðuns Auð-
unssonar með djúpri virðingu,
sendi ég Stellu, systkinunum, þeim
Sæma, Bödda, Steinunni, Ásdísi og
Stellu, mökum, barnabörnunum og
öðrum ástvinum, innilegar samúð-
arkveðjur.
Sigurður Dagbjartsson.