Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 17 UMRÆÐAN Átt þú ungling sem þarf ? ... að vera einbeittari í námi? ... að geta staðið sig vel í vinnu? ... að vera jákvæðari? ... að eiga auðveldara með að eigna st vini? ... að vera sáttari við sjálfan sig? Dale Carnegie þjálfun fyrir unglinga Næsta kynslóð er þ jálfun sem er ætluð öllum unglingum sem haf a áhuga á að ná lan gt í lífinu. Fjóla Dögg Blomsterberg 17 ára www.n aesta kynslod.is næsta kynslóð Kynningarfundir: Mánudag 17. jan. (18-22 ára) Þriðjudag 18. jan. (14-17 ára, æskilegt að foreldrar mæti með) Fimmtudag 20. jan. (14-17 ára, æskilegt að foreldrar mæti með) kl.20.00 í Þróttaraheimilinu í Laugardal (við hliðina á gervigrasinu) Kíktu á www.naestakynslod.is og sjáðu hvað þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. Það er margt ómetanlegt sem ég hef fengið út úr námskeiðinu. Getu til að koma fram og tala, meira sjálfstraust og tækni til að komast áfram í lífinu. Ég setti mér til dæmis markmið í skólanum og hækkaði einkunnirnar mínar. Svona námskeið ættu allir að fara á, sem hafa áhuga á að lifa góðu lífi. Hafðu samband við skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 7080 eða 661 0998 og fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynslóð. VAR að lesa nú nýverið um til- raunir Jeffs Clemmensen á Norð- firði við framleiðslu á tofu og jafn- vel fleiru. Þar lét hann af því að erfitt væri að fá fjármagn í þess háttar framleiðslu. Ég hef unnið með Jeff og kynntist því meðan ég bjó á Norðfirði að hann er auðugur að hugmyndum og sumar þeirra hafa sannað sig að vera meira en loftkastalar einir. Nægir þar að nefna vöffludeig í fernum, og súr- mjólk með íblöndunarefnum sem hvort tveggja fór á markað á sinni tíð. Hvar eru nú ráðamenn með stóru ausurnar sínar við að moka peningum, þeim má ausa í álfram- leiðslu, hvers vegna er ekki gefinn meiri gaumur að svona hlutum eins og ég var að nefna? Getur verið að pólitískir hagsmunir vegi fullþungt á metunum og það sé talið vænlegra við atkvæðakaup að nota hin breiðu spjótin og hundsa hina vaxtar- broddana sem þó eru fyrir hendi. Ég get ekki að því gert að mér finnst tilhugsunin huggulegri að vinna við tofu framleiðslu en í álveri ef ég ætti að velja að öðru jöfnu. En nú að svolítið öðru. Satt að segja finnst mér eðlilegt að um- hverfismat sem á við eina tiltekna framkvæmd og þá mengun sem kemur frá einni tiltekinni verk- smiðju geti ekki nýst fyrir næstu framkvæmd, jafnvel þótt það sé í sömu atvinnugrein. Ef búnaður ál- versins sem verið er að byrja að byggja núna á að vera annar en fyr- irhugaður var í því álveri sem um- hverfismatið var unnið fyrir er ekki einungis eðlilegt heldur bara sjálf- sagt að vinna nýtt umhverfismat ef við ætlum ekki að halda okkur við það að vera umhverfissóðar yfir höfuð. Satt að segja tel ég að í heimi með sívaxandi mengun þurf- um við að passa okkur virkilega ef við ætlum ekki að eitra enn meir fiskimið og ræktarland og dreifa enn meiru af eiturefnum í fæðu- keðjunni en orðið er. Vaxandi húðkrabbamein, ofnæmi og óþol hvers konar, getur ekki ver- ið að við höfum með dreifingu mengandi efna í andrúmsloftið, jarðveg og höf búið þetta allt saman til? Er vit í því að ætla að sækja um að fá að ausa meiru af mengandi efnum út í andrúmsloftið og sökkva meiru landi undir lón þegar við er- um á sama tíma að leita eftir fleiri ferðamönnum til að koma og skoða landið okkar? Er samræmi í þessu eða leiðir þetta til slíkrar klemmu í samfélaginu að jafnvel bæði iðnaður og ferðamannaþjónusta hljóta skaða af? Oft er betra að hugsa áð- ur en anað er út í eitthvert fen fljót- ræðis. Vonandi er hægt að finna flöt á þessum málum þar sem allir geta vel við unað en mér finnst við varla vera í þeirri aðstöðu að geta leyft okkur að tala eins og það sé ?sjálf- sagt að færa fórnir? sem eru lítt eða ekki afturkræfar eins og sumir Ís- lendingar hafa gert. Erum við að sækja vatnið yfir lækinn og ætlum við að leysa atvinnumálin í eitt skipti fyrir öll? Hvers vegna er ekki hlúð að fyrirtækjum eins og ég nefndi í upphafi? Er svarið rétt sem ég tæpti á? Er það ekki eins arðgæft í kosningatölum flokk- anna sem telja sig eiga heiðurinn, bæði af stórframkvæmdunum og staðfestunni í Íraksstríðinu? Líklega ekki og stjórn- málamenn sem hugsa um sætið sitt þurfa að hugsa um atkvæðatöl- urnar svo þeir verði ekki undir þegar næsta kapphlaup um þingsæti hefst. Hins vegar er það svo að Aust- firðir eiga allt of mikið í mér eftir að hafa búið þar og starfað til þess að ég óski þeim annars en gæfu og gengis sem þar búa. Því miður verð ég þó að viðurkenna að mér fannst alveg nóg um hvað gamli hrepparígurinn lét á sér kræla þegar forstjóri Fjarðaáls ætlaði að flytja til Eg- ilsstaða. Hafa Aust- firðingar ekki verið á góðum stundum að tala um það að fólk geti búið á Fjörðunum og unnið á Héraði eða búið á Héraði og unnið á Fjörðunum, er það ekki í lagi, eða hvað? En að lokum, ég vona að þetta allt sem er að gerast eystra setji ekki samfélagið á hlið- ina, þetta samfélag sem mér finnst ég vera svo miklu ríkari en ella af því að hafa kynnst. Stórar eða litlar framkvæmdir Sigurður Kristjánsson fjallar um framkvæmdir og mengun ? Ég vona að þetta allt sem er að gerast eystra setji ekki samfélagið á hliðina, þetta samfélag sem mér finnst ég vera svo miklu ríkari en ella af því að hafa kynnst. ? Sigurður Kristjánsson Höfundur er búfræðikandidat. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: ?Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.? Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: ?Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í ?Prófessorsmálinu?.? Ólafur F. Magnússon: ?Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélag- inu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.? Ásthildur Lóa Þórsdóttir: ?Viljum við að áherslan sé á ?gömlu og góðu? kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?? Bergþór Gunnlaugsson: ?Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.? Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.